Heima er bezt - 01.09.1959, Page 13

Heima er bezt - 01.09.1959, Page 13
bátunum voru menn með stuðpúða og stjaka, viðbúnir ef næsti bátur yrði of nærgöngull. Þá var betra að vél bátsins hikaði ekki í gangi eða stöðvaðist. Henti það, hlutu næstu bátar að lenda á hinum bilaða og gat þá ekkert forðað, hvorki stjórnkænska skipstjórans og lip- urð eða stuðpúðar og stjakar, broti, jafnvel á fleiri bátum en þeim eina, sem bilaði. Hættast var gangtreg- um bátum að verða fyrir, ef þeir lentu framarlega í flotanum. Þeir stærri og gangfrekari ráku á eftir. Var engu líkara en þar geystust frískir og óstýrilátir ung- hestar, sem reiðmennirnir hefðu lítt taumhald á eða ekkert. Já, það var augnayndi Eyverja að sjá bátaflot- ann leggja úr höfn í róður, sjón, sem ekki gleymdist skjótlega. Nú er þetta á annan hátt, síðan bátaflotinn má fara út á Ytri-höfnina og bíða þar burtfararmerkisins. Það er nú gefið með rafmagnsljósi frá landi og ber vel yfir. Á þeim árum, sem hér um ræðir og vertíðina 1928, voru flestir bátar óraflýstir. Einstaka höfðu þó einn rafgeymi og frá honum eitt eða tvö ljós. Þóttu þetta miklar gersemar, sem alltof fáir bátar voru aðnjótandi. Rafgeymar þessir eyddust fljótt að innihaldi og voru þess vegna sparaðir til notkunar. Þeir fengust hlaðnir á rafstöð bæjarins og höfðu starfsmenn hennar ekki svo lítil aukastörf þeirra vegna. En þeir þekktu þörfina fyr- ir gott ljós á sjónum og létu aukavinnu sína í té af fús- um vilja og endurgjaldslaust. Það voru þeir Dalabræð- ur, Sveinbjörn, rafstöðvarstjóri, Vilhjálmur og Hjálmar Jónssynir ásamt Oddgeiri Þórarinssyni. Slík raflýsing var mikil þægindi, öryggi og framför frá kerta og olíuluktunum, sem mjög erfitt var að láta lifa ljós á í illviðrum, roki og sjógangi. Morguninn þann 11. febrúar 1928 var SA-kaldi í Eyjum, sennilega um 5 vindstig á nútíma mælikvarða. Formenn lögðu að venju leið sína að glugga Söluturns- ins við Strandveg, til athugunar á síðustu veðurfregnum veðurstofunnar. I glugganum var ekkert rautt storm- skeyti og Barografinn strikaði pappírinn nokkurn veg- inn jafnt en þó aðeins niður á við. Allir formenn fóru þess vegna óhikað í róður og héldu til yztu fiskimiða er þá voru sótt á línuveiðum. Það voru fiskimiðin suð- ur og vestur af „Súlnaskeri“, „Geirfuglaskeri“ og nokk- MbIHansina VE 200. Heimaey, að vestan, Hamarinn. Til vinstri sést eyjan Brand- ur og A Isey. uð vestur fyrir „Einidrang“. Byrjuðu flestir bátarnir ferð sína suður með „Urðunum“, þ. e. austurströnd Heimaeyjar, og hafa sennilega flestir ætlað sér suður og vestur fyrir nefndar úteyjar. Einstaka bátur hélt þó norður fyrir „Klettinn“, þ. e. Yzta-klett — Heimaklett — Eiðið og vestur fyrir „Einidrang“ og var það venju- leg leið á þau fiskimið. Eins og aðrir bátarnir fór mb. „Hansína“ VE 200 í róður þessa nótt. Bátur þessi var 12 tonn að stærð, traustur og góður súðbyrðingur. Formaður á bátnum var Eyjólfur Gíslason frá Eystri-Búastöðum, Eyjólfs- sonar. Eru þeir feðgar kunnir Eyjamenn frá fiskveið- um og fjallaferðum. Eyjólfur hélt langt vestur fyrir „Hryggi“, sem kall- að er, þ. e. í útsuður. Vesturferðin gekk að óskum og ekkert sérlegt kom fyrir. Þar var svo línan lögð. Voru það 12 bjóð 6 strengja, sem var almenn línulengd í þann tíma framan af vertíð. Venjulegur lagningstími hennar var einn til einn tími og 20 mínútur. Þegar nú lagningu línunnar var lokið, var þegar kominn þunga vindur af SA og töluverð sjókvika. Dimmt var til lofts og sýnilegt að stormur var í aðsigi. Línan var þess vegna ekki látin liggja lengur en 30 mínútur eða rétt á meðan verið var að hita kaffi og drekka það í flýti, en þá farið að draga hana. Var strax sæmilegur fiskreitingur á henni og hélzt það alljafnt. Fengu þeir alls 505 þorska og töluvert af ýsu og smáfiski, sem ekki var talið. Fimm sinnum slitnaði línan í drættinum, svo honum var ekki lokið fyrr en klukkan hálffjögur eftir hádegi. Þá var kominn rokstormur af SA með slyddubyl. Gerðu þeir þá sjóklárt. Allt lauslegt, sem út gat tekið, var látið niður í lestina svo sem línubelgirnir með ávöfðum bólfærum eins og þá tíðkaðist. Ekki var þá siður að hafa segl yfir lestarlúkunni, en hins vegar skálkar viðhafðir og notaðir í slæmu veðri. Var nú tekin stefna til lands og stýrt í austur. Hvergi sá til kennileita en öll landsýn horfin í bylsortann. Um kl. 4 fór björgunarskipið „Þór“ (elzti Þór) fram hjá Hansínu. Hafði hann tvö flögg í lóðréttri línu uppi milli mastra, er gaf til kynna að veðurstofan spáði ill- viðri. Hjá mb. „Hansínu“ var allt í bezta lagi, svo Þór Heima er bezt 305

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.