Heima er bezt - 01.10.1960, Page 25
lostinn, hefði þegar klifið klettinn og steypt undan
erninum, en áður hafði enginn ldifið þennan feikna
rnikla klett.
Þannig hljóðar hún sorgarsagan, sem talin er að hafa
gefið steininum nafnið Tregasteinn, og þótt við kynn-
um enga sögu um steininn, þá segir nafnið eitt langa
sögu. Framhald.
Þorbjörg, Dísa, Lalli, Erla og Hrafnhildur biðja um
Þórsmerkurljóð, og einnig Haddý o. fl. En þetta ljóð
er víst vinsælast af dægurljóðum í sumar. Höfundur
ljóðsins er líka einn þekktasti jarðfræðingur á Norður-
löndum, og þjóðkunnur á íslandi fyrir margt fleira en
dægurlög. — En dr. Sigurður Þórarinsson er talinn
höfundur ljóðsins.
Hljómsveit Svavars Gests og Sigurdór hafa sungið
og leikið ljóð og lag á hljómplötu. — María — María —
María hljómar nú frá hverju viðtæki, hvar sem farið
er um landið, því að enginn lokar fyrir þetta vinsæla
lag og ljóð.
Enn þá geymist það mér í minni
María, María,
hvernig við fundumst í fyrsta sinni
María, María.
Upphaf þess fundar var í þeim dúr
að æduðum bæði í Merkurtúr.
María, María, Alaría, María,
María, María!
Margt skeður stundum í Merkurferðum
María, María,
mest þó ef Bakkus er með í gerðum,
María, María.
Brátt sátu flestir kinn við kinn
og kominn var galsi í mannskapinn.
María, María o. s. frv.
Því er nú eitt sinn þannig varið
María, María,
að árátta kvensamra er kvennafarið.
María, María.
Einhvern veginn svo æxlaðist
að ég fékk þig í bílnum kysst.
María, María o. s. frv.
Ofarlega mér er í sinni
María, María,
að það var fagurt í Þórsmörkinni.
María, María.
Birkið ilmaði, allt var hljótt,
yfir oss hvelfdist stjörnunótt.
María, María o. s. frv.
Ei við eina fjöl er ég felldur
María, María,
og þú ert víst enginn engill heldur
María, María.
Okkur mun sambúðin endast vel
úr því að hæfir kjafti skel.
María, María o. s. frv.
Troddu þér nú inn í tjaldið hjá mér,
María, María,
síðan ætla ég að sofa hjá þér.
María, María.
Svo örkum við saman vorn æviveg
er ekki tilveran dásamleg!
María, María, María, María,
María, María!
Auðunn, Guðrún á Austurhól, Þorbjörg, Dísa, Lalli,
Erla og Hrafnhildur biðja um ljóðið Marina, sem Sig-
rún Jónsdóttir hefur sungið í útvarp. Höfundur ljóðs-
ins nefnir sig N. N. — Áður hefur verið birt í þessum
þætti, ljóð með sama nafni, sem Svavar Gests og Sigur-
dór hafa kynnt útvarpshlustendum.
Hér kemur þá ljóðið Marina eftir N. N.:
Ef værir þú á leið til Ítalíu
og ætlaðir að hitta sæta píu,
þá, renndu við í Rómarstræti 10
og reyndu að hringja og sjá til hvernig fer.
Því þar býr undurfögur yngismeyja
sem allir vilja lifa hjá og deyja
en ekki skal ég núna um það segja
hve eftirlát hún mundi verða þér.
Marina, Marina, jViarina,
hún elskar þá alla jafnheitt.
Marina, iVIarina, Marina,
en enginn samt getur hana veitt.
Þið farið kannske út að keyra
í kelerí og fleira,
en ef þú minnist svo á meira
hún mælir nei, nei, nei.
Ef koss þú um þig kærir
með kossum hún þig ærir.
En ef bónorð fram þú færir
hún fussar nei, nei, nei.
Að lokum er hér lítið ljóð, sem heitir Maja litla.
Ljóð og lag er eftir Ása úr Bæ, en Erling Ágústsson
hefur sungið þetta ljúfa, litla Ijóð.
Heima er bezt 397