Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 13
á allmörgum stöðum syðra jafnvel fram á fyrri hluta
16. aldarinnar. Járnvinnslu íslendinga er að mestu lok-
ið um eða skömmu eftir 1400. En einmitt á miðri 14.
öldinni gefur Arngrímur ábóti á Þingeyrum þessa lýs-
ingu af landinu: „Skógur er þar engi utan björk og þó
lítils vaxtar“. Þó að þessi guðs maður geri yfirleitt lítið
úr gæðum iandsins, til þess að auka sem mest á dýrð
söguhetju sinnar, Guðmundar biskups góða, fer þessi
lýsing hans vissulega eigi fjarri sanni, enda hníga fleiri
heimildir í sömu átt. Það er t. d. athyglisvert, hversu
mörg skógarítök eyfirzk höfuðból hafa eignazt um
þær mundir austur í Fnjóskadal. Tæplega hefði svo ver-
ið eftir þeim sótzt, ef skógar hefðu þá ekki verið eyddir
að mestu í Eyjafirði.
Myndin, sem vér gætum brugðið upp um 1400 er þá
þessi. Skógar eru teknir mjög að eyðast. Akuryrkja,
svína- og alifuglarækt er úr sögunni að mestu, járn-
vinnsla hefur lagzt niður að kalla má. Þjóðin, sem fyrir
hálfri annarri öld hafði glatað pólitísku frelsi sínu, hlaut
nú að norpa í köldum húsum, sem urðu lágreistari
og minni, hverju sinni, sem þau voru endurreist, sakir
viðarskorts og eldsneytis. Og hún var nú með öllu háð
aðflutningum um kornvöru, timbur og járn, sem hún
hafði aflað af eigin gæðum landsins að meira eða minna
leyti á fyrstu öldum byggðarinnar. Svo mjög var nú
hag hennar hnignað, þótt meira yrði síðar. Það væri
vitanlega fásinna, að kenna eyðingu skóganna einni um
það hversu komið var. I hagsögu þjóðar eru margir
þættir saman slungnir, bæði innan frá og utan að kom-
andi. En hitt er fullvíst, að sagnfræðingar vorir og aðrir,
sem um þessi mál hafa fjallað, hafa gengið alltof létti-
lega fram hjá þeim áhrifum, sem slík landspjöll sem
skógareyðingin hafði. Með skóginum var eytt dýrmæt-
asta höfuðstól landsins, og sú eyðsla dró margfaldan
slóða hnignunar í far sitt. Það er alkunna, hversu skóg-
ur bætir og mildar loftslag. Það er ekki einungis skjól-
ið, sem hann veitir, heldur dregur hann úr hitabreyting-
um, mildar frostnætur og því um líkt. f skjóli skóganna
verður gróður allur þroskameiri og fjölbreyttari en á
bersvæði. Ekki er ósennilegt, að eyðing skóganna hafi
átt nokkum þátt í að kornyrkja lagðist niður, þótt
fleira hafi til komið. Þegar skógurinn hvarf versnaði
haglendi stómm, og útigangspeningi var hættara. Svín
gátu ekki lengur gengið sjálfala, og fóður handa þeim
reyndist vandfengið, við það lagðist svínaræktin niður,
og íslenzkur landbúnaður varð fábreyttari og snauðari
eftir. Alifuglaræktin fór sömu leiðina. Enda þótt auk-
inn innflutningur járns og hagstæðari verzlun hafi átt
nokkum þátt í því, að rauðablástur lagðist niður, er
ljóst að eldsneytisskorturinn hefur valdið þar miklu
um. Og ekki vænkaði það þjóðarhaginn, að þurfa að
kaupa nauðsynjavöm sem járn, alla frá útlöndum. Eftir
því sem raftaskógurinn eyddist þurfti að flytja meira
inn af timbri, en jafnframt því versnaði húsakostur
landsmanna, og smám saman krepptist þjóðin í lág-
reistum torfkofum, þjáð af kulda og bjargarskorti. En
vetrarbyljir og vornæðingar tóku samtímis að feykja
burtu jarðveginum af eyddum skógarlendum. —
Slíkur er fyrsti þátturinn í sögu íslenzkra skóga.
HIN TÍU BOÐORÐ SKÓGARINS.
Hver sem sér til skemmtunar um skógana fer,
hann beri ætíð boðorð þessi hljótt í huga sér:
1. Brjóttu hvorki smákvisti né græna skógar-grein.
2. Gæt þess að valda ei ungviðinu banamein.
3. Hreins sprekarusl og hrasl gömlum götuslóðum frá.
4. Lát skógarelda engin minnstu skilyrði fá.
5. Fleygðu hvergi flöskubrotum, forðastu það.
6. Gakktu snyrtilega um þinn áfangastað.
7. Rífðu aldrei næfur af ungu birkitré.
8. Slíttu ekki upp blómin, þótt litfögur sé.
9. Veittu hverju skógarlífi hlýlegt hugarþel.
10. Verndaðu skóginn. — Það borgar sig vel.
Þeim sem þessi boðorð í heiðri heldur,
skógurinn æ meiri gleði geldur.
(Úr norsku skógræktarriti).
Til áskrifenda „Heima er bezt“
já, svona fór um sjóferð þá!
Eg hafði lengi alið þá von í brjósti, að Heima er bezl
yrði eini hluturinn á íslandi, sem ekkert hækkaði í
verði. Og þetta tókst reyndar í 5 ár, eða frá árinu 1956
til ársins 1960 að báðum árum meðtöldum. En þar með
var draumurinn líka búinn.
Öll þessi ár hefur allt verðlag farið hækkandi, bæði
vinnulaun og annað, en á síðastliðnu ári hækkaði pappír
og allar aðkeyptar efnivörur, varahlutir í vélar, póst-
gjöld o. S. frv. svo gífurlega, að ekki varð rönd við
reist. Hinn skemmtilegi draumur var á enda, — en hann
hafði þó vissulega staðið í 5 ár, svo að ekki dugar mér
að vanþakka hann.
Áskriftargjald Hehna er bezt fyrir árið 1961 hækkar
nú um 20 krónur, eða úr 80 krónum í 100 krónur. Við
skulum vona, að sá draumur endist okkur einnig í 5 ár.
Síðastliðin tvö ár hafið þið hjálpað okkur mikið og
sparað okkur feikna vinnu með því að þið hafið sjálf
sent okkur áskriftargjöldin og losað okkur þannig við
póstkröfurnar.
Enn á ný fer ég fram á þessa hjálp ykkar og þakka
ykkur fyrirfram, því að ég er þess fullviss, að ekkert rit
á íslandi á jafn góða og skilvísa kaupendur og Heima
er bezt. Og það er ég sannarlega þakklátur fyrir.
Við, aftur á móti, sem að blaðinu vinnum, munum
gera það sem í okkar valdi stendur til þess að það megi
flytja gott lesefni, koma reglulega út, vanda til frá-
gangsins og halda verðinu svo lágu, sem unnt er.
Ég bið ykkur og heimilum ykkar blessunar á þessu
nýbvrjaða ári.
Með beztu kveðju,
Sigurður O. Björnsson.
Heima er bezt 49