Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 17

Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 17
JAKTABOÐ Ur minningum Guhmundar Einarssonar á Brjánslœk E’^ldra fólkið í mínu ungdæmi kallaði [lað „jakta- boð“ þegar þeir, sem ráðnir voru á þiiskipin . fyrir vestan og norðan, voru kallaðir til skips 1 á vorin, venjulega seint á Góu eða snemma á Einmánuði. Það breytti engu þótt skipin væru „kútter- ar“ eða „skonnortur“. I hugum fólksins var jaktaheitið rótfast og sannar það m. a. vísa Bjarna á Siglunesi: „A jaktinni eyddist flest, á sem þurfti að halda „hvur“, en guðsóttinn entist bezt, því aldrei var hann brúkaður.“ Og eins þessi gamli húsgangur: „Víst er kíf að vera á jakt, í veðri og stífu frosti, uppá hífast hundavakt, held ég lífið kosti.“ Þessi boð vöktu gleði unglinganna, sem áttu að fara í fyrsta sinn til sjós á þilskip, það gaf vonir um svo margt, en þó einkum að fá útþránni svalað að nokkru leyti, fá að sjá fjarlæg byggðarliig, og kannske aðra landshluta, sem maður þekkti aðeins af orðspori, og varla það. Líka var vonin um að geta komið með björg í búið, enda þess víðast mikil þörf. Sem sagt jaktaboðin urðu mörgum unglingnum fyrirheit urn það, að þok- ast nær því að verða „karl í krapinu“, sem eitthvert til- lit væri tekið til. Og eitt er víst, að á gömlu seglskútun- um komst margur sveitadrengurinn, lítill og pasturs- laus, svo úr kútnum, að hann varð að manni, fyrr en hann hefði orðið, hefði hann setið heima. Ekki er ég svo fróður að geta með vissu greint frá því, hvenær fyrst var farið að gera út þilskip frá Patreksfirði og Bíldudal, en nokkur útvegur var kom- inn á báðurn þessum stöðum, þegar ég man fyrst eftir mér, eða um aldamótin 1900. Enda fyrntist ekki svo fljótt yfir það afhroð, sem sveitin hafði goldið er 4 ungir menn drukknuðu af þilskipum vorið 1897. En rétt fyrir aldamótin (1898) var útflutningur saltfisks frá Patreksfirði um 500 skp. En frá Bíldudal, hvorki meira né minna en rúmlega 4600 skpd. Vitanlega er þarna talinn með bátafiskur úr verstöðvum kringum þessa firði. Frá þessurn tímá og til þess, er ég mun segja frá, hafði útvegur frá Patreksfirði stóraukizt, en líklega gengið eitthvað saman á Bíldudal. Þilskipaút- gerð var einnig töluverð frá Flatey, þegar kom frani yfir aldamótin, en mest af aflanum var lagt á land til verkunar á Patreksfirði, enda átti sama útlenda félagið verzlanir á báðum stöðurn, og flestöll þilskipin. Þetta félag hét: Islandsk Handels ík Fiskeri Co. Það átti á tímabili 13 eða 14 kúttera, flesta allstóra (45—65 smá- lestir). \Tar þeirn lagt í vetrarlægi á Flateyjarhöfn, því að þar er öruggt skipalægi af náttúrunnar hendi. Þetta verzlunarfélag notaði fiskiskipin til að flytja á þeim vörur frá Danmörku til selstöðuverzlananna á Islandi, fyrst í stað, og voru þá útlendir yfirmenn á skipunum, en réðu íslenzka fiskimenn til sín yfir sumarið, og sigldu síðan á haustin með aflann. Ekki mun slíkur afli hafa komið fram í útflutningsskýrslum landsins. Venju- legá voru aðeins 3 menn á skipunum, þegar þau kornu til landsins, skipstjóri, stýrimaður og matsveinn. Islend- ingarnir voru flestir ráðnir „upp á kaup“, mig minnir að ég hafi heyrt, að það ha.fi verið 7—9 krónur á viltu, og svo „premía“ af hverjum dregnum fiski, 2—3 aurar. Góðir dráttarmenn þénuðu með þessu allt að 20 krón- um á viku, og þótti mikið, því að þá var kaupamanns- kaup urn heyskapartímann almennt 12 krónur á viku. Á þessum skipum lærðu margir hér sjómennsku, og kom það í góðar þarfir síðar. Því eftir aldamót fór að draga úr slíkurn millisiglingum, og skipin urðu mönnuð Islendingum eingöngu. Eftir því aflamagni á Patreksfirði, sem vitnað er í hér að framan, hafa varla verið þar, nema 2 þilskip fyrir aldamótin. Það var Markús Snæbjörnsson, sem fyrstur gjörði þar út þilskip, hét það Vonin, og var jakt. Síðar eignaðist hann aðra jakt, sem hét Comet. Mig minnir að Markús segði mér sjálfur, að þessar jaktir hafi verið um 20 smálestir. Hann sótti þær sjálf- ur til útlanda og sigldi þeim heim, og flutti vörur frá og til landsins í hverri ferð. Markús var mikill elju og dugnaðarmaður, og rak lengi verzlun á Patreksfirði og græddist nokkuð fé, eftir þeirrar tíðar mælikvarða. Hann byggði fyrsta steinhúsið á Patreksfirði, og senni- lega fyrsta af þeirri gerð í sýslunni, það hangir enn þá uppi, en er nú ónothæft. Markús ræktaði stórt tún á Geirseyri, og var þar þó ekki glæsilegt ræktunarland, en elja hans, útsjón og dugnaður, vann sigur á öllum torfærum. Hann var af fátæku foreldri og byrjaði með tvær hendur tómar. Smásaga er sögð af því, er karl faðir hans heimsótti son sinn, þegar hann kom til lands- ins með hið nýkeypta skip, Vonina. Þegar karl kemur upp á þilfarið lítur hann upp eftir reiðanum og segir: „Já, mikill er bollinn, margur er endinn, mikið er höf- uðið á Markúsi mínum að þekkja alla enda.“ Heima er bezt 5?

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.