Heima er bezt - 01.09.1959, Page 34
Veðurstöðin í Ósfjöllum
Framhald af bls. 299 -------------------------
Af atvikum virðist |iað augljóst mál, að veðurstöð
Þjóðverja í Selvogi hafi verið komið upp og haldið við
með flugvélum og kafbátum. Eins og komið hafði ver-
ið til stöðvarinnar tækjum, vistum og fatnaði, eins var
hægt að flytja þangað mennina og hafa mannaskipti á
sama hátt. Staðurinn var afskekktur, og svo virðist,
sem mennirnir hafi verið orðnir öruggir af langri dvöl
þarna, eða frámunalega ógætnir, sem Iýsa bæði slóðirnar
í fjallinu og það að láta koma að sér óvörum. Menn-
irnir hlutu að hafa séð til Borgfirðinganna inn með
fjallinu og máttu þá einnig búast við, að þeir færu
sömu leið til baka. Þrátt fyrir slóðirnar í fjallinu hefðu
mennimir og „stöðin“ ekki fundizt í þetta sinn ef
mennirnir hefðu haldið kyrru fyrir í fylgsni sínu.
Eftir kunnum atvikum þessa máls, flugvenjum Þjóð-
verja um þessar slóðir, útbúnaðinum í hellinum, stað-
háttunum o. fl. eru miklar líkur til, að þarna í Selvogs-
hömrunum hafi verið veðurstöð mestan eða allan tím-
ann, sem dularfull íslenzk löggjöf og landsföðurleg
forsjá bannaði veðurfregnir íbúum landsins til leiðbein-
ingar og öryggis við bjargræðisstörfin.
(Að mestu eftir frásögn Sigvarðar Bénediktssonar Hofströnd.)
1. Patregsfjörður
Patreksfjörður
Padreksfjörður
BARNAGETRAUN
Eins og þið hafið sjálfsagt tekið eftir á baksíð-
unni á þessu blaði, þá byrjum við nú á nýrri
verðlaunagetraun fyrir þá, af lesendum
„Heima er bezt“ sem eru 16 ára og yngri. Þessi
getraun nær yfir þrjú tölublöð, þannig að
henni lýkur í nóvember, og kannske geta hinir
lánsömu sigurvegarar í getrauninni þar með
fengið glæsilega og óvænta „jólagjöf“. Því að
verðlaunin eru ákaílega vönduð, nefnilega 3
pennasett með hinu heimsþekkta SHEAFF-
ER’S merki.
Þrautin, sem þið eigið að reyna að leysa, er á
þessa leið: Hér til hliðar sjáið þið 5 orð, sem
hvert um sig er skrifað á þrjá mismunandi
vegu. Og nú er galdurinn sá, að segja til um
liver er rétta stafsetningin á Iiverju orði fyrir
sig.
Þegar Jjið álítið að J)ið vitið réttu stafsetning-
una á hverju orði um sig, skrifið J»ið orðin
á blað og geymið blaðið þar til við skýrum
ykkur frá því að lausnimar eigi að sendast til
tímaritsins. En það verður ekki fyrr en í nóv-
ember. Gevmið blaðið ykkar með svömnum
vandlega J»angað til.
2. Keflavík
Kebblavík
Kefflavík
3. Saungvari
Sönng\ari
Söngvari
4. Leifisleisi
Levfisleisi
Levfisleysi
5. Kvatskeytlegur
Hvatskeylegur
Hvatskeitlegur
326 Heima er bezt