Heima er bezt - 01.10.1961, Side 10
MAGNÚS BJÖRNSSON Á SYÐRA-HÓLI:
OrnefnasÖPur
1. SKJÖLDUR.
jallið fyrir ofan Mánaskál á Laxárdal er bratt
mjög og gróðurlítið er ofar dregur. Efst eru
sandar og klettar. Fyrrum voru grasgeirar og
gróðurtorfur uppi við klettana, en hafa eyðzt
að mestu. Einn geirinn hét Skjöldur. Það var gras-
lendistorfa hátt í fjallinu sunnanverðu, nálægt landa-
merkjum Mánaskálar og Núps. Enn eru eftir nokkrar
leifar af Skildi, sundur skornar ofan í klappir af vatni
og veðrum. Niður undan er grasbrekka er gengur upp
í fjallið neðan frá jafnsléttu. Heitir þar Halldórsgeiri.
Fé sótti mjög í Sköld, einkum á haustin og framan af
vetri. Var illt að ná því þaðan, er skriðumar svell-
runnu, eða harðfenni var og einatt ókleift nema leggja
menn og fé í lífshættu.
í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns er
lýsing á Mánaskál, gerð að Spákonufelli 15. okt. 1708.
Hún endar á þessa leið:
„Hætt er sauðfé fyrir björgum og brattlendis sand-
skriðum þar fyrir neðan og verður það oft, þá sauðfé
rennur í þessi björg og frost kemur, að það sveltur í
hel eða hrapar og deyr af því tilfelh og hefur mönn-
um stundum mein af því orðið, þegar þeir hafa viljað
ná fénu úr þessari hættu og hefur af næsthðnu ári af
því tilefni bana fengið einn maður.“
Tveir eru ábúendur á Mánaskál þetta ár, Bessi Odds-
son og ekkjan Þórdís Magnúsdóttir. Við manntalið
1703 bjó Gamalíel Jónsson á Mánaskál og kona hans
Þórdís Magnúsdóttir, efalaust sú hin sama og ekkjan,
er 1708 býr á hálflendunni.
Munnmæh segja að margir menn hafi hrapað úr
Skildi, eða annars staðar í fjallinu og látið lífið. Hall-
dórsgeiri er sagt að dragi nafn sitt af því, að maður,
sem Halldór hét og hrapaði til bana hafi fundizt þar.
Það er sagt að ónafngreind hjón bjuggu á Mánaskál
endur fyrir löngu. Lítið ástríki var með þeim og var
konan skapstór, óvægin og gífuryrt. Nú vill svo til
eitt haust, að nokkrar kindur bónda koma í Skjöld. Þá
voru frost komin og harðfenni og var fjalhð svellrunn-
ið mjög. Treystist bóndi ekki til að ná kindunum.
Kona hans frýði honum mjög hugar og brýndi hann
fast að sækja kindurnar. Kallaði það ekki meðalskömm
ef hann léti þær svelta þar til bana eða farast í hríðum.
Svo fór, að bóndi stóðst ekki frýjunina og lagði upp í
fjallið. Hann kom ekki hfandi heim úr þeírri för. Hann
hrapaði til bana í fjallinu.
)
Hvort saga þessi sé svo gömui, að hún geti verið frá
1707 og það hafi verið Gamalíel bóndi, sem hrapaði í
fjallinu og sagan á við, skal ósagt látið.
Sögn Björns Björnssonar frá jMjóadal, er eitt sinn
var á Mánaskál, Þorsteins Péturssonar er þar bjó nokk-
ur ár eftir 1900 og fleiri manna.
2. KERLINGARLEIÐI.
Fyrir neðan hóhnn, sem bærinn Syðri-Hóll á Skaga-
strönd stendur á, er aflöng grjóthrúga og heitir Kerl-
ingarleiði. Til nafnsins er sögð saga þessi:
Gömul kona var búin að vera langan aldur á Syðra-
Hóli. Hún hafði tekið tryggð svo mikilli við bæinn,
að þaðan vildi hún ekki fara, dauð eða lifandi. Hún
mælti svo fyrir að sig skyldi grafa vestan undir bæjar-
hólnum og gengið svo frá Ieiði sínu, að þess sæjust
lengi merki. Mæltist hún til þess að húsfreyjur á Hóli
köstuðu steinum á leiði sitt og héldu því við, svo að
það sykki ekki í jörð. Yrðu þær við þeirri beiðni myndi
vart bregðast spretta í hólbrekkunni. Svo dó kerhng
og var með hana farið eins og hún mælti fyrir.
Húsmæður ræktu lengi vel þá kvöð að kasta grjóti í
Kerlingarleiði, enda spratt vel brekkan. Grjótþústin
varð með tímanum allmikil um sig, en vegna þess, að
löngu er hætt að tína grjót í hana, er hún nú öll grasi
gróin.
Fáum skrefum sunnar en leiðið er grágrýtissteinn
allstór, ferkantaður með sléttum flötum. Er hann reist-
ur á rönd og sjást stafir klappaðir á þá hhðina er vestur
snýr. Segja munnmæh að þetta sé legsteinn kerhngar
og á honum fangamark hennar. — Aðrar sagnir segja,
að steinninn hafi áður verið uppi á bæjarhólnum en
oltið eða verið velt niður fyrir. Þrír stafir eru klapp-
aðir á hann og virðast vera I. G. S. Það mun fanga-
mark karls en ekki konu. Mætti gizka á, að stafina
hefði klappað ísleifur Guðmundsson bóndi á Syðra-
Hóli. Hann var sagður vel að sér og hstaskrifari. Hann
varð bráðkvaddur 1785.
Sögn Guðmundar Helgasonar í Kollugerði o. fl.
3. KRISTRÚNARPYTTUR.
Dý eitt er í Syðra-Hólslandi, suður undir merkjum,
og er kallað Kristrúnarpyttur. Hann er ekki mikill um
sig, kringlótt auga, barmafullt af vatni.
Nafn sitt hefur pytturinn af því, að sagt er, að fjósa-
kona frá Hóh er Kristrún hét hafi orðið þar til. Sá at-
338 Heima er bezt