Heima er bezt - 01.09.1959, Síða 31
Kristján fékk sannar fréttir af því, að Ásdís væri á-
gætur fjármaður. Hann afréð því að taka hana sem
vetrarmann, fyrst það var ómögulegt að koma henni
burtu. Hann hafði ekkert með þrjár stúlkur að gera í
bænum.
Geirlaug var ekki sérlega hrifin af þessari ráðagerð.
Það leið að haustnóttum.
Á hreppaskiladagsmorguninn trítlaði Geirlaug út í
læk til að ná vatni í morgunkaffið. Það var indælt veður,
blæjalogn með þægilegum haustsvala.
Hún sá, að karlmennirnir úr nágrenninu voru suður
við stekk að athuga óskilaféð. Náttúrlega var Ásdís þar
líka. Hún lét sig ekki vanta, ef einhvers staðar var rekin
inn skepna, enda heyrði hún sagt, að hún þekkti hvert
fjármark í hreppnum. Það fannst henni heldur ótrúlegt.
Það yrði sjálfsagt nóg fyrir nágrannana og sveitina alla
til að skemmta sér við, að sjá hana þvælast með Krist-
jáni milli húsanna. Hún var í flestu heldur ógeðfelld
manneskja. Lakast var þó, hvað hún var hirðulaus með
sjálfa sig.
Nú kom það aldrei fyrir að togazt væri á um völdin
í maskínuhúsinu. Ásdís var hæstánægð með sitt hlut-
skipti, að vera fjármaður hjá stórbóndanum á Hofi.
Það þótti henni upphefðarstaða. Hún vann því sjaldan
nokkurt verk innan bæjar, nema að skúra gólf einstaka
sinnum. Hún vissi, að það var ekki venja, að vetrarmenn
gerðu mikið annað en útiverkin.
Geirlaug sá ferðamann koma gangandi utan melana.
Hann gekk fyrir neðan girðinguna, beina leið suður að
stekknum. Þetta var einhver þaulkunnugur. Kannske
var það Leifi skinnið. Hann var á sífelldu rjátli þar í
Torfunni, þegar ekki gaf á sjóinn.
Hún fór að skerpa á katlinum og raðaði pörum á
borðið, meðan hún beið eftir að suðan kæmi upp. Það
gæti svo sem átt sér stað, að Kristján kæmi heim með
einhvern með sér. Því var hyggilegra að láta kleinudisk
á borðið. Þegar hún hafði fengið sér kaffisopa, fór hún
út í fjósið til að mjólka.
Bogga var víst suður á stekknum.
Þegar Geirlaug kom inn aftur, var enginn korninn í
kaffið, en kannan stóð á heitri vélinni, svo að kaffið
kólnaði ekki. Hún fór að skilja mjólkina og raulaði
undir með skilvindunni:
„Nú er komið hrímkalt haust,
horfin sumars blíða.“
Hún var nýlega búin að sleppa sveifinni, þegar gest-
urinn kom inn á gólfið og bauð góðan dag.
Það var Hartmann gamli. Hann rak henni rembings-
koss: „Það er þó gott og blessað, að þú ert hérna við
húsmóðurstörfin ennþá. Ekki batnaði ástandið, ef þú
færir,“ bætti hann við þessa hlýju heilsan.
„Sæll vertu, Hartmann minn. Þú ert óvenjuseint á
ferðinni nú í haust. Ég var farin að halda, að þú ætlaðir
ekkert að koma,“ sagði Geirlaug.
„Það var allt heilsuskrattanum að kenna. Hún hefur
verið heldur hláleg við mig í haust, bölvuð tæfan sú.
En svo sá ég, að þetta myndi ekki duga. Sláturlaus og
kjötlaus get ég ekki verið heilan vetur. Það er þó það
minnsta, sem maður getur gert, að bera sig eftir björg-
inni, þegar manni er gefin hún. En það datt mér sízt í
hug, að mín biðu aðrar eins fréttir og raun varð á, þegar
ég steig á land í gærkvöld. Ég slangraði heim í kofann,
til þeirra Leifa og Gerðu. Það vantar ekki greiðasem-
ina þar, ef eitthvað er til hjá þeim, vesalingunum. Ég
svaf þar í nótt, það sem ég blundaði. Þvílíkt dauðans
ólán, að blessuð manneskjan hún Rósa skuli vera orðin
tæringarveik og drengurinn líka farinn. Þetta indæla
barn, eins og engill, fallegur og prúður, og ég stóð þarna
eins og álfur út úr hól genginn, og vissi ekkert, hvað yfir
þetta heimili hafði dunið.“
„Hefur ekki Kristján skrifað þér í sumar?“ greip nú
Geirlaug fram í fyrir honum.
„Nei, hann skrifar mér nú sjaldan. Ég hitti kaupa-
mannsómyndina, sem hér var í sumar. Hann nefndi
ekkert, hvernig heimilisástæðurnar voru. Hvernig held-
urðu að Kristjáni hafi líkað við hann? Mér sýndist hann
þesslegur, að hann geti unnið, ef hann nennti því.?“
„Þetta voru mestu dugnaðar- og áhugamanneskjur,
sem þú útvegaðir honum. Hann Kristján mætti skamm-
ast sín, ef hann vanþakkaði þeim verkin þeirra,“ svaraði
Geirlaug. „Svo skulum við fara að fá okkur kaffi, Hart-
mann minn. Þetta er allt liðið. Drengurinn var alveg
heilbrigður, og Rósa er víst svona hér um bil komin af
spítalanum heim til mömmu sinnar.“
„Já, en þá er spurningin: Kemur hún nokkurn tíma
hingað á þetta heimili aftur? Mér heyrist vera efazt um
það? Hún var víst ekkert mjög hlýleg í viðmóti, hún
móðir hennar, þegar hún kom eftir henni í vor,“ sagði
gamli maðurinn og leit hýrum augum til kaffibollanna,
sem Geirlaug var að hella í.
„Því get ég nú ekki svarað,“ sagði hún. „En ég vona
það bara. Þess vegna er ég hér. Það er þó betra en ekk-
ert að hafa mig.“
„Og svo er þessi óskemmtilegi kvenmaður kominn
hingað. Leifi segir, að það hlæi allir að henni. Llún
kvað segjast vera ráðinn fjármaður hér í vetur og að
hún fari ekki héðan, fyrr en Rósa kemur heim.“
„Það er bærilegt fyrir Kristján, að þurfa ekki að vera
á sífelldum þönum eftir vinnufólki,“ sagði Geirlaug.
„Honurn líkar vel við hana. Þetta er karlmannsígildi til
allra útiverka, Það á nú við hann.“
„Já, ég býst nú við því, en manneskjan kemur svo
óskemmtilega fyrir sjónir. Þarna göslar hún innan um
fjárréttina 'með uppbrotið pils. Hvað ætli hún þurfi að
vera að pæla innan um féð, sem ekki þekkir nokkra
kind?“
„Það er víst einn af hennar kostum, að hún þekkir
öll mörk í sveitinni, heyrði ég Kristján segja um dag-
inn,“ sagði Geirlaug.
Heima er bezt 323