Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 9
BERGSVEINN SKÚLASON:
Á URÐAHLÍÐ
(Niðurlag).
3. Þegar ég skaut á örninn.
Örninn í hyrnunni og Snati, mórauði hundurinn
minn, elduðu löngum grátt silfur á Urðahlíð.
Það var ójafn leikur.
Snati var geltur og blauður, vanastur að láta segja
sér fyrir verkum, en þess á milli að flatmaga á bæjar-
hól eða lepja sull úr dollu við búrdyr.
Örninn var hvatur og herskár, með öllu óvanur að
láta segja sér fyrir verkum, né þiggja sinn deilda verð
við bæjardyr drottnara síns. Þar fór heldur enginn
seiðskratti eða galdranorn um loftið, þar sem hann bar
yfir. Eðli þeirra Kotkels og Grímu var honum ekld í
blóð borið, þó að sjálfsagt hafi forfeður hans verið
samtíma þeim hjónum á Urðahlíð. Víkingablóð rann í
æðum hans, heitt og rautt. Og í svipnum var eitthvað
af dirfsku og áræði þess sem hæst fer, og hverju sinni
er þess albúinn, að sigra eðá falla á opnu svæði.
Ög örninn var ráðríkur, eins og konungum ber að
vera — jafnvel um of. Auk þess, að vera einvaldur í
hömrunum á stóru svæði umhverfis hreiðrið sitt og um
víða vegu loftsins, vildi hann líka ráða ríkjum í grasi
gróinni hlíðinni fyrir neðan sig. En það var um of. Þar
þóttumst við Snati rninn eiga löndum að ráða.
Og þar kom, að okkur þótti frekja hans úr hófi
keyra.
Þegar líða tók á vorið, og sá tími nálgaðist, að drottn-
ing hans skyldi klekja út nýjum prinsi til að erfa ríkið
í hömrunum þegar tírnar liðu fram, gerðist frekja hans
svo mildl, að alveg gekk fram af okkur Snata. Þá var
ekki hægt að senda Snata eftir kindum í hlíðina hvað
sem við lá. Sá sem á varðbergi sat, hvort heldur að það
var nú konungurinn eða drottningin, fleygðu sér þá
ofan yfir hann með gapandi gini og spenntar klær, og
varð þá lítið úr Snata mínum, sem vonlegt var. Víg-
reifur örn er ekkert lamb að leika sér við, fyrir þann,
sem ekkert hefur sér til varnar nema kjaftinn. Snati
minn lagði því venjulega niður skottið, flýði sem fætur
toguðu og nam ekki staðar fyrr en við fætur mínar eða
í öruggu vígi undir kvið hryssunnar. En örninn hélt
hróðugur heim í ríki sitt.
Þetta þótti mér ekki gott, og kostaði mig, latan og
seinfæran, margan svitadropann, ef ég þurfti að ná kind-
um úr hlíðinni. Og ég hugsaði vini mínum, erninum,
þegjandi þörfina. Honum skyldi ekki lánast að leggja
undir sig alla Urðahlíð. Auk þess var hann farinn að
gera mér þann grikk, að skjótast út í eyjar og fæla æð-
_ arfuglinn. Ekki bætti það um fyrir honum.
Ekki var til neins að kasta að honum steini eða að
bræla í nágrenninu, sem var þó gamalt þjóðráð. Það
hafði ég reynt. Hann hristi bara hæruskotinn kollinn
yfir svoleiðis barnaskap og mat hann einskis.
Hér voru góð ráð dýr, og þurfti vel til að vanda.
Ekki vildi ég drepa örninn, enda er hann friðaður og
fáliðaður í landinu. En áminningu, sem hann skildi,
mátti gefa honum. Það hafði aldrei verið bannað, að
honum væru kenndir betri siðir en hann hefur tamið
sér. — Og næst þegar ég átti leið um hlíðina, hafði ég
með mér byssuna góðu, þá hina sömu sem ég svaf hjá
á Urðum forðum. — Og smalamennskan hófst. Allt fór
á sömu leið og áður. Þegar ég hóaði og sendi hundinn í
hlíðina, kom móflekkótta skassið óðar á vettvang, og
lét nú gulu, sterku lappirnar síga óvenju langt. — Örn-
inn var víst farinn að líta á sig sem eins konar verndara
kindanna, sem gengu í geiranum undir hreiðrinu hans.
Við þeim mátti ekki stugga.
En nú áttu ráð mín, eða áminning, að koma til fram-
kvæmda.
Bezt var að fara að öllu rólega.
— Ég staulaðist upp í hlíðina og sigaði hundinum
sem mest ég mátti, þó illa gengi. Bvssuna dró ég við
hlið mér, svo að hún líktist einna mest smalaprikinu
mínu. Og þegar sá klóguli lagði sem fastast ofan að
hundinum, og ekki var annað sýnna, en hann mundi
klóra honum eftirminnilega um bakið, hleypti ég af
skoti. — Færið var langt, og ekki rniðaði ég á skassið,
en svo nálægt því sem ég þorði, án þess að eiga á hættu
að hitta, því að hvorki vildi ég drepa eða særa örninn
né hundinn. — Skotið bergmálaði í fjallinu, og púður-
reykurinn gaus upp skammt þar frá sem viðureignin
átti sér stað.
Heima er bezt 301