Heima er bezt - 01.02.1961, Síða 7
Fyrsta ferð mín í
útver
Frásögn Einars Sigurfinnssonar -
Arni Arnason skráði
Veturinn 1901 hafði stjúpi minn ráðið mig sem
vertíðarstrák til Gissurar Bjarnasonar söðla-
smiðs á Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Ég var
þá 17 ára gamall og var hjá móður minni og
stjúpa að Lágu-Kotey í Meðallandi, smávaxinn, kjark-
vana og kraftalítill. Ég var þó talinn vera orðinn nógu
gamall og þroskaður, til þess að fara í útver og létta
undir í þurftir heimilisins.
Það var mjög nálægt miðþorra, að ákveðið var að
leggja upp í þessa fyrirhuguðu ferð. Á næsta bæ við
mig var bóndason, Árni Erasmusson, að nafni. Hann
var maður á bezta aldri, fjörmikill, dugnaðarforkur og
hinn bezti drengur. Hann ætlaði til útvers og ætlaði
að verða á skútu frá Reykjavík. Þessum manni var ég
nú falinn til umsjónar og aðstoðar á meðan leiðir okkar
lægju saman. Með okkur var og piltur á líkum aldri og
ég, sem hét Björn Bjarnason, léttur á fæti og vel dug-
legur.
Morgunn einn í björtu veðri lögðum við þremenn-
ingarnir svo af stað austan úr Meðallandi. Nokkur snjór
var kominn, en þó ekki svo mikill, að veruleg ófærð
gæti kallazt. Kúðafljót var allt ísi lagt, nema áll einn
allbreiður og straumþungur. Vfir hann fengum við
ferju frá Söndum, sem var bær, er stóð á hólma í
Fljótinu. Nokkrir smá álar voru svo auðir í vestur-
hluta Fljótsins, en vrfir þá komumst við tafalítið. Við
héldum svro áfram vestur Álftaverið og tók ég mér
náttstað þar í Holti. Þar bjó þá Einar Jónsson og kona
hans, Guðrún Guðmundsdóttir, og var hún móður-
systir mín.
Næsta dag var dimmt í lofti, og gekk að með slyddu-
éljum. Við fengurn lánaða hesta nokkuð út á sandinn,
og með okkur reið kunningi okkar, Bjarni Sverrisson,
til þess að reka hestana til baka. Bjarni kom okkur út
yfir Miðkvíslar, en þar sneri hann aftur og árnaði okk-
ur fararheilla. Þá lögðum við pokana á axlirnar og tók-
um til fótanna. Ekki var þó hlaupið heldur þrammað
áfram jöfnum skrefum en með smáhvíldum út yfir
Múlakvísl, þaðan út með Höfðabrekkuhömrum, yfir
Kerlingardalsá, út með Víkurhömrum og allt til Víkur-
kauptúns. Eins og venjulega fékk ég gistingu hjá góð-
vinum mínum, Erlendi Björnssyni trésmið og hans
ágætu konu Ragnhildi Gísladóttur.
Næsta morgun þegar út var litið, var komið hið
versta veður, norðaustan stormur og mikil snjókoma.
Var ekkert ferðaveður og héldum við félagarnir ltyrru
fyrir í Vík þann dag. Daginn eftir var frostlaust veður
og regnhraglandi. Þá lögðum við af stað frá Vík
snemma dags. Allar smá-ár Mýrdalsins voru stíflaðar
og uppbólgnar vegna bylsins daginn áður. Samt kom-
umst við tafalítið yfir þær allar og allt að Hafursá.
Þegar þangað kom var ekki álitlegt að horfa eftir leið.
Hafursá er allstraumþung jökulsá og rennur í mörgum
kvíslum um stórgerða malaraura. Nú var þetta annars
tiltölulega meinlausa vatnsfall, fuilt af krapa þ. e. ál-
arnir sjálfir, en vatnsflaumurinn streymdi um allar eyr-
ar. Þó ekki væri árennilegt að leggja út í þetta, þótti
okkur hins vegar ekki gott að hverfa frá ánni að
óreyndu. \’ið ákváðum að freista yfirkomunnar. Árni
fór á undan og valdi vöð, þar sem álitlegt þótti. I aðal-
álnum var snjókrapið svo samanþjappað, að það hélt
manni uppi með því að hnoða hvert spor undir fætin-
um áður en skrefið var að fullu stigið. Sums staðar varð
að skríða á höndum og hnjám, því að þannig kom þungi
manns á stærri blett. Þannig sigum við áfrant fet eftir
fet, unz loks öll Hafursá var að baki. Fegnir urðum við
að komast vfir, og kalt var okkur enda vorum við mjög
blautir. Kom sér því vel að skammt var til góðra bæja.
I Pétursey voru góðir bændur og ekki síður góðar
konur. Þar var okkur tekið með alúð og umhvggju-
semi. Fengum við Björn náttstað saman, en Árni var á
öðrum bæ, allir í bezta yfirlæti.
Árni bóndi í Pétursev, sem veitti mér og Birni húsa-
skjól þessa nótt, varð síðar einn af mínum beztu vin-
Frá Vik í Mýrdal. Ser austur með Víkurhömrum. Hjörleifs-
höfði i baksjn.
Heiiría er bezt 43