Heima er bezt - 01.10.1960, Page 21

Heima er bezt - 01.10.1960, Page 21
þrívefja kápuna að henni með sykurtoppasnærir sem ég af tilviljun hafði í vasa mínum. Var mér það þá þegar ekki ókunnugt, að „hvorki er bagi að bandi, né byrðar- auki að staf“. Við ætluðum varla að geta ráðið okkur á hestunum. Var þó ekki snúið við, heldur ferðinni fram haldið, yfir Hörgárbrú, austur yfir Stórhæð á Moldhaugahálsi og inn á svokallaða Glæsibæjarmela. Var veðrið þá orðið svo óskaplegt, að við treystumst ekki að halda lengur á móti því. Við höfðum ekki get- að farið nema fót fyrir fót eftir að hvessti. Var því farið að bregða birtu, er við var snúið og hugsað að leita náttstaðar að Glæsibæ hjá hjónunum Kristjáni Jónssyni og Guðrúnu Oddsdóttur. Þannig hagaði til hjá Glæsibæ, að sunnan við bæinn er allmikið og djúpt lækjargil og er gilbarmurinn bæjarmegin miklu bratt- ari, en syðri barmurinn meir aflíðandi. Undanfarið höfðum við sótt á móti veðri og orðið að halla okkur fram á hestunum. Tók nú ekki betra við, er ofviðrið stóð í bakið. Alltaf dimmdi meir og meir, var einnig tekið að rigna. í einni stormhviðunni kom mér í hug lína úr ljóði eftir Hannes Hafstein: „og sjálfs síns kraft til að standa mót“. Hún var svo snörp, að ég sá ekki fram á annað um tíma, en að ég mundi kastast fram af hestinum. Fann ég þá allt í einu eitthvert nýtt afl fær- ast um leggi mína og lendar, og ég eins og stöðvaðist, og hélzt við í hnakknum eftir það. Við lentum niðri í bæjargilinu. Þar var dálítið hlé, en of bratt til að komast þar upp með hestana. Fórum við Ragnheiður þar af baki, en faðir minn tók að sér að sjá um hestana til bæjarhúsa. Fyrir okkur Ragnheiði var ekkert und- anfæri. Við urðum að komast upp úr gilinu. Gekk það ærið skrykkjótt. Fórum við ýmist á höndum og fótum eða skriðum. Eftir því sem ofar sótti í brekkuna, náði stormurinn betra taki á okkur. Við komum að bæjarvegg, nokkru vestan hlaðsins. Þar var svellað, og við suðausturhorn bæjarhúsanna hafði runnið saman í tjörn. Við fikuðum okkur austur með veggnum. Er við vorum að komast fyrir bæjarhornið, kom svo snarpur sviptibylur, að við duttum bæði í tjörnina, handskjóls- keðjan slitnaði og það fauk út í veður og vind. Ein- hvern veginn komumst við úr pollinum; höfum senni- lega dregið hvort annað upp úr. Er nú fljótt yfir sögu að fara. Okkur var tekið af hinni alkunnu gestrisni. Dregin af okkur vosklæði og fengin önnur þurr. Beztu veitingar. Ágæt nótt. Blautu fötin orðin þurr að morgni. Faðir minn fylgdi mér ekki lengra en á Odd- eyrina, því að þar var heimili Ragnheiðar. Ég gekk þaðan heim til mín og kom þangað skömmu fyrir morgunverðartíma. Urðum við Ingólfur, samverkamað- ur minn, samferða á prentsmiðjuna, en það var þrem ldukkustundum seinna, en venjulega. Húsbóndi minn skildi ekkert í, hvernig á þessu gat staðið, því að veðri hafði verið á allt annan veg háttað þar, en að framan er skráð. Var hann hálf vantrúaður á sögu mína, er ég bar fram afsakanir mínar og sagði ýmist s-v-o-o eða n-ú-ú. Fór ég síðan til vinnu minnar og jafnaði óstund- vísina síðar með eftirvinnu. Framhald. ,Ég hatöi gleymt að til var sólskin EFTIR A. J. CRONIN Hér er ráðlegging til þeirra, sem vorkenna sjálfum sér. „Öllum mönnum eru veittar margar náðar- gafir. Leiddu hugann að þeim, sem þér eru gefnar. Hugsaðu ekki um ófarnað sem kann að hafa orðið á braut þinni. Allir menn hafa orðið fyrir honum í einhverri mynd.u - DICKENS. Nú á dögum höfum við öll tilhneigingu til að æðrast yfir hlutskipti okkar. Sum okkar þreytast aldrei á að barma sér yfir hinni sorglegu ógæfu okkar kynslóðar — stríði, hungursneyð, stjórnarbyltingum, öllum hinum ótrúlegu heimskupörum mannskepnunnar — sem hafi svo óafsakanlega breytt veröldinni til hins verra. Aðrir sjá jafngildar ástæður til svartsýni í sínu eigin lífi. — Þeir eiga erfitt með að gleyma hvað örlögin hafa á stundum leikið þá grátt. Svona óánægja — hversu smá- vægileg sem hún er — myndar skemmd í huga okkar, sem vex að sama skapi og hún verður okkur hugstæðari. Ég tek dæmi af sjálfum mér: Mér er það mjög minn- isstætt, að skömmu eftir að ég kvongaðist, tók ég þátt í mjög heimskulegu fyrirtæki, í von um skjóttekinn gróða, sem varð þess svo valdandi að við töpuðum öllu sparifé okkar. Ég gat ekki gleymt þessu. Ég missti mat- arlystina og áhugann á læknisstörfum mínum, hafði svo miklar áhyggjur að mér lá við sturlun. Loks var það dag nokkurn, að konan mín gekk til mín, greip um axlir mér og hristi mig til. „Viltu hætta að kenna í brjóst um sjálfan þig! Þú hefur atvinnu, þak yfir höfuðið, og það vill svo til að sólin skín.... Komdu nú út og við skulum njóta lífs- ins.“ Ég starði á hana forviða.... Ég hafði gleymt því að til var sólskin! Eru það ekki undarlega fá okkar, sem nokkurn tíma leiða hugann að hinum augljósu náðargjöfum sem okk- ur eru gefnar, eða gefa sér tíma til að vera þakklát fyr- ir góða heilsu, hraustan líkama, eða hina óendanlega miklu náðargjöf, sjónina! Eða þá fyrir vináttuna, og frelsið líka, þegar svo margir eru í hlekkjum! Fyrir dýrðarljómann af litum haustsins, fyrir goluna, sem leikur um kinn, fyrir heitt kaffi á morgnana, fyrir birtu rafljósanna á kvöldin, fyrir bros einhvers ástvinar. Þegar öllu er á botninn hvolft, eru frumskilyrði til hamingju í lífinu einnútt fólgin í svona einföldum hlut- um, en ekki í auðæfum, metorðum eða yfirráðum — þessum verkfærum efnishyggjunnar, sem við sækjumst svo mjög eftir, og sem því miður gera okkur svo auð- veldlega að þrælum sínum. Einasti lykill, sem getur opnað okkur dyr hamingjunar, er ánægjan með eigið hlutskipti. Heima er bezt 393

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.