Heima er bezt - 01.08.1959, Page 33
„Ég sagði honum það, að ég færi ekki frá honum,
fyrr en konan hans kæmi heim, en nú vita allir að hún
kemur aldrei, svo að þá sérðu, hvort mér kemur ekki
heimilið við, kerli mín.“
„Ég vona, að hún fari bráðum að koma,“ sagði Geir-
laug. Hana sárlangaði til að setja ofan í við Ásdísi eins
og Boggu, þegar hún var með eitthvert heimskuþvaðrið,
en þessari kvensnift var hún svo ókunnug. Þar að auki
var hún svo umsvifamikil, að það gustaði af henni, þeg-
ar hún þeyttist innan um bæinn.
„O, þú ert víst sú eina, sem álítur það,“ svaraði Ásdís.
„Já, sem betur fer kemur hún nú bráðlega heim, fyrst
hún er farin af spítalanum. Annars færi ég sálfsagt að
hafa mig burtu.“
Það voru erfiðir tímar, sem í hönd fóru fyrir Ásdísi.
Hún fann, að hún var ekki álitin annað en hver önnur
vinnukona, sem mætti segja fyrir verkum. En hún var
hrædd við Gerðu og hafði sig hæga í návist hennar.
Eitt sinn bar Ásdís það í tal við Kristján, að hún vildi
bera fyrir hann matinn inn í skrifstofu, eins og gert
hafði verið, þegar hún hafði verið hér áður.
„Það er nú af sú tíð,“ sagði hann. „Það er ekki svo
margt fólkið hérna, að það þurfi að tvískipta því. Ég
borða sjálfsagt hérna frammi, þangað til kona mín og
sonur koma heim. Þá borðum við inni í húsi,“ svaraði
hann.
„En ég ætlaði nú svo sem að sitja til borðs með þér,“
sagði hún brosandi.
Því svaraði hann engu.
Stofan og skrifstofan voru alltaf Iæstar. Þar gekk
enginn um, nema Kristján sjálfur einstaka sinnum.
Einn daginn sá Ásdís, að hann lét lykilinn að skrif-
stofunni á nagla, þar sem skugga bar á fyrir aftan hurð-
ina. Hún var fljót að taka hann, þegar Kristján var horf-
inn út úr dyrunum. Nokkru seinna heyrðust gargandi
drunur frá orgelinu.
Gerða og Geirlaug litu forviða hvor á aðra, og svo
hljóp Geirlaug inn að skrifstofudyrunum.
Ásdís sat á orgelstólnum og studdi öllum sínum fingr-
um á nóturnar.
„Ásdís!“ kallaði Geirlaug, skelfd á svip. „Ertu alveg
gengin af vitinu? Ætlarðu kannske að gera orgelið
ónýtt? Ég veit nú svo sem ekki hvað hann Kristján
segði, ef hann sæi og heyrði til þín.“
Ásdís hló storkandi hlátri: „Hvað er nú þetta? Það
væri hægt að hugsa sér að það væri kviknað í bænum,
eftir svipnum á þér að dæma. Það er sjálfsagt ekki svo
mikill vandi að garga á þetta orgel, að það geti ekki
fleiri en prestdætur,“ sagði hún.
„Farðu bara samstundis fram, eða ég kalla á Kristján.
Hann er hérna skammt frá. En það er þó ekki vani minn
að klaga hjúin héma,“ skipaði Geirlaug.
„Hann segði sjálfsagt ekki mikið við mig,“ sagði Ás-
dís og brosti sigursælu brosi. „Hann, sem ætlar að kenna
mér að spila á orgelið.“
„Vertu ekki með neina lygi,“ sagði Geirlaug. „Hann
ætti þá að kunna það sjálfur, áður en hann færi að kenna
það.“
Þá birtist sótkrímótt andlit Gerðu í dyrunum og Stína
gamla spákona fyrir aftan hana, og báðar voru glottandi.
„Séð hef ég köttinn synga á bók,“ sagði Stína. „Hún
er hreint ekki óefnileg. Bara farin að spila á orgelið!
Kannske lætur henni það betur en sláturgerðin.“
„Hafðu þig heldur fram til að fara að sauma kepp-
ina. Það fer að standa á þeim,“ sagði Gerða. „Þó að þér
farist það ekki hönduglega, þá held ég að þú takir þig
betur út þar!“
Þá stóð Ásdís upp af stólnum og sagði gremjulega:
„Þið eruð allar bölvaðar nöðrur í minn garð. Það væri
réttast að ég klagaði ykkur fyrir húsbóndanum.“
„Þú hefðir nú sjálfsagt ekki mikið upp úr því, skinnið
mitt,“ sagði Gerða.
Stína gamla gekk beina leið suður að Þúfum til að
segja þessar fréttir. Mægðurnar þar voru reyndar búnar
að heyra sitt af hverju eftir Boggu greyinu. — Hún
væri víst framúrskarandi hroðvirk innanbæjar, þessi
manneskja, og heimsk að sama skapi. Kristján hefði
stundum þrifað kústinn og sópað bæjardyrnar eftir
hana, en hann talaði aldrei um slíkt við hana, og við
Geirlaugu var hann nú svo hlýr, því að hana vildi hann
ekki missa fyrir nokkurn mun. Náttúrlega myndi hann
vita, að heimilið kæmi til með að líta út eins og skræl-
ingjabæli, ef hún færi.
„Þvílík ósköp að hugsa sér það heimili,“ sagði Engil-
ráð gamla. „Það er mikið, sem það má þola svona innan
bæjar. Hið ytra er ekki hægt að segja annað en að séu
framfarir og snyrtimennska. Okkur fannst náttúrlega,
að Rósa væri heldur lítilfj örleg í samanburði við móð-
ur sína, en allt var þó fínt og snyrtilegt hjá henni og
hún sjálf líka, blessunin, og svo áttu þetta að verða for-
lög hennar. Jóhanna var nú langt frá því að vera álitleg
bústýra, en þó var hún hátíðleg hjá þessari óskemmti-
legu manneskju. Þvílíkt ólán, að hún skyldi eiga að
setjast í sætið hennar maddömu Karenar! Það mátti nú
segja, að það var óhappasending, þegar Kristján Hart-
mannsson kom í þessa sveit.“
„Ja, það þótti ekki trúlegt, þegar ég sagði, að hann
myndi ekki lengi njóta álits og virðingar sveitarinnar,“
sagði Stína gamla hreykin.
Haustið leið fram að hreppaskilum.
Ásdís átti litlum vinsældum að fagna innan bæjar, en
húsbóndinn var hrifinn af dugnaði hennar utan bæjar,
enda var hún alltaf utan um hann, ef eitthvað þurfti að
gera. Það var mikill munur að vinna með honum eða að
vera inni, þar sem hún var lítilsvirt og hlegið að henni
og næstum hvert orð, sem hún sagði, flutt út af heimili,
til að láta hlæja að því. Þær streittust og toguðust um
yfirráðin í maskínuhúsinu, hún og Geirlaug, en það
reiptog fór þó fram þegjandi.
Éoksins minntist Geirlaug á það við húsbóndann, að
það væri víst bezt að hún færi burtu. Ásdís vildi taka
Heima er bezt 289