Heima er bezt - 01.09.1959, Side 4

Heima er bezt - 01.09.1959, Side 4
MATTHIAS JOHANNESSEN: SiPuréur A. igurður A. Magnússon er þegar þjóðkunnur maður sem rithöfundur og gagnrýnandi á bæk- . ^ ur, þótt enn sé hann ungur að árum. Hafa grein- ^—'' ar hans um bókmenntir, ferðasögur hans og ljóð vakið athygli og umræður víða um land, því að ýmsir eru honum ósammála í viðhorfum til höfunda og bók- menntastefna. Kunnust bóka hans er Grískir reisudagar, en víðlesnastar eru greinar hans í Morgunblaðinu. Sig- urður er maður víðförull og fjölmenntaður og kann því skil á mörgum hlutum. Hann er einarður í skoðun- um og hikar hvergi við að fara sínar eigin leiðir. Nú í haust gefur Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri út eftir hann ritgerðasafn, sem hann hefur valið heitið „Nýju fötin keisarans11. Birtist þar í bókarformi úrval af greinum þeim, sem hann hefur skrifað undanfarin ár í blöð og tímarit, og er nokkru við aukið. Er í bók þessari rætt um marga bókmenntafrömuði, einkum er- lenda, íslenzka Ijóðagerð og ýmis menningarmál. Þá eru þar allmargir bókadómar, en þá hefur hann skrifað marga og athyglisverða. Loks eru í bókinni nokkrar greinar á dönsku og ensku. Mun marga fýsa að kynna sér bók þessa, því að þar kennir margra grasa. Höfundurinn gerir eftirfarandi grein fyrir bókinni í formála: „Greinarnar, sem hér er safnað saman á einn stað, eru til komnar af ólíkum tilefnum og undir ýmsum kring- umstæðum. Að sjálfsögðu spegla þær ekki allar sömu viðhorf, enda taka þær yfir tæpan áratug á umbrota- tímum. Hins vegar finnst mér sjónarmiðin, sem koma fram, vera í fullu gildi.... Ég hef valið bókinni hið fræga nafn á ævintýri H. C. Andersens vegna þess, að hér er fjallað um efni, sem menn eru ekki alltént á eitt sáttir um. Skáldskapur er ævinlega umdeild iðja, og skáldskapur þessarar aldar er það sérílagi. Þar sem ég og mínir iíkar sjá glæstan vefnað og vel unninn, sjá aðrir hvorki tangur né tetur. Það verður að ráðast, hvort lesari þessara greina sér ekkert nema „berstrípaðan keisarann“ í samtímabókmenntum, en hér er sem sagt gerð tilraun til að skýra frá nokkru af því, sem mesta athygli hefur vakið í skáldskap og öðrum listum úti í heimi. Slík viðkynning glæðir von- andi áhuga eða skilning einhverra á því, sem ungir menn á íslandi eru að leitast við að gera og segja. Síðan ég byrjaði að skrifa um bækur að staðaldri í Morgunblaðið í desember í fyrra, hef ég birt um sextíu bókadóma. Af eðlilegum ástæðum taka þeir aðeins til lítils hluta þeirra bóka, sem út komu á tímabilinu. Ég hef valið í þessa bók dóma um nokkur beztu verkin, Ma önússon sem ég las á þessu rúma ári, en auðvitað fóru mörg góð verk fram hjá mér. Það er með ritdóma eins og önnur mannanna verk, að oft er maður milli vonar og ótta um, hvort tekizt hafi að segja það, sem máli skipti. Ég birti þessa bókadóma á ný í þeirri trú, að þar hafi ég komizt eins nærri því og mér var unnt að segja það, sem mér bjó í brjósti.“ í tilefni af útkomu bókarinnar, flvtur „Heima er bezt“ nú mynd Sigurðar A. Magnússonar á forsíðu, en Matt- hias Johannessen, ritstjóri, hefur sýnt blaðinu þá góð- vild, að skrifa fyrir það eftirfarandi grein um Sigurð. Reykjavík 16. ágúst 1959. Herra ritstjóri. Ég sendi yður dálítinn pistil um Sigurð A. Magnús- son eins og þér hafið beðið mig um. Mér væri frekar óljúft að sjá þetta lúsaletur mitt á prenti, en þar sem ég vil ekki standa í veginum fyrir sölu á þessu ágæta tímariti yðar, læt ég það afskiptalaust, ef ég verð ekki dreginn inn í auglýsingafokið við útkvámu þess. Ég held Sigurður A. Magnússon hafi einhvern tíma sagt mér, að hann hafi fyrst orðið ástfanginn 5 ára. Það er ekki ýkjalangt síðan og hann er enn dálítið undar- legur, guði sé Iof og dýrð, en jafnframt skemmdlega heilbrigður á borgaralega vísu, ef hann telur það þjóð- félagslega nauðsyn. Þá gæti maður jafnvel haldið, að hann hygði á forsetaframboð. En á slíkum stundum hlustar hann samt með öðru eyranu á „hjartaslög vakn- andi borgar“, fýsandi þess að lifa með henni sterkt, bæði í gleði og sorgum. Lifa örlög hennar, láta hana pressa sig eins og sítrónu eða kreista úr sér hvern blóð- dropa, og hressa svo upp á heilsuna með volgri flösku af rauðvíni. Mér er ekki grunlaust um að náin kynni Sigurðar af grískum gullaldarbókmenntum og þessari ágætu þjóð sem rekur ættir sínar til Hómers eins og íslendingar til Einars í Eydölum hafi veikt mótstöðu- kraft hans gegn stórum og háskalegum örlögum eða míra, því hann hefur ríka tilhneigingu til að gæla við harmleikinn eins og matador við blóðug horn nautsins. Leit að fullnægju, getur maður sagt, það sldptir engu máli í hvaða mynd hún er, einungis ef hún er fullnægja. Ég held hann vilji upplifa samtíð sína eins og Sófókles harmleiki sína. En harmleikir geta orðið dálítið ónota- legir, ef þeir eru annars staðar en á bókum eða leik- sviði. Sigurður lætur það lönd og leið, hann veit, að hann á að deyja, en trúir ekki á það frekar en Anatole France eða við hin. 296 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.