Heima er bezt - 01.10.1960, Qupperneq 23
aði stöðugt flugið. Músarindillinn kúrði öruggur undir
stéli arnarins og enn hugsaði hann ráð sitt. Eftir all-
langa stund, höfðu allir fuglarnir gefizt upp við há-
flugið, en örninn sveif stöðugt hærra og hærra, og var
nú að sjá eins og lítill depill í loftinu, — séð frá jörðu.
Þegar örninn sá að allir fuglarnir höfðu gefizt upp,
og hann taldi sig örugglega hafa unnið kappflugið,
hægði hann á sér og bjóst til að svífa aftur niður til
jarðar, og taka á móti heiðursverðlaununum, enda var
hann nær örmagna. — En rétt í því að örninn hægði
flugið, renndi músarindillinn sér út undan stéli arnar-
ins, og flaug með snöggum, léttum vængjatökum upp
fyrir örþreyttan örninn. — Erninum var alveg ómögu-
legt að herða aftur vængjatökin. Elann var magnþrota
og lækkaði ört flugið.
Músarindillinn hafði unnið kappflugið.
En aldrei gátu fuglarnir gert sér þess grein, hvernig
hann hafði komizt svo hátt, eða hvar hann hafði dulizt,
— en örninn gaf engar skýringar á ósigrinum.
Þetta var sagan urn örninn og flugkeppni fuglanna,
en ég kann aðra sögu um hálofts-flug arnarins, og hún
sýnir enn betur en hin sagan, hvílíka trú rnenn höfðu á
flugþreki arnarins. En sagan ber keim af sögum Vel-
lýgna-Bjarna. En svona var mér sögð sagan, þegar ég
var krakki:
Eitt sinn var sársoltinn, fullorðinn örn á sveimi í leit
að æti. Þá sá hann hvar stór og feitur köttur lá í hlað-
varpa sofandi og lét sólina verma sig. Örninn hélt að
þarna væri ágætur fengur fyrir soltinn örn, og renndi
sér niður og hremmdi köttinn. Kisa vaknaði af værum
blundi og brá við hart, þegar klær arnarins gengu í
gegnurn mjúkan feld hennar. Hún klóraði, reif og tætti,
en örninn sleppti eklti herfangi sínu. Fara svo engar
sögur meir af bardaganum, en eftir langan tíma féll
kisa aftur dauð til jarðar, og var þá víða sviðinn á
henni belgurinn. Svo nærri sólinni hafði örninn flogið!
Svona var mér sagan sögð, en ekki þótti mér hún
trúleg.-------
Ég vík þá aftur að arnarungunum, sem sýndir voru
í Bárubúð í Reykjavík í nóvembermánuði 1914.
-------Einn fegursti eldgígur á íslandi er Eldborg í
Eldborgarhrauni í Hnappadalssýslu. Frá Eldborg hefur
runnið mikið hraun, allt til sjávar. í miðju hrauninu,
rnilli bæjanna Stórahrauns og Snorrastaða, eru klettar
tveir eða stapar. Eru þeir venjulega nefndir Arnar-
stapar. Annar stapinn er þó í gömlum landamerkjabréf-
um nefndur Fuglstapaþúfa. — Þegar ég var krakki,
heyrði ég oft um það talað, að arnarhjón yrpu í stöp-
unum. — Þessir klettar í hrauninu liggja svo fjarri bæj-
um í brunahrauni, að mjög sjaldan er komið að þeim.
Vissu menn því ekki hvort ungar komust þar upp eður
eigi, en oft sáust þó ernir á flugi í kringum Eldborgar-
hraun á þeim árum.
í maí-mánuði vorið 1914 átti Magnús Jónsson á
Snorrastöðum leið fram hjá stöpunum og sá þar sitja
erni tvo. Hann fór þá að athuga, hvort hreiður væri
þarna, og fann þar arnarhreiður í öðrum stapanum
Arnarungarnir, sem voru til sýnis i Bárubúð.
með tveimur eggjum. Hann átti ekkert við eggin, en
sagði þó frá hreiðurfundinum, og barst þannig út frétt-
in um hreiðrið. — Sr. Árni Þórarinsson bjó þá á Stóra-
hrauni, og hjá honum var vinnumaður, er Árni hét,
Árnason. Hann kom nokkru síðar að hreiðrinu og tók
báða ungana, sem þá voru nýskriðnir úr egginu, og
fór með þá heirn að Stórahrauni, bjó þeim rimlabúr
og ól þá þar. Þeir döfnuðu vei, en þurftu mikið að éta.
Selveiði var þá á Stórahrauni, og reyndist selurinn
gott fóður fyrir þessa „alifuglau.
Seinna um sumarið fréttu einhverjir framtakssamir
Reykvíkingar um þessa arnarunga á Stórahrauni og
ákváðu að fá arnarungana til Reykjavíkur og sýna þá
þar almenningi. Voru ernir þá þegar svo sjaldséðir víða
á íslandi, að fjöldi manna hafði þá ekki augum litið
þennan háfleyga konung loftsins. í nóvember um haust-
ið, þegar ungarnir voru nær því fullvaxnir, voru þeir
sýndir í Bárubúð, eins og áður er getið. Aðsókn var
víst allgóð, því að þeir voru sýndir fjórum sinnum
fyrstu vikuna.
Ekki veit ég fyrir víst, hvað urn þessa erni varð, en
ég held að þeir hafi verið seldir til Þýzkalands.
Nú eru ernir alfriðaðir á Islandi, og hefur svo verið
um langt skeið, eða frá árinu 1914, en þó fjölgar þeim
ekki. Talið er að nú séu aðeins 7—8 arnarhjón á öllu
landinu.
Ekki vita menn fyrir víst, hvað ernir geta orðið
gamlir, en sagt er, að þeir geti orðið allt að 100 ára.
Ernir eiga aðeins tvö egg, en oft kemst ekki nema
annar unginn upp. Talið er að þetta stafi af því, að
oftast líður all-langt á milli þess, sem örninn verpur
eggjunum, og skríður þá annar unginn fyrr úr skurn-
inu en hinn. Ef til vill hættir þá eggjamóðirin að sitja
á, og deyr þá seinni unginn í egginu. En ef báðir ung-
arnir komast lifandi á legg, þá eru þeir svo misaldra og
misstórir, að sá fyrri gleypir allan matinn frá hinum.
Margt fleira getur orðið þessum ránfugls-ungum að
líftjóni.
Heima er bezt 395