Heima er bezt - 01.10.1960, Page 17

Heima er bezt - 01.10.1960, Page 17
hana. Höfðu strákar séð hana niðri í Sundum og fram i bryggjum, en nú var hún alveg horfin. Tilkynnti ég svo lögreglunni þetta, enda var dagur að kveldi kom- inn og ég staðráðinn í að halda vestur yfir um kvöldið. En er ég leit inn í skúrinn, sem hnakkurinn var geymdur í, lá Frigg á hnakknum. Þetta yfirvegaða ráð hafði hún tekið þegar hún villtist í bænum og fann mig hvergi. Heim myndi ég ekld fara hnakklaus! Þannig voru vitsmunir hennar. Það voru vissulega fleiri en norski skipstjórinn á Siglufirði, sem höfðu ágirnd á þessu fallega og greinda dýri. Einkum voru það enskir togaraskipstjórar sem sóttust eftir Frigg. Þeir voru svo að kalla daglegir gest- ir á Önundarfirði á þessum árum og sumir þeirra góðir kunningjar okkar. Var einn þeirra sérstaklega aðgangs- harður og bauð mjög hátt verð fyrir tíkina. En ég stóðst þá freistingu lengi vel. Samt fór þó svo, að eitt sinn er hann kom og hampaði peningaupphæð, sem var því nær helmingur af árslaunum mínum við skólann, að ég stóðst ekki mátið og seldi honum Frigg, fór með honum um borð í skipið og skildi við hana í káetu hans, flýtti mér í land með mikla fjármuni í vasanum en óglatt hjarta og órólega samvizku. Og ekld batnaði er heim kom. Konan var hljóð og döpur og drengur- inn síspyrjandi um Frigg. Segir fátt af kvöldinu í litla húsinu á Kambinum, Þönglabakka, en nóttin varð alger vökunótt. Hvorugt okkar hjóna sofnaði blund. Og er fyrsta dagskíman sást, reis ég úr rekkju, skundaði til kunningja míns og vakti hann af værum blundi og tjáði honum erindið, og nú þyrfti að hafa hraðann á til að ná í togarann áð- ur en hann legði út úr höfninni. Skildi hann fljótlega hvað var á seiði og flýttum við okkur sem mest mátti, hlupum fram á Oddann, hrundum Trollaragvendi á flot, frægum bát á þeirri tíð, og rerum bakföllum út að skipinu, sem var að tygja sig af stað. En er við nálguðumst skipið mátti heyra ámátlegt og ofsalegt gelt og gól um borð. Og áður en varði hendir Frigg sér af brúnni, út yfir borðstokkinn og í sjóinn, og var nú heldur en ekki asi og fyrirferð á henni er hún kom að bátnum. Og er við rerum að skipshliðinni og lögðum bátnum þar, varð hún mjög tryllingsleg á svip og lét illa og leyfði hún engum að snerta sig. Varð kunninginn eftir í bátnum hjá henni meðan ég gekk upp á skipið og hitti skipstjórann. Hafði þar líka orðið vökunótt, því að tíkin gelti og gól- aði og lét öllum illum látum, og var skipstjóri oftar en einu sinni því nær búinn að missa hana í sjóinn. Og er ég rétti fram lausnargjaldið og hann skildi hvernig í öllu lá, tók hann brosandi við því og bað mig og Frigg vel fara. Var nú róið í land með léttari vasa en með fagnandi hug. Og vissulega varð kátt í koti er heim kom og var nú Frigg ofsalega kát og hamingjusöm, nuddaði sér upp við okkur og sleikti allt og alla. En við hrósuðum happi að hafa náð í hana aftur. Og eftir þetta var aldrei minnzt á að selja þennan heimilisvin. Nú er þess að geta að haustinu áður hafði Frigg kom- izt í kynni við danskan hund, all stóran slána, en miklu óásjálegri en hún var sjálf og vitgrannan. Af þeirri við- kynningu leiddi það að hún eignaðist 4 hvolpa, sem hún annaðist af mikilli móðurdyggð meðan þeir sugu hana, en lét þá svo að mestu eiga sig. Hvolpar þessir líktust henni lítið nema einn. Gaf ég þá alla, þrír fóru til enskra togara en einn til heimamanns, sem þó flutti bráðlega burtu, og vissi ég ekki hvernig hann reyndist. En a. m. k. einn af hinum varð frægur fjölskylduvinur úti í Hull, og talinn mjög líkur móður sinni. En þessi viðkynning við danska hundinn hafði enn alvarlegri afleiðingar og afdrifaríkari. Hann hvarf henni að vísu um tíma, en kom aftur síðari hluta sumars 1915. Frigg hafði aldrei elt kindur, var hálfhrædd við þær og hopaði jafnan frá ef þær sýndu mótspymu, t. a. m. með því að stappa niður fæti. Þá var henni allri lokið. Hins vegar hafði danski hundurinn vanizt fé, hafði gaman af að gelta að því og elta það, en var annars meinlaus. Seinni hluta sumars var venjulega margt fé í fjallinu ofan við Flateyri og þurfti þá oft að stugga við því með hundum. I það komst sá danski og hafði gaman af. Og er Frigg kynntist þessu með honum og sá féð flýja gelt og gauragang var henni stórskemmt. Og þá var að reyna sig, fara í kapphlaup við kindumar, en undan henni komst engin kind ef henni sýndist svo. Og þegar hún náði til þeirra vildi hún vitanlega stöðva þær, glefsa í ullina, bíta djúpt, inn í ket, — en blóðbragðið tryllti hana og þurfti þá ekki að sökum að spyrja. Hið fyrsta afbrot hennar á þessum vettvangi var í september 1915. Þá hafði hún rifið kind svo illa, að nauðsynlegt reyndist að lóga henni. A þann vígvöll fór ég með hana og veitti henni þunga ráðningu. Bar hún sig þá mjög illa og virtist vera hinn iðrandi syndari. En það stóð ekki lengi, aftur fór hún til víga. Tók ég hana þá og setti í varðhald, — batt hana með all langri taug við snúrustaur við húsgaflinn. Þar undi hún sér mjög illa og var löngum döpur og í slæmu skapi. Og er hún heyrði vin sinn gelta í fjallinu og sá féð á harða hlaupum undan honum, virtist hún taka út sárar kvalir af æsilegri löngun eftir að komast í það slagtog. Og það tókst henni líka stundum, þrátt fyrir þær gætur sem reynt var á henni að hafa. En þá varð freistingin henni ofviða er hún komst í hópinn. Og er ég hafði greitt andvirði þriggja kinda, sem hún hafði því nær rifið á hol, gerði ég orð vini mínum að finna mig, — þeim er forðum hafði gefið mér hvolpinn. Mun hann hafa rennt gmn í erindið og þurfti ég því einskis að biðja hann, — aðeins þögult samkomulag um það sem gera þurfti. Vissu það bæði hann og aðrir, að hugur okkar á heimilinu var við enn alvarlegra efni bundinn, — við litla dóttur á banabeði. Vinur minn hvarf á braut með Frigg og sáum við hana aldrei síðan. En fallega, hrafnsvarta skinnið hennar prýddi heimili okkar um tugi ára. Heima er bezt 389

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.