Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 15
tjáði sig að mestu sammála síðasta ræðumanni séra Birni.
Eg segi þetta ekki til að kasta rýrð á öndvegisbóndann
Eirík á Brú, sem er líka frændi minn, heldur til að sýna
það, sem altítt var um þessar mundir, að alþýðumenn
höfðu sig ekki upp í það að mótsegja embættismönn-
um, og höfðu varla þrek eða kunnáttu til þess. Samt
skal ég segja það, að ég man engan bónda virðulegri
frá fundi þessum en Eirík frá Brú.
Af hálfu mótherjanna var Olafur Friðrik Davíðsson
á Vopnafirði meðmælandi. Hann mun hafa talað þarna
lengi og snjallt, og sennilega fengið að nota tíma hins
meðmælandans. Nú man ég engan ræðumann að marki
nema hann. Ég varð svo hrifinn af hans ræðu, að ég
man einhver áhrif enn í dag, þó ég muni ekkert efni.
Ég verð þá líka að segja nánari deili á Olafi.
Árið áður, 1902, var líka kosið til Alþingis. Þá var
Ólafur frambjóðandi og Jón Jónsson á Sleðbrjót. Þeir
náðu þá kosningu með glans. Einkum Ólafur, sem hlaut
148 atkv. Mun það hafa verið fágætt, að einn maður
hlyti svo mörg atkvæði hér. Jón á Sleðbrjót var þá líka
kjörinn með 140 atkvæðum, enda var hann gamall í
sessi og vel metinn þingmaður um mörg ár.
Þá féllu Valtýingar fyrir þeim við lítinn orðstír, þeir
Jóhannes sýslumaður og séra Einar í Hofteigi.
Þá var þetta kveðið:
Veslaðist upp í vorkuldum
Valtýskan á Fossvöllum.
Eftir því sem af henni dró
Árni grét en Skafti hló.
Skafti var ritstjóri Austra, og andstæðingur Valtý-
inga, en Árni, sem þarna er getið, mun vera Árni Jó-
hannsson sýsluskrifari um hríð, og mikill stuðnings-
maður Jóhannesar sýslumanns.
Ólafur Davíðsson var verzlunarstjóri á Vopnafirði
hjá Örum og Wulff á þessum árum. En þeir húsbænd-
ur hans fyrirbuðu honum þetta bölvað stúss frá sínu
starfi, svo hann fékk ekki að bjóða sig fram við kosn-
ingarnar 1903.
Honum var nú samt ekki sama 'hvað ofan á yrði, og
kom þarna fram, sem meðmælandi sinna flokksbræðra.
Hann er mér ógleymanlegur, og víst mörgum fleirum
frá þessum tíma.
Ólafur var víst uppalinn á Akureyri og Eyfirðingur
að ætt. Hann sagði lausri stöðu á Vopnafirði næsta ár,
og flutti suður, en varð þó brátt verzlunarstjóri á lsa-
firði.
Jæja, þetta var nú útúrdúr um Ólaf Davíðsson, sem
ég sá aðeins í þetta eina sinn, en ég varð að gera grein
fyrir honum í þessu spjalli.
Nú máttu frambjóðendur koma upp í ræðustólinn
aftur. Já, ég hef gleymt að geta um það, hver ræðu-
stóllinn var. Það var hestasteinninn á Fossvallahlaði, sem
líka var sumstaðar kallaður börðusteinn, fiskasteinn eða
bakþúfa kvenna.
Frambjóðendurnir komu nú aftur í sömu röð og áð-
ur upp á steininn. Þeir svöruðu snuprum og ádeilum
andstæðinganna, einkum meðmælenda þeirra, Ólafi og
séra Birni. Að þeim ræðum loknum var gengið til
kosninga. Ég held ræðutíminn hafi hlotið að vera mjög
takmarkaður, því annars hefði þetta ekki gengið eins
fljótt af. Um þetta man ég þó ekki annað en það, að
öllu var lokið um háttatíma, klukkan um 12, eða jafn-
vel fvrr.
Að ræðunum loknum var farið að kjósa. Sýslumaður
sat þar í stofu, sem vissi fram á hlaðið að gluggum og
hafði þar tvo menn sér við hlið, til að skrifa atkvæðin.
Hreppstjórar áttu að leiða inn til hans sína sveitunga,
og held ég að byrjað hafi verið á hreppunum norðan
frá, eins og raunar er gert hér í sýslunni enn í dag.
Úr Skeggjastaðahreppi man ég ekki til að væri nokk-
ur maður, enda átti hann lengst að sækja. Þó má vera
að einhverjir hafi verið þar, en sjálfsagt mjög fáir.
Næstir voru þá Vopnfirðingar. Mig minnir að ég
hcyrði talað um, að þeir hefðu komið þar einir 60 eða
70 nóttina áður af Smjörvatnsheiði undir forustu Ólafs
Davíðssonar. Um kjósendatölu úr Héraðshreppunum
man ég ekkert.
Hitt man ég vel, að úr Seyðisfirði komu margir, sem
fylktu sér, eða var fylkt um Jóhannes sýslumann. Ég
lenti í að ferja þá með vinnumönnum Björns á Rangá,
vinar míns, kvöldið áður, yfir Lagarfljót á Rangár-
ferjustað. Þeir kusu fremur að fara þar yfir fljótið held-
ur en á Egilsstöðum vegna þess, að þá voru þeir lausir
við Rangá, en hún gat orðið þykkjuþung í vorleysing-
um, sem Páll kvað:
Rangá fannst mér þykkjuþung,
þröng mér sýndi dauðans göng,
svangan vildi svelgja lung,
söng í hverri jakaspöng.
Reyndi ég þá að ríða á sund,
raðaði straumur jökurn að.
Beindi ég þeim frá hófahund.
Hvað er meiri raun en það?
Þess verður að geta, að Seyðisfjörður hafði þá ekki
sérstöðu, sem sérstakt kjördæmi. Það kom tveimur ár-
um síðar. Seyðisfjarðarhreppur innibyrgði því allan
kaupstaðinn, því voru þeir svona fjölmennir.
Þeir sigruðu líka í þessum kosningum all-glæsilega.
Jóhannes hlaut 182 atkvæði.
Séra Einar Þórðarson 112 atkvæði.
Séra Einar Jónsson 107 atkvæði.
Jón læknir Jónsson 48 atkvæði.
Þó fullyrði ég ekki, að allar þessar tölur séu réttar.
Stefán Th. Jónsson var stækkandi kaupmaður á Seyð-
isfirði um þessar mundir. Hann var úr Austur-Skafta-
fellssýslu, vinsæll og mikilhæfur maður. Talið var að
hann hefði átt drýgstan þátt í því, að koma Jóhannesi
á þing. Einkum hefði hann verið duglegur að fá menn
til að sækja kjörfund þessa löngu leið.
Heima er bezt 51