Heima er bezt - 01.02.1961, Qupperneq 25
FYRSTI HLUTI
I.
Orlaga-bréfið.
Björt maísólin Jjómar yfir sýslumannssetrinu að
Grund. Árni sýslumaður situr inni í skrifstofu
sinni og les sendibréf. Hann er maður nokkuð
við aldur, hár vexti, fremur feitlaginn og hinn
fyrirmannlegasti að vallarsýn. Gleðibros færist um
andlit sýslumannsins, meðan liann les hið lcærkomna
bréf frá gömlunt vini og félaga í höfuðborginni, Þórði
heildsala Pálmasyni. Upphaf bréfsins hljóðar þannig:
„Kæri vinur: — Þakka allt liðið. Síðast þegar fundum
oltkar bar saman, færðir þú það í tal við mig, að þig
vantaði aðstoðarmann, eða réttara sagt fulltrúa. Nú hef
ég ráð á tilvöldum manni handa þér í þá stöðu. Pálmi
sonur minn lauk lögfræðiprófi nú fyrir skömmu, mesti
efnispiltur, en ég hef ekld fundið starf, sem mér líkar,
fyrir hann liér í höfuðborginni. Nú stendur hann þér
til boða sem fulltrúi þinn, gamli vinur.... Sendu mér
svar þitt hið bráðasta.“
Sýslumaðurinn lítur lauslega yfir það sem eftir er af
bréfinu, og réttir sig svo upp í stólnum. Ja, hvort hann
tæki þessu boði hins gamla og góða vinar síns! Þeirra
viðskipti hafa ætíð orðið honum í hag, og eins verður
áreiðanlega einnig í þetta sinn. Ekki þurfti hann mikið
fyrir þessu málefni að hafa!
Hann ætlar að svara bréfi vinar síns strax og biðja
hann að senda Pálma sem fyrst að Grund. Hann er fyr-
ir löngu farinn að hafa þörf fyrir aðstoðarmann í hinu
umfangsmikla embættisstarfi sínu.
Sýslumaðurinn tekur fram ritföng, skrifar í flýti
svarbréf sitt og frímerkir það. Svo rís hann á fætur,
gengur að glugganum og opnar hann. Ferskur vorblær-
inn streymir inn á hann. Sýslumaðurinn stendur kyrr
við gluggann um stund og horfir út. Helga kona hans
og Elsa dóttir þeirra vinna að gróðursetningu nýrra
blóma í stórum, fjölskrúðugum garði heima við húsið.
Þær hafa báðar mikinn áhuga fyrir blómarækt.
Sýslumaðurinn horfir með velþóknun á starf þeirra
og virðir þær jafnframt fyrir sér. Elsa er orðin gjaf-
vaxta mey. Hann brosir. Já, hví skyldi hann ekki fara
að hugsa fyrir eftirmanni sínum. Hann vildi gjarnan
senn fara að njóta algerrar hvíldar frá embættisskyld-
um eftir erilsaman starfsdag. En fyrst verður hann að
sjá fyrir öllu. Verður þá ekki hin væntanlega koma
Pálma lögfræðings að Grund hið ákjósanlegasta svar
við framtíðardraumum hans um traustan eftirmann og
glæsilegan tengdason?
Hann má ekki draga það lengur að skýra þeim
mæðgunum frá þessari gleðifrétt um væntanlega komu
hins nýja fulltrúa. Helga kona hans hefur lengi hvatt
hann til að fá sér aðstoðarmann, svo þessi nýja ákvörð-
un hans hlýtur að gleðja hana.
Sýslumaðurinn gengur fram tir skrifstofunni og út í
blómagarðinn til konu sinnar og dóttur. Mæðgurnar
hafa lokið við að fullgera síðasta blómabeðið og eru á
förum úr garðinum. Sýslumaðurinn nemur staðar hjá
þeirn og segir glaðlega:
„Mikið gróðursetjið þið af blómunum, kona mín og
dóttir.“
„Já, finnst þér ekki garðurinn okkar vera fallegur,
góði minn?“ Helga lítur brosandi yfir blómabeðin og
svo á mann sinn.
„Jú, vissulega, og alltaf er prýði af velhirtum blóm-
um. En nú er ég kominn til að segja ykkur mæðgunum
góðar fréttir. Ef til vill hef ég iíka í dag lagt grund-
völl að nýjum gróðri, sem á eftir að bera ríkulegart
ávöxt í framtíðinni, hér að Grund. Eg var að ráða til
mín aðstoðarmann.“
Frú Helga horfir glöð og undrandi á mann sinn.
„Hver er það?“
„Pálmi lögfræðingur, sonur Þórðar heildsala, vinar
míns.“
„Það eru ánægjulegar fréttir, ég samgleðst þér, góði
ntinn. Og hvenær kom þetta til ráðagerðar?“
„Ég félck bréf frá Þórði vini mínum með póstinum
í morgun, þar sem hann býður mér Pálma son sinn mér
til aðstoðar, og ég var að ljúka við að svara bréfi hans
og taka því vinarboði.“
„Hvenær áttu svo von á Pálma hingað?“
Heima er bezt 61