Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.08.1959, Blaðsíða 28
sem betur fer á hún ekkert erindi inn til hans að sinni. Ekkert rýfur djúpa kyrrð vetrarkvöldsins nema hljóm- ar fónsins innan úr herbergi kennarans. Anna húsfreyja kemur inn í baðstofuna til dóttur sinnar. Hún tekur prjóna sína á borðinu, sezt á rúmið gegnt Lilju og fer að prjóna. Fjörugt danslag hljómar fram í baðstofuna frá herbergi Ármanns. Anna lítur til Lilju og segir forviða: — Hvaðan koma þessi skemmtilegu lög? — Það er víst kennarinn, sem leikur þau á fóninn sinn. — Jæja, svo hann er þá með grammófón með sér. Það verður gaman að fá að hlusta á svona skemmtileg lög öðru hvoru í vetur. — Lilja svarar móður sinni engu, því Ármann opnar í þessu hurðina á herbergi sínu og kemur fram í dyrnar. Anna lítur brosandi á kennarann og segir: — Þau eru ekki af verri endanum lögin sem þú leik- ur. Það er orðið langt síðan að ég hef hlustað á svona fjörug danslög. Ármann brosir. — Já, þau eru fín. Það ætti að vera hægt að halda hérna dansleiki öðru hvoru. — Já, einhvern tíma hefði manni líkað að stíga spor- ið eftir annarri eins hljómlist. Eg held að þið unga fólk- ið ættuð að dansa. — Má ég tefja dóttur þína frá handaviununni? — Já, ég held það nú, ég fer víst ekki að banna henni að dansa við þig, Ármann kennari. Ármann gengur til Lilju og hneigir sig brosandi fyr- ir henni. En hún endurgeldur ekki bros hans og situr grafkyrr. — Ég kann ekki að dansa. — Jú, það kanntu einmitt, komdu nú, við skulum dansa, Lilja. Augu kennarans hvíla brosmild og seið- mögnuð á Lilju, en það hefur aðeins neikvæð áhrif á hana, og hún sýnir þess engin merki, að hún ætli að láta að beiðni hans. Anna horfir undrandi á dóttur sína og segir: — Blessuð Lilja, láttu mig ekki sjá, að kennarinn þurfi að ganga á eftir þér, dansaðu nú við hann. — Ég kann ekki að dansa. Hljómplatan er á enda inni í herbergi Ármanns, og hann hraðar sér inn til að stöðva fóninn, en Anna hvess- ir augun á Lilju. — Hvað á þessi þrái að þýða? — Ég er líklega sjálfráð, hvort ég dansa eða ekki. — Þú varst ekki svona stöð í dansinum á réttardag- inn í haust, ef ég man svo langt. — En þá meinaðir þú mér að dansa, og það er sjálf- sagt ekki betra, að ég geri það nú. — Þá var ég að bjarga heiðri þínum. — Svo-o, en hafir þú verið að bjarga heiðri mínum þá, ætla ég sjálf að bjarga honum núna! Lilja leggur frá sér handavinnuna og gengur fram úr baðstofunni án þess að gefa móður sinni færi á að lengja samtalið. Hún ætlar ekki að ræða frekar um réttarferðina síðast- liðið haust í návist Ármanns kennara, það er mál, sem honum kemur ekkert við. Svipur Önnu þyngist að mun, og prjónarnir ganga hraðar en áður í óstyrkum höndum hennar. Ármann kemur aftur fram í baðstofuna og lítur á hið auða rúm heimasætunnar. — Hvað? — Er Lilja farin? Anna brosir afsakandi til kennarans. — Já, hún þaut fram, hún læzt víst vera feimin að dansa við þig, af því að hún finnur vankunnáttu sína í þeirri grein, — en það lagast. — Ég er óvanur því, að stúlkurnar neiti mér um dans. — Því trúi ég, Ármann kennari, og Lilja gerir það varla, þegar þið kynnizt betur. Þetta er bara feimni til að byrja með. — Þú þarft að venja hana af feimninni, Anna. Ár- mann brosir til Önnu, en það bros er tvíeggjað. Svo gengur hann aftur inn.í herbergi sitt og stöðvar fón- inn að nýju. Þessi tilraun hans til að ná valdi yfir Lilju ætlar ekki að bera neinn árangur að sinni, en mótþrói hennar gerir hann enn þá ákveðnari en fyrr í þeim ásetningi sínum að vinna sigur yfir ást hennar og sak- leysi, og hann skal sigra hana að lokum. Heiðskír desemberdagur situr að völdum. Frost er allmikið og glitrandi hjarn. Jón í Austurhlíð rís snemma úr rekkju. Hann tygjar vagnhest sinn og spennir hann fyrir stóran dráttarsleða, en að því loknu ekur hann úr hlaði. Nú er för hans heitið í verzlunar- stað sveitarbúa til innkaupa á jólavarningi fyrir heimili sitt. Lilja hefur tekið að sér fjárgæzluna í fjarveru föður síns. Hún býr sig að karlmanna hætti og gengur til fjárhúsanna. Glæsilegur fjárhópur bóndans í Austur- hlíð bíður þess með óþreyju að sleppa út úr húsunum og á beit. Lilja helypir út fénu og rekur það upp í hlíð- ina, þótt beitin sé þar fremur lítil sökum hjarnbreið- unnar, sem þekur sveitina alla, eins langt og augað eyg- ir, en faðir hennar er vanur að nota beitina, þótt lítil sé, handa fénaði sínum. Tíminn líður. Ármann kennari segir síðustu kennslu- stund dagsins lokið, og börnin halda af stað heimleiðis. En kennarinn sezt að í herbergi sínu og snæðir mið- degisverð. Nú er það Anna, sem framreiðir matinn handa honum, því Lilja er enn úti við fjárgæzluna. Þegar Ármann hefur lokið snæðingi, gengur hann út að glugganum í herbergi sínu, en hann snýr suður að fjárhúsunum. Brátt sér kennarinn stóran fjárhóp renna niður hlíðina í skipulegri röð, og á eftir honum geng- ur léttstíg stúlka í karlmannsfötum. Ármann fylgist með ferðum hennar heim að fjárhúsunum, og þar hverfur hún ásamt fjárhópi sínum. Ný hugsun flýgur sem elding fram í vitund kennar- ans. Hann klæðist í skyndi þykkum vetrarfrakka og setur loðhúfu á höfuð sér. Anna kemur inn í herbergið til að sækja matarílátin frá miðdegisverðinum. Hún lítur á kennarann ferðbúinn og segir dálítið undrandi: — Ertu að fara eitthvað að heiman, Ármann kennari? — Nei, en ég ætlaði að bjóða aðstoð mína við utan- 284 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.