Heima er bezt - 01.02.1961, Síða 32
Svo rigsaði hún fram úr borðstofunni og þóttist hafa
komið vel fyrir sig orði.
„Hún hefði heldur átt að þegja, garmurinn,“ tautaði
Hartmann í hálfum hljóðum við vanga konu sinnar.
„Þú varst að spyrja mig að því hver hefði verið á
spildunni hjá mér þegar þú reiðst fyrir neðan garð,“
sagði Leifi. „Það var Ásgeir frá Giljum. Hann verður
þar víst þangað til túnið er búið, meira þarf hún sjálf-
sagt ekki að heyja. Eg hugsa að hann hirði þar í vetur.
Hann er gammduglegur maður, að hverju sem hann
gengur.“
„Ojá, það þarf alltaf að vera einhver dul yfir öllu,
sem þessum búskap tilheyrir,“ sagði Hartmann. „En
'hafa þær ekki einhverja kaupakonu?“
„Það hefur verið unglingsstúlka utan af Eyri þessa
daga og svo hef ég lánað strákangann minn til að rifja.
Túnið er langt komið. Ef þurrkurinn helzt næstu viku
verður varla mikið eftir úti um næstu helgi, því alltaf
er flutt heim í hlöðu jafnótt og þornar.“
„Hvernig er hægt að flytja inn þegar enginn taminn
hestur er til á heimilinu?“ spurði Hartmann. Kristján
spurði einskis, en hlustaði með ákefð eftir svörum Leifa.
„Það kom fljótlega ný kerra heim á hlaðið. í henni
'hafa sáturnar verið fluttar. Klárinn hans Bjössa á Bala
gengur fyrir henni. Hún lét Ásgeir slá fyrir það hjá
'honum nærri heilan dag og það á engi. Það var fallegur
blettur, sem hann skilaði. Ég býst við að karlinn hafi
verið skaðlaus. Svo fær hann kerruna þegar hann þarf.
Það lítur út fyrir það, að hún verði jafn vinsæl hjá
nágrönnunum og áður. Ég er búinn að lofa Jóni litla að
fylgja honum hingað þegar hann er farinn að geta set-
ið á hesti; hann er heldur klaufskur enn þá.“
„Þar færðu líklega kærkominn gest, Kristján minn,“
sagði Arndís og brosti.
„Það verður sjálfsagt seint sem sá gestur ríður í hlað
'hér, enda líklega búinn að gleyma mér að mestu leyti,“
sagði Kristján stuttlega. Svo breytti hann um og spurði
Leifa hvort hann ætlaði að verða á Hofi í allt sumar.
„Nei, ég er hættur. Verð að fara að hugsa um að
reyta eitthvað handa þessum fáu skepnum mínum. Hún
segist hafa vísan kaupamann næstu viku. Ekki veit ég
hver hann er.“
Forvitnin hafði rekið Ásdísi inn aftur. Henni var líka
runnin reiðin að mestu leyti.
„Það er nú bara bróðir þinn, Ásdís mín, sem er til-
vonandi ráðsmaður á Stóra-Hofi,“ sagði Hartmann
gamli.“
Hún stakk höndum á mjaðmir sér og skellihló. „En
hvað þetta fellur vel saman. Hann býr með Rósu en
ég með Kristjáni. Kannske verður sami endirinn fyrir
þeim og okkur.“
„Ja, hvaða endir er það eiginlega?“ spurði Leifi.
„Þú sérð það nú líklega, þennan myndarlega son, sem
við eigum.“ Hún sá að Kristján var allt annað en falleg-
ur á svipinn, en hún lét sig það litlu skipta. Hann var
búinn að velgja henni svo þessa viku.
„Kannske þú haldir að hann giftist annarri hvorri
maddömunni,“ tísti í Leifa.
„Það eru víst engin vandræði að búa með Ásgeiri.
Hann kann að hirða skepnur og það hefur alltaf þótt
þó nokkurs virði,“ sagði Ásdís snúðugt.
Arndís gamla fór að tala um að það þyrfti líklega að
fara að hugsa um kaffi handa gestinum. Valborg hafði
gengið á bæi.
Það var þungur svipur á feðgunum, þegar Leifi var
farinn. Kristján ranglaði eitthvað út fjörur en Hart-
mann tók tóbaksfjölina. Hann hafði ekki viljað hreyfa
hana meðan Leifi var þar. Hann át tóbakið eins og mat
af fjölinni, meðan það var ekki nógu smátt til að taka
það í nefið, hákurinn sá.
„Það hafði ekki neitt góð áhrif á Kristján að heyra,
að kona hans og barn væru komin í sveitina. Hann hef-
ur frétt þetta þegar hann fór með ullina. Síðan hefur
hann verið allt annar maður,“ sagði Arndís gamla
raunaleg á svip.
„Já, ójá, það má nú segja, að hann er ólánsgarmur í
þessu kvennastússi sínu. Honum hefði verið nær að
taka maddömuna eins og ég var búinn að margráð-
leggja honum. Þá hefði hann ekki þurft að búa sem
leiguliði í mörg ár og hrekjast svo burtu. Þó tekur út
yfir að geta ekki verið almennilegur við stúlkugreyið
og barnið, eins og hún vinnur þó. Svo lætur hann
stundum eins og Guðný sé einhver sérstök dugnaðar-
hetja, sem stendur þó alveg eins og kyrr við hliðina á
Ásdísi. Það gerir hann bara til að skaprauna henni.“
„Já, ég skil það. Hann finnur eins og er, að hún er
langt fyrir neðan hann,“ sagði Arndís.
„Það megum við nú hafa,“ sagði Hartmann. „Það er
ég, sem ekki hefði verið lengi að velja á milli þeirra
kvenna. Það er eins og ég hef sagt áður honum til
skammar hvernig hann kemur fram við hana,“ sagði
Hartmann og tók hraustlega á járninu.
Þurrkarnir héldust fram í ágústbyrjun. Þá voru flest-
ir búnir að hirða túnin og sumir búnir að fá talsvert af
engjum. En eftir það var varla hægt að segja að kæmi
rigningarlaus dagur. Það var háttað frá húðarrigningu
og vaknað til hennar aftur. Þá voru slæmir geðsmunir
hjá sveitafólki. Utheyin velktust, gul og brún í engjun-
um, þangað til útséð var að ekki væri hægt að þurrka
þau nema að binda þau heim á tún eða einhverja bletti,
sem ekki gátu blotnað. Eins og vanalega mundi enginn
annað eins sumar.
Það var þó eitt gott við óþurrkana, hugsaði Ásdís.
Hún hafði betri tíma til að hugsa um innanbæjarverk-
in, sem aðallega voru þvottar og þjónustubrögð á Krist-
jáni og henni sjálfri. Það var heldur styttri vinnutím-
inn, því dagarnir styttust enn meir þegar regnskýin
byrgðu sólina. Hún hafði aldrei verið eins þreytt eins
og þetta sumar.
Framhald.
68 Heima er bezl