Heima er bezt - 01.09.1959, Qupperneq 10
— Hundurinn rak upp æðisgengið ýlfur og hljóp
heim sem fætur toguðu, og hafði ég ekki meiri not af
honum í þeirri smalamennskunni.
— En örninn?
— Aldrei hefur nokkurri skepnu orðið svo hverft
við, sem honum í þetta sinn. — Hann datt. Missti flugið
og hlammaðist ofan í hlíðina. Kom þó niður á lappirnar,
enda var fallið ekki hátt. Rúm hundshæð.
— Var hann særður?
— Ég hraðaði mér til hans, og komst undarlega nærri
honum. — Ég hef aldrei komist svo nærri lifandi erni.
— Gapandi af undrun og skelfingu horfði hann á
mig, og eldur brann úr hinurn fránu augum. En hann
var ósærður. «
— Að andartaki liðnu áttaði hann sig. Brá fyrir sig
vængjunum og hóf sig til flugs.
Hvílík vængjatök!
Loftið var barið af þeim krafti og hörku, sem til var
í hinum sterka búk. Það söng í hverri fjöður, þegar
hann sveiflaði sér út með hlíðinni, og hraðinn var meiri
en ég hef séð á nokkrum fugli fyrr né síðar. Að ör-
skotsstund liðinni sveif hann á breiðum vængjum í óra-
hæð yfir efstu brúnum fjallsins. Drottningin, sem sat í
dvngju sinni, rauk upp þegar hún sá bónda sinn detta.
og nokkrar fjaðrir fuku úr rassinum á henni. Svo hverft
varð henni við.
Var það furða!
— En skamma stund verður hönd höggi fegin. —
Óvinurinn var að vísu sigraður — flúinn. í hvert skipti
sem hann sá til til ferða minna, lyfti hann sér til flugs
af klcttunum og sveif í mikilli hæð yfir fjallinu meðan
ég var nokkurs staðar nálægur. — En ærnar, þær stóðu
aídrei fastar í græna geiranum en nú. Og þegar ég ætl-
aði að senda hundinn cftir þeim, fékkst hann ekki fet
frá fótunum á mér. Hann lagðist niður ylfrandi. —
Svona lánaðist þessi auðunni sigur.
— Það var ekki fvrr en síðsumars, þegar þessi kon-
ungshjón höfðu leitt prinsinn sinn úr hamraviginu í
fjaílinu út í hlátæran geiminn, og þau svifu öll þrjú á
vængjum yfir efstu hrúnum í góðviðri haustsins, að allt
komst í eðlilegt horf með smalamennsku á Urðahlíð.
4. Gamall savmingur.
Það el- ævaforn sögn, að selurinn og svartbakurinn
hafi gert nicð sér svofelldan samning:
Svartbakurinn vakir yfir selnum, þegar hann sefur á
skerjum eða þarf á verði að halda af öðrum ástæðum. í
staðinn miðlar selurinn svarthaknum af feng sínum
þegar hann er á veiðum, lifur og (iðru góðmeti.
Þessi samningur ,er ákaflega hagkvæmur og kemur
sér vel fyrir báða. \ Selurinn sefur stundum fast, og á
marga óvini í heimkynnum sínum. Þá er gott að eiga
trúan vin, sem vakir á verðinum. — Og oft er hart í búi
hjá svartbaknum, einkum í hörðum vetrum, þegar fjör-
ur allar og innfirði leggur ísi, og fugl er fjær Iandi. Þá
veiðir selurinn á djúpmiðum, og má oft missa spón úr
aski sínum. Það kemur sér vel fyrir soltinn fugl. — Og
líklega er þessi samningur betur haldinn og virtur, en
margur skrifaður og vottfestur samningur, sem hin æðri
dýr, s. s. stjórnmálamennirnir, gera á miili sín.
Eitt sinn sem oftar átti ég leið inn með Skálmarfirði.
Á litlum tanga, sem gengur fram í fjörðinn við Núpa-
sel, lá nýfæddur útselskópur. Hann var slorblautur og
með öllu ósjálfbjarga. En friðsælt var ekki í kringum
hann. Á heldur hrottalegan hátt var hinn ungi selur
minntur á, að hann var ekki lengur fóstraður undir
mjúkum og hlýjum hrjóstum móður sinnar og varinn
þar fyrir öllu volki veraldarinnar, heldur kominn í
kaldranalegan heim, fullan af úlfúð og grimmd, þar sem
Iífið er miskunnarlítil barátta fyrir tilverunni. Nú var
legurúmið hans haustköld klöpp, sem grimmir vargar
sóttu að úr öllum áttum.
Tveir ernir sátu sinn við hvora hlið hans. Öðru hvoru
sóttu þeir að honum með þöndum vængjum, krepptum
klóm og bognu nefi. Nokkrir hrafnar hoppuðu glott-
andi á klöppunum í kring. Þeir hugðu gott til að kom-
ast í krás, ef örnunum tækist að ráða niðurlögum hans.
Þannig tók heimurinn á móti þessum nýja Sorgara.
Vrörn kópsins var ekki önnur en veikur grátur eða
gól, sem hann rak upp öðru hvoru. Urtan, móðir hans,
mókti framan við tangann, gerðist ærið hálslöng, horfði
á aðfarirnar, en hafðist ekki að í bili. En henni mun hafa
verið farið að þykja nóg um. Þegar aðsókn varganna
hafði staðið um stund og færðist heldur í aukana, tók
hún sig til, skreið upp á skerið til hans og lagðist hjá
honum. Ernirnir viku þá frá og hrafnarnir flugu garg-
andi upp í kletta, enda komið kvöld.
Ég Safði falið mig bak við stóran stein meðan þessu
fór fram, en labbaði nú heim.
Svo liðu nokkrir dagar, án þess að ég gætti að kópn-
um. Að þeim liðnum átti ég aftur leið um þessar slóðir.
Kópurinn lá enn í sama farinu og svaf. Elann var orð-
inn feitur og stobbaralegur. Móðir hans var hvergi sjá-
anleg, en ernirnir vöktu enn yfir veiði og létu dólgslega.
Þó var þeim sýnd veiði en ekki gefin. Hæst á tanganum
sátu tveir svartbakar og báru sig hermannlega. Hve-
nær sem ernirnir gerðu sig líklega til að nálgast kóp-
inn, lögðu þeir til atlögu og hröktu þá miskunnarlaust
á burt. — Móðirin hafði trúað þeim fyrir ósjálfbjarga
barni sínu, og þess skyldi vel gætt.
Ég átti enn ófarna nokkra tugi metra að kópnurn,
þegar þessir trúu þjónar hófu sig til flugs og lögðu ofan
að mér með hávaða og vængjaslætti. Það jók enn á ann-
ríki þeirra á verðinum. En þeir máttu ekki vera að því
að sinna mér, síður en svo. Óðar en þeir voru flognir af
tanganum til að bægja mér frá, hófu ernirnir sig á loft
og tóku að hlakka yfir kópnum. En þá voru svartbak-
arnir ekki seinir til. Þeir flugu ekki, þeir hentust til baka
í áttina til kópsins og lögðu svo óþyrmilega ofan að
örnunum, að þeir máttu fljótlega hypja sig á burt — og
nú sigldu þeir til fjalls.
Þá er alkunnugt meðal selveiðimanna, hvernig svart-
bakurinn vakir yfir útselnum þegar hann á vetrum ligg-
(Framhald, á bls. 311)
302 Heirna er bezt