Heima er bezt


Heima er bezt - 01.10.1960, Qupperneq 30

Heima er bezt - 01.10.1960, Qupperneq 30
— Jæja, góða mín. Léttu þá af huga þínum, ég skal ekki bregðast trausti þínu. Attu við mikla erfiðleika að stríða? — Mér finnst það þungbært. Maðurinn rninn neytir nú orðið svo mikils áfengis, að börnin líða skort fyrir það. — Er langt síðan maðurinn þinn byrjaði að neyta áfengis? — Já, það eru mörg ár síðan, en í fyrstu var það svo lítið, að það kom ekki að sök. Hann stundaði vinnu sína ágætlega fyrir því og sá okkur öllum vel fyrir nauðsynjum okkar fyrstu búskaparárin. En nú á síðari árum hefur hann stöðugt aukið vínneyzluna, og börn- unum fjölgaði jafnhliða. Hann er líka farinn að verða svo vondur með áfengi í seinni tíð, að ég er oft dauð- hrædd við hann. Venjulega kemur hann drukkinn heim eftir vinnu á laugardögum og heldur síðan áfram að neyta áfengis fram á sunnudagskvöld. A mánudögum liggur hann svo veikur og treystir sér ekki í vinnu. En ég held þá, að hann þjáist meira andlega en líkamlega, því að þá iðrast hann framkomu sinnar, svo að það er hræðilegt að horfa upp á líðan hans. Þegar hann er í því ástandi, segist hann ætla að hætta að drekka vín, og ég er viss um, að þá þráir hann ekkert heitar en að geta yfirstigið áfengisnautnina, en það sækir alltaf í sama horfið aftur. Hann er ósjálfstæður, og freisting- arnar margar, en Hallur er góður drengur þrátt fyrir allt. Ég hef oft beðið Guð að senda einhverja hjálp, svo að hann mætti komast á rétta leið, og ég trúi ekki öðru, en að hann geri það, blessaður Himnafaðirinn, því hvað sem er um mig sjálfa, þá eru það börnin mín og Hallur, sem ekki mega verða þessari hræðilegu ógæfu að bráð, sem yfir heimili okkar hefur fallið. Þú þekkir vonandi ekki af eigin reynslu örlög drykkju- mannskonunnar? — Nei, maðurinn minn neytir aldrei áfengis. — Hvað starfar maðurinn þinn annars? — Hann er prestur hér í borginni. — Prestur! — Svo þú ert þá prestsfrú, og ég hef gerzt svo djörf að bjóða þér hingað inn í hreysið mitt. — Ragna verður næstum vandræðaleg. En frú Eygló lítur brosandi til hennar og segir alúðlega: — Ég álít okkur alveg jafningja, þó minn maður sé kirkjunnar þjónn, en þinn algengur verkamaður. Við erum öll bræður og systur, hvar sem skaparinn hefur sett okkur í þjóðfélaginu, og nú vil ég reynast þér sem systir og hjálpa þér eftir beztu getu. Hvað get ég nú fyrir þig gert? Ragna lítur á frú Eygló, og gleði og undrun spegl- ast í augum hennar. — Er guð að bænheyra mig? Er mér að berast hjálp? segir hún. — Það fyrsta sem þú getur gert fyrir mig, er að koma hingað öðru hvoru og reyna að kynnast Halli sjálfum. — já, sennilega er það fyrsta skilyrðið, hvað hann snertir, en þú sjálf og börnin, hvað get ég gert fyrir ykkur? — Ekkert betra en reyna að hafa áhrif á Hall, svo að hann hætti að neyta áfengis, þá er okkur öllum borgið. — Jæja, vina mín, við skulúm þá sjá, hverju ég get áorkað, því ég trúi á sigurmátt hins góða. Nú ætla ég ekki að tefja lengur hjá þér að þessu sinni, en ég kem bráðlega aftur. — Guð blessi þig fyrir kornuna hingað í dag. Augu Rögnu blika full af tárum, og hún tekur innilega í hönd frú Eyglóar. — Það er lítið að þakka, en við skulum vona það bezta. Frú Eygló rís á fætur og þakkar fvrir kaffið. Síðan fvlgir Ragna henni út fvrir kjallaradyrnar, og þar kveðjast þær sem systur. Frú Eygló hraðar sér heim á leið. Hún er búin að vera óvenju lengi að gera morguninnkaupin að þessu sinni. En Ragna gengur inn aftur i húsið glöð og undr- andi yfir því sem gerzt hefur, og nv von streymir um sál hennar. Guði er ekkert ómáttugt. Prestshjónin sitja sarnan inni í dagstofu sinni að lokn- um hádegisverði og njóta hvíldar um stund. Frú Eygló hefur beðið eftir góðri næðisstund með manni sínum einum til þess að skýra honum frá atburðum morguns- ins, og nú er tækifærið komið. En áður en frú Eygló hefur mál sitt, lítur séra Astmar brosandi til konu sinn- ar og segir: — Fórstu eitthvað langt í morgun, Eygló mín? Hún vinkona þín sem býr fvrir innan bæinn, hringdi hingað tvisvar sinnurn og spurði um þig, en ég fann þig ekki í hvorugt skiptið í húsinu. Framhald. • • VILLI........ 402 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.