Heima er bezt - 01.02.1961, Blaðsíða 19
son allatíð eins og fyrsta daginn, góður maður, sam-
vizkusamur vinnuveitandi, nokkuð skapbráður og
stundum af litlum ástæðum, en fljótur til sátta. Hann
var meðalmaður á vöxt en feitlaginn, ljós á hár og
skegg, fríður sýnum, og engan sá ég, er betur bar sjó-
klæði en hann. Það var hrein unun fyrir sjómannsauga
að sjá þann mann í sjóklæðum. Kona hans hét Auróra,
ég held að hún hafi verið ættuð einhvers staðar úr Snæ-
fellsnessýslu, hún var með afbrigðum glæsileg kona.
Mér dettur í hug smáskrítla í sambandi við nafn þess-
arar konu Olafs og læt ég hana fylgja með:
A'laður var nefndur Bjarni og að auknefni „bró“,
hánn var sonur Magnúsar fyrrum bónda í Raknadal.
Magnús var fátækur en átti marga syni, sem flestir voru
lifandi, þegar ég fór að stunda atvinnu á Patreksfirði,
og meðal þeirra var Bjarni. Auknefni hans mun hafa
stafað af því, að maðurinn var fljóthuga og fljótmælt-
ur og þegar hann ætlaði að geta bræðra sinna að ein-
hverju, þá varð venjulega úr því „bró minn“ í stað
bróðir minn, en nafngiftir lágu mjög í landi á Patreks-
firði í þá daga, og er svo raunar enn. Bjarni var einn
af þessum saklausu einfeldningum, sem aldrei ná full-
um þroska, hvorki andlegum né líkamlegum, hann var
mikill vinur og aðdáandi Ólafs faktors. Nú vildi það
til eitt sinn, að útlendur togari kom inn til Vatneyrar,
og ætlaði að fá eitthvað af nauðsynjum, vatn, kol eða
ís, en allt þetta var selt á Vatneyri, því að þar var ný-
byggð hafskipabryggja og hæg aðstaða. Eittlwað tókst
óhönduglega að leggja að bryggjunni, og braut skipið
bryggjuhausinn allmikið. Skipið hét Auróra eins og
faktorsfrúin. Bjarni var þarna nærstaddur og varð mik-
ið um, tók nú á rás eftir þorpinu og vildi dreifa frétt-
inni sem fyrst og til sem flestra, og hrópaði: „Helvítið
hún Aróra, siglir hún nú ekki beint inn í höfuðið á
honum Ólafi mínum, svo að hann bíður þess líklega
seint bætur.“ Ekki hirti Bjarni að geta þess, að þessi
Aróra var skip, og var gjört mikið gaman að fljótfærni
karls. Adargar sögur voru sagðar af Bjarna þessum, og
sumar efalaust ýktar mjög. Hann var aldrei við kven-
mann kenndur, en byggði sér skúr út í svonefndum
Urðum og bjó þar. Þegar mannaferð af aðkomufólki
var mest á Patreksfirði var illt um gististaði. Leituðu
þá sveitamenn til vina og kunningja um húsaskjól, þar
á meðal til Bjarna. Eitt sinn ltomu tveir aðkomumenn í
þess háttar erindum til Bjarna seint á kvöldi, og var þá
karl háttaður og hafði dregið lokur fyrir hurð. Þeir
kölluðu þá til hans um gluggann, en hann sinnti þeim
ekki, þar til honum mun hafa leiðzt þófið, þá kallar
hann út: „Þegjuðu maður, ég er sofandi.“ En þegar
hinn lét sig ekki, bætti karl við: „Haltu kjafti, ég er að
lesa faðirvorið.“ Og máttu gestirnir fara bónleiðir.
Þrír bræður Bjarna voru einnig búsettir á Patreksfirði.
Hét einn Einar, hann hafði verzlun nokkra eða kona
hans, og ráku þau einnig gistihús lítið. Gárungarnir
sögðu, að svo hefði Alagnúsi karli, föður þeirra, þótt
mikill vegsauki fyrir son sinn, Einar, þegar hann gjörð-
ist búðarþjónn hjá Backmann kaupmanni á Vatneyri,
að þá hefði hann þérað hann, eins og Backmann sjálfan.
