Heima er bezt - 01.09.1959, Blaðsíða 30
GUÐRÚN FRÁ LUNDI
TUTTUGASTI OG FYRSTI HLUTI
„En það er bara ekkert að gera á þessu heimili fyrir
þrjár stúlkur nema að snúast hver utan um aðra, þar
sem ekki er nema ég einn að þjóna og matreiða fyrir.“
„Þá skaltu bara láta þær fara, aðra hvora eða báðar.
Eg verð víst ekki í vandræðum með að gera verkin
þeirra beggja. Þær eru ekki svo afkastamiklar, sýnist
mér.“
„Þær eru báðar í ársvist, enda gætirðu ekki gert verk-
in hennar Geirlaugar, svo að nokkur mynd yrði á. Ég
get ekki þolað sóðalega umgengni innanbæjar."
„O, læt ég það nú vera. Mér finnst nú aldeilis óþarft
að dunda við að hvítskúra gólfin, sem undir eins er
farið að traðka á aftur,“ sagði Ásdís, „og svo sýnist mér
eitthvað vera eftir af haustverkunum. Þú ert ekki far-
inn að flytja eitt einasta hlass á túnið ennþá. Ólíklegt
þykir mér, að þú gerir það einn, þó að þú sért búinn
að fá þessa nýju kerru. Ég get líklega mokað upp á hjá
þér, og svo er ég alvön að hirða fé á húsi. Þá losnarðu
við að taka vetrarmann. Varla hirðir þú einn allan
þennan fjárhóp.“
Svo brunaði Ásdís fram í eldhús.
Þetta ætlaði að verða hálfóþægilegt, fannst stórbónd-
anum. Hann var því óvanur, að vinnufólkið væri svona
fast fyrir í vistinni hjá honum nema Geirlaug og Bogga,
sem var nú bara vesalingur. Hann hafði alltaf reiknað
með því, að Geirlaug væri svona hagvön og gæti ekki
yfirgefið Rósu.
Kristján sá ekki Ásdísi aftur þennan dag. Hún hafði
farið upp að Bala og setið þar hjá Stínu gömlu fram í
myrkur.
Næsta dag var nýja kerran teldn í notkun.
Ásdís kom þá fljótlega út og fór að moka upp á með
húsbónda sínum og talaði um, að það væru mestu vand-
ræði að hafa ekki aðra kerru, svo að ekki þyrfti að gefa
upp, meðan verið væri að flytja og losa, en það gerði
Bogga.
Ásdís stakk upp á því, að fengin yrði kerra að láni í
Þúfum, því þangað heim hafði þetta búmannsþing verið
flutt um vorið Hofsbóndanum til mikillar gremju, en
hann svaraði því til, að það væri ekki vani sinn að sækja
eitt eða neitt til Þúfnakauðans. Það hefði verið hægt að
flytja á túnið meðan því hefði verið trítlað í kláfum,
og þá ætti það að komast af þ'egar kerran væri fengin.
„En það er nú svo fyrir mér, að ég vil láta allt ganga
í hvelli, sem þarf að vinna,“ sagði Ásdís.
„Það er engin hætta á því, að það hafist ekki af, án
þess að hlaupið sé til Þúfnabóndans. Ég má heldur ekki
vinna lengi í dag. Klárinn er óvanur að ganga fyrir
kerru,“ svaraði Kristján.
Geirlaug bakaði kleinur með kaffinu. Það hafði mad-
daman alltaf gert, þegar verið var að vinna einhverja
erfiðisvinnu, eins og að flytja á, stinga út eða taka upp
móinn. Og þeim sið hafði Rósa einnig haldið.
Geirlaug talaði um það við Ásdísi, þegar hún var
komin inn um kvöldið, hvort hún vildi ekki þvo sér
og greiða, eins og húsbóndinn gerði. Henni ofbauð,
hvað hún var hirðulaus með sjálfa sig.
nÉg er nú orðin talsvert þreytt,“ sagði Ásdís.
„Auðvitað ertu það. Þetta er karlmannsverk en ekki
konu, sem þú vinnur. Ég er hissa, að þú skulir láta þræla
svona á þér,“ sagði Geirlaug.
„Ég er ekkert óvön því, að ganga í karlmannsverk,“
svaraði Ásdís.
„Það er nú annað, þó að gripið sé í þau hjá foreldrum
sínum einstöku sinnum, en að láta vandalausa þræla
svona á sér, það finnst mér alveg meiningarlaust. Þú
ættir heldur að vera við minna heima,“ sagði Geirlaug.
„Ég kem nú sjálfsagt á túnið með honum fyrst,“ svar-
aði Ásdís, en fór þó að þvo sér og greiða, og þeim sið
hélt hún eftir það, þegar hún var búin með útiverkin.
Þegar búið var að flytja á túnið, andvarpaði Geirlaug
og spurði sjálfa sig: „Jæja, þá er þetta búið, en hver
skyldi svo verða við að vinna á að vori komandi?“
Ásdís var fljót að svara: „Líklega ég og Bogga, hvað
sem fleira verður. En sjálfsagt ferð þú ekki út frekar
venju.“
„Það má nú segja, að viðburðaríkt verður það áreið-
anlega, þetta ár,“ sagði Geirlaug.
322 Heima er bezt