Heima er bezt - 01.09.1959, Page 22

Heima er bezt - 01.09.1959, Page 22
Borgarnes úr lofti. Brákarey til vinstri. og hefur margur fjallgöngumaðurinn svitnað við að klífa þann tind. Þegar við höfum virt fyrir okkur fjallahringinn, höldum við sem leið liggur yfir Brákarsund á öflugri steinsteypu-brú og eftir þjóðveginum gegnum kauptún- ið Borgarnes. Ekki höfum við langt farið, er við sjáum á vinstri hönd fagran og vel hirtan trjágarð. Þessi trjá- garður er kallaður Skalla-Gríms-garðurinn og dalverp- ið, sem garðurinn er í, er kallað Skalla-Grímsdalur. í trjágarðinum rétt við þjóðveginn er vel upphlaðinn fornmannshaugur. Ofan á haugnum er stór, flatur blá- grýtissteinn. A honum stendur með skýru rúnaletri Skallagrímr. Þessi fommannahaugur heitir Skallagríms- haugur. Er talið að þarna sé legstaður Skalla-Gríms Kveldúlfssonar landnámsmanns. Hafa kvenfélagskonur í Borgarnesi gert þennan fagra trjágarð umhverfis leg- stað Skalla-Gríms. Ég get ekki í þessum þætti rökrætt það, hvort þarna sé ótvírætt legstaður Skalla-Gríms, en frásögn Egilssögu virðist taka af öll tvímæli um það. Hver hefði líka fyrst- ur átt að benda á þennna stað, sem legstað Skalla-Gríms, ef hann hefði ekki verið hauglagður þar? Ég hef ekki trú á, að fornmenn hafi viljandi sagt rangt frá atburð- um, enda styðja örnefnin mjög sögur, sem þessa. ÖIl örnefni í nágrenni Borgar virðast óbreytt frá landnáms- tíð. Eina sögu vil ég minna á í sambandi við þennan merka fornmanna-legstað, en sú saga sýnir það, sem ég benti á fyrr í þessum þætti, að Egill Skalla-Grímsson, forfaðir Mýramanna, átti í fari sínu fleiri heitar tilfinningar en heiftrækni og skapofsa. Saga þessi er sögð í Egilssögu: Böðvar hét einn sona Egils. Hann var á æskuskeiði, er saga þessi gerðist, en þó hinn efnilegasti maður, fríð- ur sýnum, mikill og sterkur, svo sem verið höfðu þeir bræður, Egill faðir hans og Þórólfur, — á hans aldri. Egill unni honum mikið. Böðvar var og mjög elskur að föður sínum. Það var eitt sumar, að skip var í Hvítá, og var þar mikil kaupstefna. Hafði Egill keypt þar við margan, (þ. e. mikið af timbri) og lét heim flytja á skipi. Fóru húskarlar og höfðu skip áttœrt, er Egill átti. Það var þá eitt sinn, að Böðvar beiddist að fara með þeim, og þeir veittu honum það. Fór hann þá inn á Völlu með húskörlum. Hafskip á þeim árum sigldu upp eftir Hvít- á, alla leið að Hvítárvöllum, og þar var oft kaupstefna. Þeir voru sex saman á áttæru skipi. Og er þeir skyldu út fara, þá var flæðurin síð dags, og er þeir urðu henn- ar að bíða, þá fóru þeir um kvöldið stð. Þá hljóp í út- synningur steinóði (þ. e. ofsaveður af útsuðri), en þar gekk á móti útfalls-straumur. Gerði þá stórt á firðin- um, sem þar kann oft verða. Lauk þar svo, að skipið kafði (þ. e. fyllti) undir þeim og týndust þeir allir. En eftir um daginn skaut upp líkunum. Kom lík Böðvars inn í Einarsnes, en sum komu fyrir sunnan fjörðinn, og rak þangað skipið. Fannst það inn við Reykjarhamar. Þann dag spurði Egill þessi tíðindi, og þegar reið hann að leita líkanna. Hann fann lík Böðvars, tók hann það upp og setti í kné sér og reið með út í Digranes til haugs Skalla-Gríms. Hann lét þá opna hauginn og lagði Böðvar þar niður hjá Skalla-Grími. Var síðan aftur- lokinn haugurinn, og var eigi lokið fyrr en um dag- seturs-skeið. Eftir það reið Egill heim til Borgar. Og er hann kom heim, þá gekk hann þegár til lok- rekkju þeirrar, er hann var vanur að sofa í. Hann lagð- ist niður og skaut fyrir loku; — engi þorði að krefja hann máls. En svo er sagt, þá er þeir settu Böðvar nið- ur, að Egill var svo búinn, að hosan var strengd fast að beini. Hann hafði fustan-kyrtil rauðan, þröngan upp- hlutinn og lás að síðu. En það er sögn manna, að hann þrútnaði svo, að kyrtillinn rifnaði af honum og svo hosurnar. Þessi lýsing á viðbrögðum Egils, er sorgin sótti hann heim, er ekki margorð, en hún sýnir betur, en mörg orð myndu gera, harm föðurins, sem ekki má mæla, en þrútnar svo að nærskorinn kyrtillinn brestur og líka hosurnar. Harmurinn hefur nær því yfirbugað stríðs- hetjuna. Egill finnur, að hann brestur mátt til að ná sér niður á hafinu. Þar finnur hann ofjarl sinn, og þá tekur sorgin hann heljar-tökum. Framhald þessarar sögu ætla ég ekki að rekja, þar sem flest ungmenni íslands vita á henni skil, en ég vil vekja athygli á því, að þótt sú saga sé sérstæð, þá er hún svo vel gerð og er svo sennileg í allri frásögn, að enginn nútíma sálfræðingur gæti gert hana betur. Þor- Borg á Mjrum. Skarðsheiði i baksfn. 314 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.