Heima er bezt - 01.09.1959, Side 6

Heima er bezt - 01.09.1959, Side 6
HALLDOR STEFANSSON: V eðurstöðin egar Bretaveldi hernam ísland vorið 1940 lýsti það hátíðlega yfir því, að það hyggðist ekki að hlutast til um löggjöf né landstjórn á landi hér að einu né neinu leyti. Nær samtímis þessari yfirlýsingu brezka heimsveldis- ins gerðist það, að Alþingi íslendinga og „Þjóðstjórnin“, sem „handhafi konungsvalds“ setti lög, sem lögðu blátt bann við að útvarpa veðurfregnum og veðurspám, eða birta á annan hátt opinberlega. Veðurfregnir og veðurspár var sá þáttur útvarps- starfseminnar, sem almennastur áhugi var á, og sá, sem almennast gildi hafði. Bændur og búaliðar höfðu þær til leiðbeiningar við heyverk, fjárgæzlu o. fl„ sjómenn við fiskveiðar og sjóferðir. — Afá ætla að veðurspárnar hafi forðað frá hrakförum og slysum ekki allsjaldan, bæði á sjó og landi. Fyrr umgetið bann við veðurspám og veðurfregnum verður því að teljast dularfull ráðstöfun og furðuleg „landsföðurleg“ forsjá, ef trúnað mátti leggja á fyrir- heit brezka heimsveldisins. Nú víkur sögu til Ósfjalla á milli Héraðsflóa og Njarðvíkur. Snemma í maí vorið 1944 voru tveir vélbátar frá Bakkagerði í Borgarfirði í vöruflutningaferð til Kross- höfða, lendingar við Héraðsflóa, út nokkuð frá Sel- fljótsósi. Hafði hvor bátur vörupramma í togi. Tveir menn voru á hvorum báti. Land var alsnjóa milli fjalls og fjöru, og hafði verið lengi. Þegar komið var fyrir Kögur og á leið inn með Ós- fjöllum, sáu bátsmenn glöggar slóðir uppi í fjallinu. Hugðu þeir, að þær væru annað hvort eftir Njarðvík- inga eða menn frá Ósi og gáfu því ekki frekari gaum. Á heimleið kom mönnunum í öðrum bátnum í hug, að renna upp í svonefndan Selvog, utarlega með fjöll- unum, os; kunnur leikvangur sela. Þeir höfðu veiðibyss- ur sínar og skotfæri með sér og hugðu gott til fangs, ef „Kobbi“ væri þar fyrir. Festu þeir pramma sinn við pramma hins bátsins, tóku vélina í sínum báti úr gangi og reru sem hljóðlegast inn í voginn. Þegar þeir höfðu lent bátnum við klettahlein öðrum megin vogarins og lituðust um var þar enga seli að sjá. F.n upp frá voginum sáu þeir mann, sem reyndi að fela sig bak við allstóran stein, en þó ekki nógu stóran til að skýla honum. Mun manninum hafa skilizt, að þeir höfðu séð hann og kom þá til þeirra og varpaði á þá kveðju á bjagaðri íslenzku. iVIaðurinn var fáklæddur og hélt á handklæði, eins og hann hefði ætlað að fara að svnda í sjónum. Hann var að ágizkun Borgfirðinganna um fertugs aldur og vel á sig kominn. í Osfjöllum Nær samstundis voru þarna komnir tveir menn aðrir, en fullklæddir voru þeir skjólgóðum ullarfötum, þykk- um prjónapeysum og vaðmáls-pokabuxum. Þetta voru ungir, vasklegir menn. Þeir heilsuðu á hreinni íslenzku. Það fyrsta sem aðkomumennirnir spurðu Borgfirð- ingana um var það, hvort þeir hefðu byssur og játuðu þeir því. Þar næst tóku þeir að spyrja frétta af stríðinu. Virtist Borgfirðingunum spurningarnar lýsa því, að þeir hefðu ekki frétt af því langan tíma. Þessu næst tóku mennirnir, óspurðir, að gjöra grein fyrir veru sinni þarna. Þeir sögðust vera veðurathug- unarmenn fyrir íslenzku stjórnina. Fyrir fjórum dög- um hefðu þeir komið norðan yfir Héraðssand. Nú hefðu veðurathugunartækin bilað og væru þeir að búast til Seyðisfjarðar til að fá gert við þau. Svo sem þessi frásögn ber með sér, áttu ókunnu mennirnir frumkvæði að viðræðunum. Borgfirðingun- um þótti þetta allt grunsamlegt og vildu sem minnst segja, né önnur mök við þá hafa og spurðu því einskis. Þeir köstuðu því kveðju á vogbúana jafnskjótt sem hlé gafst fyrir spurningum og létu frá landi. — Segir nú ekki af vogbúum um sinn. En það er af Borgfirðingunum að segja, að þeir „keyrðu“ bátinn allt hvað af tók heimleiðis, til að segja frá þessu „ævintýri“ sínu. Var fregnin samstundis sím- uð sýslumanninum á Seyðisfirði, en hann gerði foringj- um setuliðsins þegar aðvart. Undir morgun næsta dag var komið bandarískt her- skip á leguna á Borgarfirði. Bandaríkjaher var þá búinn að fá í hendur hernámið úr höndum Breta. Herforingj- ar komu í land, leigðu vélbát til farar norður í Selvog og réðu leiðsögumann farar, Þórð Jónsson, annan Borg- firðinginn, seni verið hafði í veiðiförinni til Selvogs. Auk hans og bátsformanns fóru svo tveir herforingj- ar og þrír liðþjálfar með bátnum til Selvogs en herskip- ið lá eftir á Borgarfirði. — Voru hermennirnir allir vel vopnum búnir. Þegar til Selvogs kom voru veðurstöðvarmenn allir á bak og burt. Stöðvar þeirra fundust í helli í hamri ofan við voginn. Furðu vistlegt var þar og vel um búið. Matvæli og ullarfatnaður var þar í tilluktum ílátum og nóg af lyngi undir í legubólum þeirra. Til auðrar jarðar töldu menn að ekki hefði getað náðst í fimm undanfarnar vikur. Þótti af því augljóst, að annað hvort hefðu hellisbúar sagt ósatt um dvalar- tíma sinn í Selvoginum, eða að aðrir menn hefðu hafzt þar við á undan þeim. Þótti margt benda til, að þarna hefði verið hafzt við lengi, jafnvel árum saman. Víkur nánar að því síðar. 298 Ileima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.