Heima er bezt - 01.10.1960, Side 28

Heima er bezt - 01.10.1960, Side 28
— Þetta er hræðilegt orðbragð, segir frú Eygló al- varlega, en milt. — Svona segir pabbi stundum við mömmu, þegar hann kernur seint heim, en þá eru augun í honum líka alltaf svo skrítin. — Jæja, það er ljótt að heyra, segir frú Eygló. — En heyrðu, við höfum sézt áður, góði rninn, rnanstu ekkert eftir því? Drengurinn horfir stórum augum á frú Eygló nokk- ur andartök, og allt í einu ljómar bros á andliti hans.’ — Það varst þú sem gafst okkur Sigga bróður fallegu peningana einu sinni, ég man vel eftir því. Ég gaf mömmu peninginn minn, af því að hún átti svo litla aura. — Það var fallega gert, vinur minn, en hvað heitir þú annars? — Ég heiti Jón, en er kallaður Nonni. — Og hvar áttu heima? — Hjá mömmu. — En hvar á þá mamma þín heima, geturðu sagt mér það? — Já, hún á heima í kjallaranum á þessu húsi þarna. frá, hinum megin við götuna. Drengurinn bendir á hrörlegt timburhús þar skammt — Attu mörg systkini, væni minn? — Já, Sigga bróður, Stínu og litlu systur. Viltu koma með mér heim, ég skal sýna þér hana, hún er bara pínu lítil, en ósköp falleg. Frú Eygló brosir og strýkur hönd sinni blíðlega um koll drengsins. — Mikið ertu góður við mig að vilja sýna mér litlu systur þína. En heldur þú að mamma þín leyfi það, að þú sýnir ókunnugri konu litlu systur? — Já, já, mamma leyfir það. Hún segir að enginn vilji koma til sín, af því að hún sé svo fátæk, og pabbi drekki svo mikið brennivín, það líti allir niður á okk- ur, en það er víst eitthvað leiðinlegt. Frú Eygló virðir drenginn enn betur fyrir sér. Föt hans eru mjög fátækleg, og við nánari athugun ber út- lit hans öll einkenni þess, að hann eigi við þröngan kost að búa. Frú Eygló er snortin djúpri samúð. Hér er ef- laust á næstu grösum aðkallandi verkefni fyrir köllun hennar. Ekkert þarfnast fremur hjálpar og skilnings að einhverju leyti en fátæk og vanrækt börn. Hún ákveð- ur þegar að þiggja boð drengsins að fara heim með honum og sjá litlu systur hans. Kannske gæti það orð- ið til góðs á einhvern hátt. Frú Eygló brosir til Nonna og segir: — Jæja, vinur, mig langar til að sjá hana litlu systur þína, fyrst þú vilt vera svo góður að sýna mér hana. En auðvitað spyrðu mömmu þína fyrst um leyfi, hvort þú megir þetta. Andlit drengsins ljómar af gleði. — Já, já, komdu bara. Litla systir sefur úti í gamla vagninum hans Sigga, en hann er orðinn svo bilaður, að það má ekki hreyfa hann neitt, þegar litla systir sefur í honum, því þá getur hann dottið sundur. Drengurinn tekur um hönd Eyglóar, og þau leiðast heim að húsinu, þar sem hann á heima. Fyrir utan lítinn kjallaraglugga stendur barnavagn, sem einhverntíma hefur getað heitið það með réttu, en getur það nú naumast lengur. Frú Eygló nentur staðar hjá vagninum og segir við drenginn: — Nú spyrðu mömmu þína um leyfi, hvort þú meg- ir sýna mér litlu systur þína, ég ætla að bíða hérna á meðan. — Ég skal vera fljótur, segir drengurinn og hleypur á sprett inn í kjallarann. Eftir örstutta stund kemur drengurinn aftur og með honum ung kona. Þau ganga til frú Eyglóar, og konan býður henni feimnislega góð- an dag. — Góðan daginn, svarar frú Eygló glaðlega. Hún heilsar konunni með handabandi og kynnir sig. Konan kynnir sig einnig. Hún heitir Ragna. — Þetta er mamma mín, segir Nonni við frú Eygló. — Hún segir þér sé velkomið að sjá litlu systur mína, og hún ætlar sjálf að sýna þér hana. — Ég þakka þér fyrir, vinur. Ragna brosir feimnislega til frú Eyglóar. — Já hann kom inn til mín með mesta írafári og sagði mér, að góða konan, sem einu sinni hefði gefið sér fallega pen- inginn, og núna áðan hefði hjálpað sér undan Stjána, væri komin og vildi sjá litlu systur sína. — Blessaður drengurinn, hann var svo góður að bjóða mér að koma og sjá hana. — Það er víst líka velkomið, og hérna er kvenmað- urinn. Ragna gengur að vagninum og lyftir upp mjög snjáðu teppi en undir því hvílir sofandi stúlkubam. Frú Eygló lýtur yfir vagninn og horfir með hlýju brosi á barnið, litla, fallega stúlku, sem ekki rumskast í svefn- inum, þótt teppið sé tekið ofan af henni. — Þetta er litla systir mín, segir Nonni við frú Eygló. — Nú ertu búin að sjá hana. — Já, og hún er fjarska falleg, Nonni minn, segir frú Eygló blíðlega. — Já, það finnst mér líka. Drengurinn hoppar glað- ur frá vagninum og fer að leika sér sunnan við húsið. Hann er hjartanlega ánægður yfir því að hafa sýnt góðu konunni litlu systur sína. Frú Eygló límr til Rögnu og segir: — Hvað er litla stúlkan gömul? — Tveggja mánaða. — Hún er reglulega efnileg. — Eftir ástæðum er hún það, blessunin litla. Ragna andvarpar þunglega og breiðir snjáða teppið aftur yfir barnið. Síðan lítur hún vandræðalega á frú Eygló og segir: — Hann er orðinn svo ræfilslegur þessi vagn, að það liggur við, að ég skammist mín fyrir að láta bamið sofa í þessu úti, en það vill til, að hingað koma svo fáir. — Það verður allt að vera eftir efnum og ástæðum, segir frú Eygló alúðlega og virðir Rögnu fyrir sér með athygli. Hún er auðsjáanlega ung kona og fríð sýnum, en yfir svip hennar hvílir dapurlegur raunablær, sem er þó jafnframt hlýr og góðlegur. Frú Eygló lízt vel á 400 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.