Heima er bezt - 01.08.1959, Page 36
333. „Jæja, karlinn, þá hefi ég þó loks-
ins náð í þig!“ hrópaði Perlberg sigri
hrósandi. „Að þessu sinni skaltu svei
mér ekki smokra þér undan. Komdu nú
bara undireins, svo ég geti talað við þig.
Nú duga þér engar kúnstir, lagsmaður!"
334. Ég þarf víst ekki að segja, að þessi
fyrirskipan Perlbergs varð ekki mikils
virði. Ég var ekki lengi að hugsa mig
um, heldur kallaði á Mikka og hleyp af
stað eins og fætur toga út i skóginn.
335. Skógareldurinn hafði læst sig víðs
vegar um skóginn, svo að ég komst ekki
leiðar minnar, eins og ég hafði ætlað,
en verð að hörfa út á dálítinn tanga,
sem lá út í allstóra skógartjörn. Undan-
komu er ekki auðið.
336. Perlberg hafði elt mig og sér óð-
ar, að nú er ég í vanda staddur. Þykist
hann nú heldur en ekki hafa hönd í
hári mínu. En án þess að hika stekk ég
út í tjörnina og syndi frá landi.
337. Þetta kom Perlberg heldur en
ekki á óvart. Hann stóð glápandi á
bakkanum, vitstola af bræði og var
stundarkorn að átta sig. Síðan kallar
hann hástöfum og skipar mér að snúa
við og koma aftur.
338. Hróp hans og köll höfðu nú ekki
sérlega mikil áhrif á mig! Og heldur
ekki á Mikka . . . Það eru ekki nema
hundrað metrar yfir tjörnina, og senn
erum við komnir yfirum.
339. Perlberg ætlar sér nú að labba
umhverfis tjörnina, en verður þess brátt
var, að nú hefir eldurinn lokað öllum
leiðum til baka. Hann kemst því alls
ekki burt úr tanganum, og eldurinn
magnast enn.
340. Hann hleypur nú fram og aftur
um tangann og hörfar undan hitanum
af eldinum. Hann verður hræddari og
hræddari, og loks alveg vitstola af skelf-
ingu. Nú er honum fyllilega Ijóst, hvern-
ig hann er staddur.
341. Þessi sjálfbirgingslegi og miskunn-
arlausi lögmaður er nú í einu vetfangi
orðinn að skjálfandi óttaslegnum ræfli.
Hann hrópar nú hástöfum af öllum
mætti og biður Ola að koma og hjálpa
sér.