Heima er bezt - 01.02.1961, Side 6
íbúðarhúsið á Vaðbrekku.
fátækt og þrengingar fólks úr sínu ungdæmi, að í sam-
anburði við það fannst mér mitt hlutskipti gott. Og
það er trúa mín, að það Island sem nú er risið hafi
verið ósk og draumur þess fólks, sem um aldaraðir
þraukaði við skort og þjáningar, stýrði þó ef til vill
stærri hamingju niðjum sínum til handa en nútíminn í
allsnægtunum."
Ingibjörg er sköruleg kona í sjón og raun. Dugnað-
ur, hagvirkni og ósérhlífni þessara systkina allra er
sterk kynfylgja og erfð frá löngu liðnum formæðrum
og feðrum í Valla- og Skriðdalshreppum, sem voru
eftirsótt til vandasamra og erfiðra starfa á stórbúum,
þó launin væru oftast í öfugu hlutfalli við afköstin.
Ingibjörgu var jafn sýnt um að prjóna í höndunum al-
klæðnað á dætur sínar í bernsku eins og að sníða þeim
skartklæði fullorðnum.
Mér virðist augljóst, að mæðurnar og húsfreyjurnar
eigi meira en í einurn skilningi líftóruna í þessari þjóð.
Þeirra hlutverk var meira en það að fæða og klæða, sem
þó var ærið starf út af fyrir sig. I þeirra hlut kom
fræðsla barnanna og öll andleg mennt þeirra, auk þess
Nokkur af bar?iabörnum Ingibjargar á Vaðbrekku. Myndin
er ,tekin í júlí 1960.
að annast sjúklinga og gamalmenni. Þetta eru störf sem
í dag kosta ríkið hundruð milljóna á ári í krónum og
alveg óvíst hvort betri árangri er náð miðað við breytt-
ar aðstæður. Þegar það er svo hugleitt að húsakynnin,
sem þær áttu við að búa, voru þau óhentugustu og
aumustu, sem heimurinn hefur haft upp á að bjóða, er
furðulegt að þær skyldu ekki gefast upp á þessu hlut-
verki, jafnvel snjóhús Eskimóa voru lúxusíbúðir í sam-
anburði við sveitabæina íslenzku. Sárfátækar voru þær
flestar á veraldarvísu, en þeim mun auðugri af kær-
leika og sönnum mannkostum og margur ungur íslend-
ingur er búinn að leggja út í lífið með lítið annað vega-
nesti en bænir og blessun góðrar rnóður, og gefizt vel.
Það er líka gleðilegt að vita, að öll andans stórmenni
íslenzk, hafa sungið mæðrunum óð, sem aldrei deyr.
Eftirtektarvert er, að þrátt fyrir nærri hálfrar aldar
kvenréttindi hér á landi, hafa konur ekki að neinu ráði
tekið þátt í stjórnmálaerjum eða dægurþrasi. Hins veg-
fHeimilisfólk og gestir á Vaðbrekku fyrir 20 árum.
ar hafa þær tekið að sér forustuna í öllum líknar- og
mannúðarntálum — og lyft þar Grettistaki. Sýnir það
að þær eru enn hlutverki sínu trúar.
Þó Ingibjörg sé nú þegar, tæplega sextug, búin að af-
kasta miklu ævistarfi, er síður en svo að á henni sjái
þreytu eða ellimörk. Hún er enn ung í anda, létt í spori
og hlífir sér hvergi.
Eftir að Vaðbrekka komst í vegasamband fyrir fá-
um árum, var tæknin strax tekin í þjónustu búsins, bæði
úti og inni. Hefur búið stækkað, afköst og umsvif auk-
izt og hefur Ingibjörg verið þar hvetjandi en ekki letj-
andi. Og nú, þegar nýbýli er risið í túnfætinum og
jörðin er yrkt með stórvirkum, nýtízku tækjum, má
það Ijóst vera að ævistarf þeirra Vaðbrekkuhjóna er sá
trausti hornsteinn, sem þær frarnkvæmdir hvíla fyrst
og fremst á.
Þrátt fyrir litla skólagöngu og annasama ævi hefur
Ingibjörg aflað sér staðgóðrar þekkingar, enda vel lesin
í bókmenntum, fornum og nýjum. Ættfræði og þjóð-
legur fróðleikur er sérstakt hugðarefni hennar, auk þess
sem hún er einlægur unnandi fagurra ljóða og allra
þjóðlegra Iista.
42 Heima er bezt