Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 5

Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 5
Sigurður segir í aflátsbréfi sínu sem hann kallar Gríska reisudaga að hann vilji glæða áhuga íslendinga á merkustu þjóð veraldar, Grikkjum, og bætir því við að hún eigi „ótrúlega margt sameiginlegt með okkur“. Sá sem tekur svo til orða þekkir íslendinga betur en flestir aðrir og er ekki allur, þar sem hann er séður. Ekki vissi ég fyrr en ég las þessi orð, að Sigurður hefði eignazt lykilinn að leyndardómi diplómasíunnar, en um það er ekki að villast úr þessu. Ef hann hefði t. d. sagt að Grikkir væru gáfaðasta þjóð veraldar, hefði mátt búast við hljóði úr einhverju viðkvæmu horni. En fleira eru hót en gjafir, geta Grikkir sagt, þegar þeir íhuga gullhamra Sigurðar og virða fyrir sér enosis-svipinn í augum hans. Sannleikurinn er sá að engin þjóð er ann- arri merkari. Flestar þjóðir eiga merkileg menningar- skeið í sögu sinni. Svo kemur hrokinn, hnignunin. Þá minna þær á gagnrýnanda, sem er hættur að geta hrifizt af bókmenntum samtíðar sinnar og sér enga leið aðra til úrbóta en þá að hann skrifi sjálfur skáldsögu, Ijóð eða leikrit. En þegar það mistekst sendir hann vini sín- um biblíuna með áritun frá höfundi. — Sigurður veit að það er óhappasælt fyrir þjóðir og einstaklinga að búa um sig í tunnu cins og Díogenes forðum og biðja nýjan tíma að flytja sig svolítið til þess að sólin geti skinið á menn. Demosþenes og margir aðrir góðir menn tróðu Grikkjum í tunnur, þegar Alexander mikli var að opna „heiminum“ nýja veröld, og á sama hátt hefur verið reynt að setja pækil á íslendinga, ekki sízt nú á okkar óvissu dögum, þegar við höfum komizt með ágætu sam- starfi við skyldar lýðræðisþjóðir í nánari snertingu við umheiminn en nokkurn tíma fyrr í sögunni. Sigurður kann vafalaust að meta margs konar snertingu, en sam- starfið við NATO-ríkin er honum hjartans mál eins og sést af því að hann tekur sér gjarna frí frá störfum við Morgunblaðið og skundar á fundi félaga Atlantshafs- ríkja í New York, París eða London, ef hann hefur tíma fyrir bókadómum og menningarlofi, og útbýtir fróðleiks- og áróðursbæklingum þess á milli. Af þessu og öðru má sjá, að hann er lítt hrifinn af tunnupólitík Díógenesar og álítur þjóðarhroka hans og Demosþenes- ar ekki hæfa öðrum en kommúnistum, en þeim upp á sama máta og þegar skel hæfir kjafti. Líklega hefði hann verið ákafur fylgismaður Magnúsar Stephensens á sínum tíma nema í því að leggjast gegn prentun á ís- lendinga sögum, og þó er aldrei að vita upp á hverju menn geta fundið, þegar samkeppnin er hörð og tvísýn. Skömmu áður en bókaverzlun Eymundssonar var rif- in, var ég boðinn þangað í síðdegisdrykkju. Vinur okk- ar beggja sagði við mig, þegar ég kvartaði yfir því að ég vissi aldrei, hvað ég ætti af mér að gera í slíkum veizl- um: — Drekktu bara úr tveimur glösum, sagði hann, og þá veiztu þetta allt saman og miklu meira. Sigurður veit, hvenær hann á að drekka úr tveimur glösum og hann veit líka, hvenær hann á ekki að drekka úr fjór- um glösum, en einmitt það getur verið harla mikilsvert í því ábyrgðarmikla starfi sem hann nú gegnir og sumir kenna við tízku, en aðrir bókmenntir. Hann er fastur i skinninu bæði í Ijóðum sínum og ritdómum og efast ég ekki um að sá kostur komi skýrt fram í Nýju fötunum keisarans. Hann er einnig afkastamikill og dettur mér þá í hug það, sem ungur nemandi ísaks Jónssonar sagði við mig ekki alls fyrir löngu, alvarlegur og fullur lotn- ingar: — Hann ísak, sagði hann, hefur framleitt margar bækur. Enginn hefur haft jafnmikil áhrif á Sigurð A. Magnússon og faðir hans nýlátinn, þó hann hafi ekki sótt til hans diplómasíuna og staðfestuna. Aftur á móti hefur hann fengið ýmislegt annað úr blóði Magnusar föður síns og ýmislegt af því ekki síður nauðsynlegt til að fullgera myndina af póetískum kleifhuga og mjúklyndum, en hrifnæmum ofstopamanni. Sigurður segir að vísu það sé eini hættulegi veikleiki sinn í lífinu að hafa aldrei getað orðið ofstækismaður, en þó byrjaði hann að prédika í KFUM á barnsaldri og hætti því ekki fyrr en Eva rétti honum eplið og síðan hefur hann alltaf verið að smánarta í eitthvert epli, sum súr önnur sæt, og það hefur líklega haldið honum í skefjum hing- að til. Einnig hafa allnáin kynni hans af Indverjum kennt honum að meta meðalhóf, en Indverja dáir hann næst Sigurbirni Einarssyni og Grikkjum; þeir hafa skrif- að bók allra bóka, Kama Sutra, en í fimmta hluta henn- ar eru þessi vísu orð sem hann hefur vafalaust einhvern tíma kynnt sér: „Vitur maður á aldrei að hugsa um að forfæra konu, sem er óttaslegin, hrædd, óáreiðanleg, er í strangri gæzlu eða húsi tengdaforeldra sinna“. Þegar ég nú í sumar skrifaði stutt eftirmæli um Magnús, föður Sigurðar, komst ég m. a. svo að orði, að hann rninnti okkur á að stundum væri oflítill sjór fyrir stóru hafskipin, þó hin minni fljóti yfir blindsker- in. Þetta má einnig til sanns vegar færa um Sigurð, þó hann hafi hingað til siglt hátt og mikinn og komizt fyr- ir Keilisnes eins og Stjáni blái. Enginn maður er eyland, segir Donne, sá vísi maður. Það veit Sigurður og þess vegna segir hann í fallegu minningarljóði um föður sinn: Þú dóst inní mig með þitt heila hjarta og stoltu sakbitnu sál. Þú dóst inní mig og dvelur í mér einsog þeir dagar sem fylltu mig fersku lífi. Og þegar móðir hans deyr segist hann ekkert eiga „aðhall höfði“, enda var hann þá aðeins 9 ára gamall og mjög hændur að móður sinni. Það var litlaus dagur, miskunnarlaus og viðbjóðslegur, þar sem hann klifraði yfir fjallseggjarnar með svart ský í annarri hendi og járnstaf í hinni. Guð hafði meira að segja brugðizt, Magnús líka — allir nema glófextur gæðingur með stór spyrjandi augu sem störðu á drenginn eins og Iind Narkissosar og hann reyndi að þvo sér í henni og sá þvottur stendur enn yfir, þegar þessar línur eru skrif- aðar. Matthias Johannessen. Heima er bezt 297

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.