Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 7

Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 7
Þótt Tómas Tómasson hafi fyrst og fremst helgað ölgerðinni starfskrafta sína, hefur hann gefið sér tíma til að starfa að ýmsum öðrum framkvæmdum og félags- málum, og verða þau störf hans ekki öll talin hér. Þó skal þess getið, að hann var á tímabili varaformaður Iðnaðarmannafélagsins, í fyrstu stjóm Iðnrekendafé- lagsins og um 20 ár í stjórn Félags ísl. stórkaupmanna. Hann var einn af stofnendum togarafélagsins Njáls og stofnaði einnig ásamt nokkrum öðrum hlutafélag um línuveiðarann Sigríði; en ekki segist hann hafa hagnazt á útgerð, fremur hið gagnstæða. Tómas var um langt skeið ræðismaður Eistlands, eða þar til það var innlimað í Sovétríkin, eftir síðustu heimsstyrjöld. Hann er riddari hinnar íslenzku fálka- orðu. Tómas Tómasson er tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Hjartardóttir, ættuð úr Reykjavík. Eign- uðust þau fjögur böm, sem öll eru látin. Síðari kona hans er Agnes Jónsdóttir Bryndal, frá ísafirði, og eiga þau tvo sonu: Tómas Agnar, sem starfar við fyrirtæki föður síns, og Jóhannes Heimi, sem er við nám í verzl- unarskóla. Úr Ölgerð Egils Skallagrímssonar h.f.: Að ofan: Hluti áfyll- ingarsalar gosdrykkjaverksmiðjunnar. Að neðan: Úr gerkjall- ara ölgerðarinnar.

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.