Heima er bezt - 01.09.1959, Side 23

Heima er bezt - 01.09.1959, Side 23
gerður húsfreyja í Hjarðarholti, dóttir Egils, hefur þekkt og skilið tilfinninga- og sálarlíf föður síns, og hitt á einu réttu leiðina honum til bjargar. Stríðshetjan, skapofsamaðurinn og skáldið lætur loks skipast við viturlegar fortölur dóttur sinnar. Hættir við að deyja, en yrkir í þess stað kvæði um þá tvo sonu sína, er nýlega voru látnir. Gunnar, sem hafði látizt á sjúkrabeði og Böðvar, sem drukknað hafði. Kvæðið Sonatorrek, eftirmæli sonanna tveggja, er enn í fullu gildi sem eitt mesta listaverk í fornum skáldskap, og sannar það, ásamt fleiri kvæðum Egils Skalla-Gríms- sonar, að Egill hefur verið mesta skáld sinnar tíðar, ekki einungis á íslandi, heldur urn öll Norðurlönd. Hvítárbrú. Þótt ég, sem þennan þátt hef skráð, sé fæddur og uppalinn aðeins 40—50 km frá byggðum Borgarfjarð- ar, þessu fagra, söguríka héraði, þá leit ég það fyrst, er ég var 18 ára á kyrrum, heiðskírum, köldum haustdegi. Er mér enn í minni, er þetta fagra hérað, lá opið fyrir augum mínum á leiðinni frá Borgarnesi að Norðurár- brú. Fjallasýnina hef ég áður nefnt, en nú blöstu við sýn frjósöm byggð og sögulega merkir staðir, sem ég þekkti úr bókum en leit nú augum í fyrsta skipti á ævinni. Þarna var Hvanneyri, reisuleg húsaþyrping, þótt ekki væru þar þá slíkar stórbyggingar, sem nú blasa við sýn. Þarna var Varmilækur, þar sem Glúmur bjó, mað- ur Hallgerðar, en hún réð honum banaráð, og lét Þjóstólf, fóstra sinn og hlýðinn þræl, verða hans bana- mann. Þarna er hvert höfuðbólið öðru fegra, og hver laut, hóll og hæð í þessu sögufræga héraði á sína sögu, ýmist frá söguöld eða tímum Sturlunga. Allt þetta var vakandi í huga mínum þennan kyrra haustdag fyrir mörgunt áratugum, en þó var það ekki sögufrægðin eða sögustaðirnir, sem hrifu mig mest, heldur voru það hin miklu náttúruauðæfi þessa héraðs hitalindirnar. Að líta yfir Borgarfjarðar-hérað á kyrru, köldu haust- kvöldi frá Svignaskarði, er undursantleg og töfrandi sýn. Reykirnir stíga hátt í loft frá hverri hitalind um Baula, séð úr Norðurárdal. allt héraðið, en gufan sem hnyklast upp úr Deildar- tunguhver ber þó af. Þessar hitalindir eru mikil auðæfi Borgarfjarðarhér- aðs. Við þessar hitalindir hafa risið skólar og félags- heimili, sem urn aldaraðir búa við ókeypis, eilífan hita- gjafa. í Mýrasýslu er skólasetrið Varmaland, við Staf- holtsveggjalaug. Var þar fyrst reistur kvennaskóli og honum gefið þetta hlýlega nafn og síðar bamaskóli fyr- ir alla Mýrasýslu, utan Borgarness, eða sjö sveitir. í Borgarfjarðarsýslu er Reykholt, frægur sögustaður og skólasetur, og við hitalindir á Kleppjárnsreykjum, skammt frá Reykholti, er í byggingu bamaskóli fyrir fimm sveitir sýslunnar, innan Skarðsheiðar. Hvanneyri hef ég áður nefnt, en þar er bændaskóli. Hann býr ekki við jarðhita. Hjá Hreðavatni í Norðurárdal er samvinnuskólinn Bifröst. Hann býr ekki við jarðhita, en reistur er hann á undurfögrum stað. Á sumrin er þar veitingahús og gististaður. Eru fá héruð landsins eins vel sett með skóla og Borgarf j arðarhérað. Volga er oft í skáldskap nefnd móðir Riissla?ids. Með sama rétti mætti nefna Hvítá móður Borgarfjarðar- héraðs. Hvítá á upptök sín inn til jökla og flytur jökul- leir og gróðurmold niður héraðið og út til sjávar. Mik- ið skilur hún eftir, er hún flæðir yfir engjalönd, en mestur hlutinn berst út í Borgarfjörð, sem stöðugt grynnist, og vafalaust tekst Hvítá einhvern tíma að fylla fjörðinn, þótt flóðaldan og straumurinn vinni þar á móti. Þegar ég kom fyrst í Borgarfjörðinn haustið 1912, var aðeins ein brú á Hvítá, Kláffoss-brúin hjá Brúar- reykjum og gömul trébrú, sem ekki lá vegur að, hjá Barnafossi, en haustið 1928 var vígð fögur og traust- byggð hogabrú á Hvítá hjá Ferjukoti, eða milli bæj- anna Hvítárvalla og Ferjukots. Er brúin stærsta og feg- ursta brú af þeirri gerð hér á landi. Áður en Hvítárbrúin hjá Ferjukoti var gerð, var lög- ferja yfir Hvítá hjá Ferjukoti. Vora hestarnir látnir I Heima er bezt 315

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.