Heima er bezt - 01.10.1961, Qupperneq 8
ÁSGEIR JÓNSSON FRÁ GOTTORP:
Heiman og heim
Lítil ferbasaga.
Aþví 34 ára tímabili, sem ég dvaldi í Gottorp,
skrapp ég við og við norður í Skagafjörð
til þess að líta yfir' kunnar slóðir og hitta
gamla vini og kunningja. —
Það var liðið á Góu veturinn 1922. Tíð var góð,
stillur og hreinviðri dag hvern, flæðandi sólskin um
hauður og haf. Reiðfæri og skeiðfæri var hið ákjósan-
legasta. Hópið og ísbreiðurnar þaktar hélukristöllum,
sem glitruðu undursamlega í sólarbaðinu. Mig dreymdi
um sléttlendið og skeiðvellina í Skagafirði og héraðs-
jöfrana frægu, Mælifellshnjúk og Tindastól. Ég varð
heillaður. Ég stóðst ekki freistinguna. Ég lagði á gamla
Blesa minn, sem þá mun hafa verið 15 vetra. Með hon-
um tók ég snotran og lipran góðhest, gráan að lit, sem
konan mín átti.
Fyrsti dagur ferðarinnar varð úrgangssamur. Ég
slæptist á Blönduósi og víðar. Um dagsetur komst ég
að Geitaskarði í Langadal til góðkunningja míns Arna
Þorkelssonar. Árni var hreppstjóri og höfðingi sveitar
sinnar, glaðvær og gestrisinn heim að sækja, svo að af
Árni Þorkelsson.
bar. Þar valdi ég mér gististað. Þegar að háttatíma leið,
sagði Árni við Hildi konu sína: „Æi, þú verður að lofa
gestinum að sofa í rúminu þínu í nótt. Við strákarnir
þurfum svo margt að tala saman, — auðvitað fyrst og
fremst um stelpur, kindur og góðhesta. En til þess að
þetta geti lánazt, verðum við að fá að kúra hver á
móti öðrum.“
Ekki verður greint frá samtali okkar, þegar við vor-
um háttaðir. Þó minnir mig að við yrðum sammála
um, að ástæðulaust væri fyrir okkur að tala um fjöl-
kvæni af því, að báðir værum við svo vel giftir. Langt
var liðið á nóttu þegar við lögðumst í dróma svefns
og hvíldar.
Tafsamt reyndist að komast af stað morguninn eftir.
Að loknum morgunverði dró Árni bóndi upp koníaks-
flösku, og varð ég að gera henni nokkur skil áður en
ég reið úr hlaði.
Það var komið að nóni þegar ég lagði leið mína fram
Langadal og norður Stóra-Vatnsskarð. Á Vatnsskarði
stóð ég við röskan klukkutíma hjá bræðrunum Bene-
dikt og Árna. Þaðan fylgdi Benedikt mér að Fjalli. Þar
bjó Benedikt Sigurðsson, góðkunningi minn. í hans
fylgd var ég svo að Geldingaholti, en þar bvrjar og
blasir við hið víðfeðma og fagra eylendi Skagafjarðar.
Þá bjó í Geldingaholti Jón Jónsson, góður maður og
greindur og skáldmæltur vel. Þegar við Benedikt frá
Fjalli riðum í hlaðið voru konur að bera mjólk úr fjósi.
Ég fékk strax góðan þokka á konunum, en leit mjólk-
urföturnar girndaraugum. Nú mundi Blesi hafa þörf
fyrir mjólkursopa eftir harða og langa reið. Ég náði
fljótt umráðarétti á einni mjólkurfötunni með góðu
samþykki konunnar.
Á meðan Blesi var að sötra mjólkina úr fötunni,
brokkaði lítili en knálegur, rauður hestur í hlaðið. Var
hann fyrir sleða með kaupstaðarvöru. Maður sat ofan
á ækinu, og reyndist hann vera Jón bóndi að koma úr
kaupstaðarferð af Sauðárkróki. — Hann bauð mér gist-
ingu, en ég hafði ákveðið að fara að Eyhildarholti um
kvöldið, ef kostur væri, en þangað var alllöng leið og
eftir miklum ísbreiðum að fara. Máninn glotti að skýja-
baki og miðlaði draugalýsu yfir vandrataða leið, en
hélusrráð dúklagði leiðir allar.
Ég tjáði Jóni bónda hvar ég hefði ákveðið mér næt-
336 Heima er bezt