Heima er bezt - 01.10.1961, Page 4

Heima er bezt - 01.10.1961, Page 4
VÍGLUNDUR MÖLLER: TL—^ví f.r oft haldið fram, að fvrsti fjórðungur þess- J) arar aldar hafi verið tími mikilla tækifæra fyrir || unga atorkumenn. Þetta er að því leyti rétt, að verkefnin voru óteljandi; en skyldi ekki ýms- um, sem nú öfunda aldamótamennina af hinum miklu tækifærum, þykja þungt undir fæti, ef þeir ættu sjálfir að byrja lífsstarf sitt við sömu skilyrði? Breytingin á þjóðfélagsháttum okkar og atvinnulífi síðustu áratug- ina hefur verið svo hröð og gagnger, að yngri kynslóð- in áttar sig tæplega á því, hve mörgum hindrunum hef- ur þurft að ryðja úr vegi, til þess að ná áfanganum þar sem við nú stöndum. Kynslóðin, sem var að vaxa úr grasi um síðustu alda- mót, hefur trúlega skilað þjóðfélaginu fleiri framfara- og framkvæmdamönnum en nokkur önnur. Vorhugur- inn, sem Jón Sigurðsson og aðrir frumherjar í sjálf- stæðisbaráttunni höfðu vakið í þjóðarsálinni, efldist mjög með þessari kynslóð og kom fram í óbilandi trú á framtíðarmöguleika íslenzkra atvinnuvega, enda sá hún hilla undir fullveldið á næsta leiti. Einn þeirra manna, sem að miklu og góðu verður getið, þegar saga þessa viðreisnartímabils verður skráð, er Tómas Tómasson, forstjóri Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar. Tómas Tómasson fæddist að Miðhúsum í Hvols- hreppi 9. október 1888. Foreldrar hans voru Tómas bóndi Jónsson, af Víkingslækjarætt, og kona hans Sig- urlaug Sigurðardóttir. Var Tómas yngstur af 9 börn- um þeirra hjóna, en aðeins 3 komust upp, og er hann nú einn á lífi. Ekki naut Tómas föður síns lengi, því TÓMAS TÓMASSON ölgerharmeistari að móðir hans varð ekkja þegar hann var tveggja ára. Brá hún þá búi, fór í húsmennsku og hafði drenginn með sér fyrstu 4 árin, en varð þá að láta hann frá sér. Tómas telur að það hafi verið sér mikið lán, hvað hann komst á góð heimili. Fyrst var honum komið fyr- ir á Velli, hjá sýslumannshjónunum Hermanníusi Jóns- syni og Ingunni Halldórsdóttur, en sú vist varð stutt, því að Hermanníus sýslumaður dó árið 1894, og fór þá Tómas að Stórólfshvoli, til Ólafs Guðmundssonar læknis og konu hans, Margrétar Magnúsdóttur Olsen, og var hjá þeim í 4 ár. Þá fór hann til Ingimundar Bene- diktssonar bónda í Garðsauka og síðar í Kaldárholti, frænda Benedikts Sveinssonar sýslumanns. Á öllum þessum stöðum segir Tómas að sér hafi liðið mjög vel, húsbændumir verið sér góðir og gert vel til sín að öllu leyti. Vinnan var auðvitað mikil og vinnutíminn lang- ur, að þeirrar tíðar hætti. Það tíðkaðist heldur varla á þessum ámm, að tökuböm væm sett til mennta, og því varð Tómas að afla sér þekkingar með öðram hætti, eftir að hann fór að eiga með sig sjálfur. Hjá Ingimundi Benediktssyni var Tómas svo til 17 ára aldurs, eða þangað til hann flutti burt úr heima- högum sínum. En þegar Ingimundur brá búi og flutt- ist til Reykjavíkur, varð hann starfsmaður hjá Tómasi það sem eftir var ævinnar. Fyrsta árið eftir að Tómas fluttist hingað suður var hann vinnumaður á Seltjarnarnesi, hjá Eyjólfi Jóhanns- syni, skipstjóra á Melstað, og stundaði sjóróðra vetur og sumar; en árið 1907 réðist hann til Gísla Guðmunds- sonar, síðar gerlafræðings, til starfa í verksmiðjunni 332 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.