Heima er bezt - 01.02.1961, Síða 21

Heima er bezt - 01.02.1961, Síða 21
Gamli bœrinn að Reykhólum. um. Þegar Hvammsfjörð leggur og eyjasundin í mynni Hvammsfjarðar, verður oft mikið ísrek út um Röstina og önnur eyjasund, þegar frostið linast, einlcum þegar vindur er á austan. Kemur þá fyrir að höfnin í Stykkis- hólmi fyllist allt í einu af rekís, svo að engum bát er fært út eða inn á höfnina. Þjappast ísrekið svo saman í höfninni, að vel má ganga um hana á jökunum, eins og á samfelldum ís. Reyndist þetta of mikil freisting fyrir strákana í Stykkishólmi, sem töldu það spennandi íþrótt að hlaupa jaka af jaka og vita hyldýpið undir, og mikla áhættu, ef hlaupið mistækist. En þótt drengj- unum fyndist þetta góð skemmtun, þá urðu foreldrar slegnir ótta og óskuðu þess, að rekísinn hyrfi sem fyrst. Engar áminningar dugðu. Foreldrar lögðu þó blátt bann við því að strákarnir stunduðu jakahlaup, og kennararnir í skólanum bentu á hættuna, og báðu drengina að varast þennan leik. En sem sagt. Engar áminningar dugðu. En þá kom nokkuð fyrir, sem reyndist lærdómsríkt, svo að jakahlaupin hættu skyndi- lega í það skiptið, enda fór þá líka rekísinn sína leið. Tveir 12 ára drengir, sem mikið stunduðu jakahlaup hættu sér alltaf lengra og lengra út, þar sem jakarnir voru gisnari. Þeir voru loks komnir út á ailstóran jaka, sem bar þá báða vel, en þeir gættu þess ekki að jakinn lónaði með þá frá jakahrönninni. Vindur stóð af landi og þarna sigldu þessir ungu garpar hraðbyri til hafs. Nú varð uppi fótur og fit í kauptúninu. Drengirnir á jakanum fjarlægðust og fréttin flaug um bæinn eins og eldur í sinu. Margir litlir vélbátar lágu í höfninni en hún var þakin rekís. Það tókst þó brátt að koma vélinni í gang í einum bátnum og stjaka honum út úr höfninni. Var nú sett á fulla ferð á eftir drengjunum á jakanum og tókst fljótlega að draga þá uppi og bjarga þeim upp í bátinn. Mátti það ekki seinna vera, því að jakinn var ekki stór, og kjarkur drengjanna brostinn. Lítið var rætt um jakahlaup í Stykkishólmi, það sem eftir var af þeint vetri. Þetta var varúðarmerki, sem ekki varð misskilið. Næsta saga heitir: Vélbáturinn, sem sölzk. Það var síðla vetrar í ágætu veðri, að lítill vélbátur með þilfari fór af stað frá Stykkishólmi á leið upp á Skógarströnd. Veður var bjart og stillt. F.g man það vel, að ég horfði á eftir bátnum, er hann kom inn fvrir Baulutangann og hugsaði sem svo, að gaman væri að vera á sjó í slíkri veðurblíðu. Á bátnum voru tveir ntenn, og af því að ekki var hægt að lenda vélbátnum á viðkomustöðunum, þá höfðu þeir í eftirdragi litla kænu. Nokkurt ísrek hafði verið undanfarna daga, og voru smájakar hér og þar á reki, en þá er sigling ætíð hættuleg. Jakarnir eru líka misþungir og sjást misjafn- lega vel á sjónum. Jakar úr sjávarís eru léttari og sjást betur en blátærir jakar, sem flotið hafa til sjávar úr bergvatnsám. Ég leit af litla vélbátnum um stund. Sól- in gyllti sundin og ekki gáraði sjóinn. Allt í einu hvarf báturinn. Hann stakk sér í hafið. Glerharður jakaklumpur hafði rekizt á kinnunginn á Heitna er bezt 57

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.