Heima er bezt - 01.10.1960, Side 4

Heima er bezt - 01.10.1960, Side 4
ARNI OLA: BJARNl JÓNSSON frá Qaltafelli NÁttúran, umhverfið, þar sem barnið fer fyrst að skynja, er mannsins fyrsta stafrófskver," sagði þjóðskáldið Matthías Jochumsson, og sannari orð hafa aldrei verið sögð. Það skiptir því miklu máli, að menn fæðist og alist upp þar sem fagurt er um að litast. Hrepparnir eru meðal fegurstu sveita landsins. Þar skiptast á gróðursælir dalir og brött fell, sem virðast horfa vökulum augum undan hvössum stuðlabergs- brúnum, yfir byggð og fólk. Dr. Helgi Pjeturss, sem hafði næmt auga fyrir náttúrufegurð, sagði að sér yrði minnisstætt „hið svipfagra landslag þessa sldka fóstur- jarðarinnar; hinn margbreytti gróður, þar sem líta má yndislegar blómjurtir, frá eyrarrósunum niður við Laxá upp til gullbránna á háfjallinu, en hin ilmandi mjaðurt prýðir víða brattann, og blágresið þrífst svo vel, að álengdar blánar fyrir um blómatímann. Eða þá hlíðar- lækirnir og hvammarnir, sem eru með því fegursta, sem ísland á til“. Hér við bætist svo, að „öll fjöll og hólar voru fullir af Iandvættum“, eins og stendur í Heimskringlu. Slíkt umhverfi hlýtur að hafa óafmáanleg áhrif á sálir barna. Og þá minnist ég annarra orða Matthíasar skálds: „Aldrei slær lífæð manna eins fljótt og í bernsk- unni, aldrei nýtur maður örara lífsins fyrirbrigða en þá, og aldrei er styttra frá ánægju til hryggðar. Menn segja að bros barnsins sé hverfandi sólblik, og tár þess eins og morgundöggin. En skyldi svo vera? Hverfur nokkur kraftur eða nokkur áhrif, svo að engu verði? Mundu ekki öll áhrif á barnsins innra líf koma fram á einhvern hátt í þeim vef, sem myndar innri og ytri mann hins fullorðna? Sú er mín skoðun“. Og á öðrum stað segir hann: „Ó, hvað mér hefur frá æsku verið erfitt að finna hið óendanlega stóra, guðlega annars staðar en í guðs handaverkum“. Þetta hefur sannazt á þeim Galtafellsbræðrum. Það var hið óendanlega stóra og fagra og guðlega í náttúr- unni, sem varð Einari myndhöggvara sú opinberun, sem birtist í list hans, og Bjarna varð það leiðsaga á langri ævi. Hrepparnir voru stafrófskver þeirra, mót- uðu trú þeirra og lífsskoðun og vöktu jafnframt hjá þeim órofa ást og aðdáun á fegurð, hvar sem hana er að finna, jafnt í stóru sem smáu. Nú er Bjarni Jónsson áttræður að aldri. Hann fædd- ist 3. október 1880 á Galtafelli í Hrunamannahreppi. Ég hef átt því láni að fagna að vera samferðamaður hans á lífsleiðinni um 45 ára skeið. Á þeim tíma finnst mér hann ekki hafa elzt. Að vísu er hárið farið að grána, en lífsþrótturinn er hinn sami og lífsgleðin. Alltaf er hann samur og jafn, glaður og reifur hvar sem hann hittíst, kvikur í hreyfingum og áhuginn alltaf hinn sami fyrir öllu því er honum þykir máli skipta. Einu sinni er fundum bar saman í sumar, hafði ég orð á því, að hann eltist ekki, og hvernig hann færi að þessu. Hann hugsaði sig um andartak, en svaraði svo: „Ég held ég geti ekki skýrt það betur á annan hátt, en segja þér frá atviki, sem skeði fyrir rúmum 70 árum, eða þegar ég var á 10. árinu. Þá voru engar póstgöng- ur í líkingu við það sem nú er, bréf voru send á skot- spónurn bæ frá bæ. Það var talin borgaraleg skylda að greiða fyrir þessum bréfasendingum og sjá urn að bréf- in kæmust sem fyrst og öruggast til skila. Nú er það eitt sinn að rnaður kemur til okkar frá Núpstúni og er með bréf, sem á að fara til Bjarna í Dalbæ. Þetta var um vetur og var á ofsa rok af norðaustri. En vegna þess hve skammt er milli Galtafells og Dalbæjar, var ég sendur með bréfið þegar í stað. Mér fannst það mikill vegsauki að mér skyldi sýndur sá trúnaður að velja mig til slíkrar sendiferðar. Og svo lagði ég af stað og var fljótur yfir að Dalbæ. En þegar þangað kom og ég ætla að skila bréfinu, var það horfið. Það hafði einhvem veginn goppast upp úr vasa mínum á leiðinni. Þetta var reiðarslag fyrir mig. Mér fannst sem ég mundi aldrei bíða bætur þess álitshnekkis sem það var að rækja trúnaðarerindi svo gálauslega. Ég kom engu orði upp en rauk af stað heimleiðis. Skammt fyrir utan tún- ið fleygði ég mér niður hágrátandi og örvílnaður. Og af innsta hjartans grunni bað ég guð að hjálpa mér, ég bað hann um að bréfið fyndist aftur, svo að yfirsjón mín og gáleysi yrði engum til tjóns. Ég veit að ég hefði ekki getað beðið heitar þótt ég hefði glatað stórfé. Ég vissi alls ekki hvort bréfið var nokkurs virði, en það hafði verið í minni ábyrgð, og sú ábyrgð lagðist á mig með ofurþunga. Ég lá þarna lengi en fór svo heim og sagði pabba frá að ég hefði týnt bréfinu. Hann sagði fátt, því að ekki þýddi að sakast um orðinn hlut. Dag- 376 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.