Heima er bezt - 01.10.1960, Side 27
SJOTTI
HLUTI
Ingibjörg Sigurðardóttir:
I
Djónustu Meistarans
SKALDSAGA
Séra Ástmar hefur lokið aðkallandi störfum og ekur
síðan heim að bænum hennar Signýjar. Hann gengur
þar rakleitt inn og nemur staðar við hlið konu sinnar,
sem situr hjá sjúkrabeði Signýjar. Hann heilsar konu
sinni blíðlega, lítur síðan á sofandi sjúklinginn og segir
lágt: — Hvernig líður hér?
— Vel að sjá. En þessu lífi er líklega senn lokið hjá
blessaðri gömlu konunni.
— Heldurðu það?
— Já, ég held það.
— Eg kom hingað til þess að vera hjá þér, ef ég
gæti eitthvað aðstoðað þig, Eygló.
— Eg þakka þér fyrir, vinur minn. Nærvera þín er
mér mjög kærkomin á þessari stund. Frú Eygló bendir
rnanni sínum að taka sér sæti, og hann sezt við hiið
hennar. Um stund ríkir djúp þögn, en svo opnar gamla
konan augun allt í einu, lítur brosandi á prestshjónin
og segir lágt, en greinilega:
— Nú er ég að kveðja. Hún réttir frú Eygló mátt-
iitia hönd sína. — Guð blessi þig, Eygló mín, og ykkur
hjónin bæði fyrir allt, sem þið hafið gert fyrir mig.
Frú Eygló tekur innilega urn hönd gömlu konunnar
og sleppir henni ekki aftur. — Fyrirgefðu það, Signý
mín, það hefur verið svo lítið, sagði hún.
— Nei, sannur kærieikur verður aldrei lítill. Signý
lokar augunum aftur. Sæluþrunginn friður ijómar um
andlit hennar. Svo segir hún lágt og hvíslandi: —
Ströndin framundan er bæði björt og fögur. Þar stend-
ur Gunnar Geirsson, æskuvinur minn, ungur og glæsi-
legur eins og forðum daga, og börnin mín hjá honum.
Það er allt að bíða eftir mér. Ég má ekki tefja hér
lengur. Haltu í höndina á mér, Eygló mín, meðan ég
svíf á braut.
Rödd Signýjar hijóðnar urn stund, en svo segir hún
hærra en áður: — Drottinn Kristur, þú hefur verið mér
allt í lífinu. Eins ertu nú á dauðastundinni, og verður
um alia eilífð. — Hvílík dýrð. — Gamla konan tekur
fyrsta andvarpið, eitt, tvö og þrjú. Og hún er dáin.
Frú Eygló heldur enn um hönd Signýjar, og hjónin
lúta höfði, sálir þeirra sameinast í hijóðri bæn og lotn-
ingu við dánarbeð sannkristinnar konu. Og stundin er
heilög.
Prestshjónin sjá að öllu leyti um útför Signýjar, eins
og hefði hún verið móðir þeirra. Frú Eygló uppfyllir
sjáif og iætur uppfylla aliar síðustu óskir gömiu kon-
unnar, eins og hún hafði heitið henni.
Jarðarförin er fremur fárnenn, en yfir henni hvílir
helgiblær trúarinnar og sannur virðuleiki. Að síðustu
leggur frú Eygló fagurlega gerðan blómsveig á gröf
Signýjar frá þeim hjónum. En í framtíðinni ætlar hún
að gróðursetja varanleg blóm á leiði gömlu konunnar
úr litla bænum....
V.
í skugga ógæfumwr.
Síðsumardagurinn ljómar yfir borginni. Frú Eygló
er á heimleið frá því að gera árdegis innkaup fyrir
heimili sitt. Hún leggur leið sína um fáfarna götu og
fer sér hægt og rólega. En skyndilega berst að eyrum
hennar mikill hávaði, og hún veitir jafnframt eftirtekt
tveimur drengjum inni í húsasundi beint á móti henni,
en frá þeim kemur þessi hávaði. Þeir eru í hörkuáflog-
um og falla brátt til jarðar. Annar drengurinn er tölu-
vert stærri en hinn, og hann hefur auðsjáanlega yfir-
höndina.
Frú Eygló hægir ferð sína og fyigist af athygli með
viðureign drengjanna. Hún sér að stærri drengurinn
leilcur hinn mjög illa, og sá minni er farinn að gráta.
Hér getur hún ekki gengið fram hjá án þess að hafa
tal af drengjunum. Hún hraðar sér til þeirra, nemur
staðar fast hjá þeim og segir:
— Góðan daginn, drengir.
Sá stærri linar þegar á tökum sínum, og þeir líta báð-
ir á frú Eygló, en hvorugur svarar ávarpi hennar. Hún
heldur þá áfram og segir:
— Þið megið ekki meiða hvor annan, drengir mínir.
Þetta er ijótur leikur. Viljið þið gera það fyrir mig að
hætta honum strax?
Stærri drengurinn glottir til frú Eyglóar, slær minni
drenginn í andlitið með krepptum hnefa, en sprettur
síðan á fætur og hleypur eins og örskot í burtu.
— Ég skal mola á þér hausinn seinna, kailar sá minni
á eftir honum, þar sem hann liggur flatur í svaðinu, og
rödd hans skelfur af gráti og heift.
Frú Eygló tekur þegar urn hönd drengsins reisir hann
á fætur. Svo nær hún í vasaklút úr tösku sinni og þurrk-
ar honurn í franran.
— Þú mátt aidrei segja svona ljótt, góði minn, segir
hún hlýlega og virðir drenginn fyrir sér. Þennan dreng
hefur hún séð áður, og hún man brátt, hvar það var.
Hann er annar drengjanna, sem kailaði á eftir Signýju
forðum, og hér ber þá fundum þeirra saman aftur.
Drengurinn titrar af ekka og gráti.
— Jú, ég skal víst mola á honum hausinn, þegar ég
get, hrópar hann æstur.
Heima er bezt 399