Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 20
ÞATTUR
H VAÐ Ul NGl 3 MEMU |D ! |\ s
" STI !FÁN JÓ ^jp
Borgarfjaráar
E-^ f við, sem heima eigum í Reykjavík, ætlum að
«j heimsækja byggðir Borgarfjarðar, þá er um
. tvær leiðir að velja; — aðra á sjó en hina á
' landi. Ef við veljum sjóleiðina, þá tökum við
okkur far með Akraborginni, sem fer daglega til Borg-
arness. Akraborgin er nýtt og glæsilegt skip og vistar-
verur farþega ágætar. En þótt skip sé gott, og leiðin
fremur stutt, þá eru margir farþegar, sem færa Ægi
fórnir á þessari stuttu sjóleið, einkum þegar vestan ylgja
er í sjóinn.
En ef við erum veðurheppin og gott í sjóinn, þá er
sjóferðin skemmtileg, og þegar skipið leggst að bryggju
í Borgarnesi þá erum við strax á sögulega merkum
stað. Við höfum sögulega jörð undir fótum.
Bryggjan í Borgarnesi er byggð við litla eyju, og af
bryggjunni er vegur eftir eyjunni og brú yfir sundið
milli lands og eyjar. Þessi eyja heitir Brákarey og sund-
ið milli lands og eyjar heitir Brákarsund.
í Egilssögu Skalla-Grímssonar er sagt frá því hvernig
eyjan og sundið fengu nöfn sín.
Eins og alkunnugt er, nam Skalla-Grímur Kveldúlfs-
son land að Borg á Mýrum. Kveldúlfur dó í hafi, en
kistu hans rak upp í vík eina litla, sem liggur við tún-
jaðar á Borg og fellur lítill lækur út í víkina. Bjuggu
þeir feðgar, hver fram af öðrum, á Borg, Skalla-Grím-
ur, Egill og Þorsteinn. Koma þeir allir mjög við sögur.
Sagan um Brákarsund og Brákarey, er sögð í Egils-
sögu eitthvað á þessa leið:
„Þá er Egill Skallagrímsson var 12 vetra, var hann
svo mikill vexti, að fáir voru menn svo stórir, og að afli
búnir, að Egill ynni þá ekki flesta menn í leikum. Þann
vetur, er honum var hinn tólfti, var hann mjög að leik-
um. Þórður Granason (vinur Egils) var þá á tvítugs-
aldri. Elann var sterkur að afli. Það var oft, er á leið
veturinn, að þeim Þórði og Agli var skipað tveimur í
móti Skalla-Grími. Var það þá eitt sinn, er knattleikur
var að Borg suður í Sandvík, að þeir Egill og Þórður
léku í móti Skalla-Grími, að hann mæddist fyrir þeim
í leiknum, og gekk þeim léttara. En um kvöldið eftir
sólarfall, þá tók þeim Agli verr að ganga. Gerðist
Skalla-Grímur þá svo sterkur, að hann greip Þórð upp
og keyrði niður svo hart, að hann lamaðist allur, og
fékk hann þegar bana. Síðan greip hann til Egils.
Þorgerður.'brák hét ambátt Skalla-Gríms. Hún hafði
fóstrað Egil í barnæsku. Hún var mikil fyrir sér, sterk
sem karlar og fjölkunnug mjög. Brák mælti: „Hamast
jrú nú Skalla-Grímur að syni þínum?“ Skalla-Grímur
lét þá lausan Egil, en þreif til hennar. Hún brást við
og rann undan, en Skalla-Grímur eftir. Fóru þau svo í
utanvert Digranes. (Það er nú nefnt Borgarnes). Þá
hljóp Brák út af bjarginu á sund. Skalla-Grímur kast-
aði eftir henni steini miklum og setti milli herða henni,
og kom hvorki upp síðan. Þar er nú kallað Brákar-
sund.“
Skapbráðir og stórir í lund hafa þeir verið forfeður
vorir, ef dæma skal eftir þessari sögu. Þarna hefur hús-
bóndinn Skalla-Grímur orðið banamaður tveggja hjúa
sinna. En ekki er skapið minna í Agli. Er heim kom um
kvöldið að Borg, er Egill allreiður. Þegar Skalla-Grím-
ur og fólk hans er setzt að kvöldverði, er Egill ekki
kominn í sæti sitt. En í því gekk hann inn og beina
leið þangað, er verkstjóri Skalla-Gríms sat. Mat Skalla-