Guðmundur hét annar bróðir Bjarna. Hann var lengi
matsveinn á skipum frá Vatneyri, meinhægðarmaður,
en gat komið fyrir sig orði nokkuð meinlega, ef svo
bar til. Nú eru þessir bræður allar gengnir fyrir ætt-
ernisstapann, fyrir mörgum árum, en staðurinn fátæk-
ari eftir.
Fyrsta árið, sem ég var til sjós frá Vatneyri var þar
engin bryggja. Allt þurfti að bera á bakinu eða á hand-
börum, salt, kol og aðrar nauðsynjar til skipanna, og
fiskinn upp á handbörum. Að þessu unnu skipsmenn
sjálfir. Og ef sveitamenn, sem til sjós voru á skipunum,
þurftu að skreppa heim til sín, þegar komið var úr
veiðiferð, þá þurftu þeir að fá annan í sinn stað á með-
an, og gjalda honum kaup. Þetta þætti sjómönnum nú,
líklega nokkuð hart, en þá þekktist ekki annað. Og má
segja að skammt sé öfganna á milli.
Að kvöldi þessa fyrsta grjótburðardags okkar félaga,
sást til skips, er stefndi inn fjörðinn, reyndist það vera
„okkar“ skip, og var þá grjótbörunum fljótlega sleppt.
Seint um kvöldið fluttum við okkur svo um borð í
skipið, því að það átti að sigla strax um nóttina. Aldrei
hafði ég áður komið á svo stórt skip. Það var 23 smá-
lestir. Og það var ekki laust við, að ég yrði þá strax
nokkuð uggandi um minn hag, þó að ég léti á engu
bera. Skipsmenn létu mig afskiptalausan, mér var vísað
á „koju“, sem ég skyldi sofa í með öðrum manni. Mér
fannst ég vera eitthvað utangátta við þetta allt.
Skipstjórinn hét Bjarni Friðriksson úr Tálknafirði,
roskinn maður, lágur vexti en nokkuð þrekinn. Hann
var hversdagslega þegjandalegur og fúll í skapi. Sjálf-
sagt hcfur hann verið eitthvað slæmur á taugum, því að
hann átti erfitt með svefn, og hafði þá til að koma
upp, ef hann heyrði minnsta hávaða á þilfarinu, og lesa
óróaseggjunum textann. Stýrimaðurinn hét Jóhannes.
Hann var frá Móbergi á Rauðasandi, lágvaxinn maður
og atkvæðasmár, en vel liðinn af undirmönnum sínum,
því að hann var góðmenni. Ég held að hann hafi aldrei
þorað að snúa skipinu, hvað þá meira, án þess að bera
það fyrst undir skipstjóra. En yfir matarforða skipsins
hafði hann óskoruð ráð og vó vikuforða hvers manns
með svo mikilli samvizkusemi sem um gull væri að
ræða. Hver háseti geymdi sinn skammt í skápum, sem
hólfaðir voru sundur undir bekkjum, sem setið var á í
hásetaklefunum. Það sem út var vegið var: Brauð,
venjulega kex, illhart og ómatarlegt, 3V& kg á viku,
smjörlíki y4 úr kg á viku, slíkt smjörlíki mundi eng-
inn leggja sér til munns nú til dags. y4 kg púðursykur
°g 14 kg kandíssykur. Grautar allir og súpur vrnru
sameiginlegt, en kjöt var skammtað tvisvar í viku, 1/2
kg, venjulega saltkjöt, og tæplega fyrsta flokks. Mat-
sveinninn hét Ólafur. Hann var sonur hins nafnkunna
eyjabónda Hafliða í Svefneyjum, hann var búsettur á
Patreksfirði, ágætis karl en drvkkfelldur um of, og
ákaflega lélegur matsveinn. Aðrir skipsmenn voru:
Teitur bóndi í Hvammi, og með honum mágur hans,
Framhald á bls. 60.
Heima er bezt 55