Heima er bezt - 01.09.1959, Page 29

Heima er bezt - 01.09.1959, Page 29
einkadótturina sem bezt undir framtíðina. Ert þú þessu ekki samþykk, Anna? — Jú, áreiðanlega er ég það, ég veit ekkert ákjósan- legra. Baðstofan oj>nast, og Lilja kemur inn með kaffi á bakka handa Armanni. Hún ætlar að ganga rakleitt inn í herbergi kennarans, en Anna segir: — Settu bakkann hérna á borðið, Lilja. Ármann kenn- ari drekkur kaffið hérna frammi hjá okkur að þessu sinni. Við þurfum að segja þér skemmtilegar fréttir. Lilja setur bakkann á borðið. — Gjörðu svo vel, Ár- mann, segir hún, og snýr sér síðan að móður sinni. — Hvaða fréttir eru það, sem þú ætlar að segja mér, mamma? — Ármann kennari ætlar að vera svo elskulegur að taka þig í tíma til vorsins og búa þig undir framhalds- skólanámið næsta vetur. Þú mátt koma til hans eftir kennslu á daginn. Blóðið þýtur fram í kinnar heimasætunnar ungu, en ekki þó af gleði yfir fréttinni, heldur hið gagnstæða. Sízt af öllu langar hana til að setjast á skólabekk hjá Ár- manni Hlíðberg, og hún segir: — Er það nokkuð nauðsynlegt, þó að ég fari í kvennaskóla, að ég stundi undirbúningsnám hjá honum? Jón lítur fast á dóttur sína og er fyrstur til að svara: — Já, góða mín, og það er þér sjálfri fyrir beztu; ég er búinn að ráða Ármann til þess að kenna þér, og þú ferð í tíma til hans hið allra fyrsta. Þú hlýtur að vera ánægð yfir því. Lilja svarar þessu engu, en hún efast ekki um það, að faðir hennar vilji henni vel, og hún vill ekki hryggja hann með því að brjóta þetta áform hans á bak aftur. Hann veit heldur ekkert um fyrri viðskipti þeirra Ár- manns kennara og hennar. Og henni má vera sama, þó að hún stundi nám hjá Ármanni, á meðan hann sýnir henni fullkomna kurteisi. En bregði hann út af því, skal hún gera uppreist gegn honum, hvað sem það kostar. Ármann hefur lokið við að drekka kaffið og rýfur fyrstur þögnina. Hann lítur með glettnissvip til Lilju og segir: — Þetta er þá ákveðið, Lilja, og þú skalt koma í fyrstu kennslustundina til mín á morgun, þegar krakk- arnir eru farnir heim. Það er bezt að við höldum okkur frammi í skólastofunni, þar er svo ágætt næði. — Þakka þér fyrir. — Lilja tekur bakkann af borðinu og hraðar sér fram úr baðstofunni. Hún ætlar ekki að lengja samtalið meira, enda er þetta mál víst útrætt að sinni. Ármann stendur upp frá borðinu og horfir brosandi á eftir Lilju. Nú gefst honum nýtt og hentugt tækifæri til þess að jafna viðskipti þeirra. Hann þakkar hjónun- um fyrir kaffið og gengur sigurglaður inn í herbergi sitt. Dagarnir smálengjast, og sólin hækkar sigurgöngu sína mót vori, — Lilja hefur farið nokkrum sinnum í tíma til Ármanns kennara, og henni sækist námið mjög vel. Hún viðurkennir það fyrir sjálfri sér, að Ármann sé ágætur kennari, og hann hefur sýnt henni fullkomna háttvísi í framkomu sinni, síðan hún hóf námið hjá honum. Hún ákveður því að notfæra sér sem bezt upp- fræðslu hans til undirbúnings væntanlegu kvennaskóla- námi næsta vetur. Degi er tekið að halla. Börnin eru farin heim úr skól- anum. Lilja nær í námsbækur sínar og gengur fram í skólastofuna. Ármann er þar einn og bíður hennar. Hún sezt við skólaborðið og opnar kennslubók sína í dönsku, en Ármann tekur sér sæti við hlið námsmeyjar sinnar og byrjar að lesa með henni. Hann undrast, hve mikinn árangur nám hennar hefur borið á svo skömm- um tíma, sem hann hefur veitt henni tilsögn, og honum dylst það ekki, að Lilja er mjög vel gefin. Hann virðir hana fyrir sér, meðan hún les hjá honum, og hin hreina æskufegurð hennar kemur blóði hans í ólgu. Einu sinni var hann búinn að hugsa sér að njóta vndisþokka þess- arar stúlku, á meðan hann dveldi hér í fámenninu, og nú gefst honum daglega tækifæri til að hefja þann leik. Lilja hefur lokið náminu að þessu sinni, og kennarinn setur henni fyrir lestrarefni undir næstu kennslustund. Svo ætlar hún ekki að dvelja lengur inni í skólastof- unni og rís á fætur, en Ármann rís einnig á fætur og gengur á undan henni fram að dyrunum. Þar nemur hann staðar og horfir með einbeittum glettnissvip á Lilju. (Framhald). Heima er bezt 321

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.