Heima er bezt - 01.08.1959, Qupperneq 29
bæjarstörfin í fjarveru húsbóndans. Er Lilja ekki ein
að annast þau?
— Jú, hún er ein, og það verður áreiðanlega vel þeg-
ið að þú veitir henni aðstoð þína. — Kennarinn dregur
þykka skinnhanzka á hendur sér og gengur síðan fram
úr herbergi sínu.
— Lilja er víst í fjárhúsunum, kallar Anna á eftir
honum.
— Ég veit hvar hún er.
Anægjubrosi bregður fyrir á andliti Önnu húsfreyju.
Armann er indæll og glæsilegur piltur, eftirsóknarverð-
ur tengdasonur, en sú hugsun vakir stöðugt í vitund
húsfreyjunnar í Austurhlíð.
Kindurnar raða sér á garðann og Lilja leysir ilm-
andi töðuna inni í hlöðu og ber fram í garðann fyrir
fénaðinn. Allt er kyrrt og hljótt úti og inni, nema
skrjáf kindahornanna við garðabandið öðru hvoru. En
skyndilega heyrir Lilja marra í hjarninu fyrir utan fjár-
hússdyrnar, og högg er drepið á hurðina. Hver skyldi
þar vera á ferð? Ekki getur faðir hennar verið kom-
inn aftur. Hún bíður og opnar ekki strax. En brátt
kveður við annað högg.
Lilja gengur að dyrunum og lýkur þeim upp. —
Ármann kennari! hrýtur henni af vörum.
— Já, Lilja, ég er kominn til að hjálpa þér við úti-
störfin, móðir þín bjóst við, að það yrði vel þegið. —
Hann gengur óboðinn inn í fjárhúsið. Lilja hallar aftur
hurðinni, svo að eigi sé hætta á að kindur hlaupi út,
svo snýr hún sér að Ármanni og segir einbeitt. — Ég
þarf enga hjálp, enda er ég að verða búinn að gefa fénu.
— Ég hjálpa þér þá með það, sem eftir er.
— Þess gerist engin þörf. — Lilja stígur léttilega upp
í garðann og hraðar sér inn í hlöðuna á ný, en Armann
kemur þangað á eftir henni. Hún lætur sem hún sjái
hann ekki og keppist við að bera heyið fram á garð-
ann. Hún vill komast sem fyrst heim úr fjárhúsunum
að þessu sinni.
Ármann tekur fullt fang sitt af heyi og fylgist með
Lilju. Hún lætur það afskiptalaust, og brátt er tiltek-
inn heyskammtur fjárins kominn fram í garðann.
Lilja gengur aftur inn í hlöðuna, sópar yfir gólfið og
stingur heynálinni (króknum) á sinn stað, og ætlar síð-
an að halda sína leið. En Ármann kennari er skyndi-
lega kominn fast að hlið hennar og segir brosandi:
— Hvað er næsta verkefni, Lilja?
— Að fara heim.
— Er þá útistörfunum lokið?
— Já-
— Þá áttu frí, og þér liggur ekkert á að ganga til
bæjar. (Framhald).
BARNAGETRAUN
Hér kemur þrautin, sem yngri lesendur „Heima er bezt“ eiga
að spreyta sig á, ef þeir vilja taka þátt í barnagetrauninni í
þessum mánuði og hafa möguleika á að fá ein af hundrað
PEZ-verðlaununum. Hér sjáið þið mynd af PEZ-hylki og
pakka með PEZ-töflum í eðlilegri stærð. Nú er galdurinn
ekki annar en sá, að geta upp á því, hve margar töflur eru
í hverjum óuppteknum PEZ-pakka. En til að hjálpa ykkur
svolítið, getum við upplýst, að það eru annað hvort 7,14 eða
29 töflur í hverjum pakka. Og hvað haldið þið þá að töfl-
urnar séu margar?
Skrifið lausnina á sérstakt blað ásamt nafni ykkar og heim-
ilisfangi. Setjið blaðið í umslag, sem þið auðkennið með
orðinu Barnagetraun og sendið síðan til Heima er bezt, póst-
hólf 45, Akureyri.
Ráðningar þurfa að hafa borizt í
síðasta lagi 20. september. Ef að
fleiri en hundrað réttar ráðningar
berast, þá verður dregið um verð-
launin.
Heima er bezt 285