Heima er bezt - 01.10.1961, Side 11
burður gerðist meðan útifjós var á Hóli en hvenær
segir sagan ekki.
Kristrún ætlaði í fjósið að kvöldlagi til að mjólka
kýrnar. Stórhríð var á og náttmyrkur. Hún hitti ekki
fjósið þó stutt væri að fara og villtist. Þegar hríðinni
létti var leit hafin að Kristrúnu. Föturnar fundust á
pyttbarminum, en af Kristrúnu sjálfri sást aldrei neitt,
nema skýluklútur er slæddur var upp úr pyttinum.
Þótti víst að þar hefði hún horfið niður.
Sögn Efemíu Gísladóttur í Kollugerði.
Kristrúnarpyttur er úr sögunni, því hann var ræstur
fram með skurðgröfu 6. ágúst 1956. Reyndist ekki til-
tölulega djúpur og möl í botni hans.
4. PRESTSKÍLL.
Vaglar heitir gamalt eyðibýli fyrir framan Þverá í
Hallárdal. Samkvæmt jarðabók Arna Magnússonar og
Páls Vídalíns hefur kot þetta farið í auðn 1690. Sagt
er að kirkja hafi verið á Vöglum í kaþólskri tíð og
þangað átt sókn bæir á Engjadal. Sá dalur er austur í
fjöllunum, skammt frá Vöglum. Þeir fóru allir í eyði í
Svartadauða og veit nú enginn hvar þeir hafa verið eða
um nöfn á þeim nema einum. Sá bær hét Skínandi og
var yzt á Engjadal. Vottar þar enn fyrir rústum.
Svo er sagt, að prestur á Vöglum hafi kvöld eitt í
skammdeginu verið á heimleið úr Höfðakaupstað.
Hann reið upp Sæunnarstaðaengi, en þar eru fen mörg
og kílar. Prestur kom ekki heim um kvöldið og hefur
ekki til hans spurzt síðan. Merki sáust til þess, að hann
hefði ient í feni einu í enginu og heitir þar síðan
Prestskíll. Hestinn rak seinna af sjó úti hjá Ásbúðum
á Skaga. Af því héldu menn að kíllinn væri botnlaus
og lægi rás úr honum neðanjarðar til sjávar. — Aðrir
segja svo frá að prestinn ræki með hesti símnn norður í
Fljótum.
Sögn Áma Jónssonar hreppstjóra á Þverá og Svein-
bjarnar Guðmundssonar á Kjalarlandi.
5. SPÁNSKA NÖF.
Það bar til á þeim árum er Spánverjavígin urðu á
Vestfjörðum, að spánversk dugga kom inn á Húna-
flóa og varpaði akkerum fram undan Laxárvík á Skaga-
strönd. Sumir skipverja gengu á land og slógu tjöldum
á nöf þar við sjóinn. Þetta þóttu mikil tíðindi og ill á
bæjum þar í kring. Þóttust flestir þess fullvissir að
hætta stafaði af duggurunum og óttuðust menn, að þeir
myndu fara með ránum og gripdeildum.
Presturinn á Höskuldsstöðum vildi ekki vera varbú-
inn ef þeir kæmu þar. Hann lét grafa djúpa gröf, þvert
yfir bæjargöngin, refta yfir með fúaspækjum og þekja
síðan yfir með torfi og mold. Ætlaði hann Spánverjun-
um að falla í gröfina, ef þeir færu þar heim með ófriði,
eða vildu ræna bæinn.
Ekki er þess getið, að Spánverjarnir hefðu ójöfnuð í
frammi. Bændur þorðu þó ekki að eiga undir þeim og
vopnuðust eftir föngum, smöluðu stóðhrossum og ráku
á Spánverjana með ópum og óhljóðum. Þeir voru ekki
við ófriði búnir og varð felmt við áhlaupið og með því
nöfin, sem þeir höfðust við á, skagar fram í sjóinn voru
þeir þar í kví og áttu ekki undankomu von. Nokkrir
hlupu fram af klettunum og steyptu sér í sjóinn. Létu
þeir flestir líf sitt, því hátt er faílið. Sumir féllu á nöf-
inni. Nokkrir komust lífs af og björguðust á sundi
fram til duggunnar. Þegar þeir sem á skipinu voru sáu
aðfarirnar í landi hleyptu þeir af fallbyssum. Skullu
kúlurnar á klettunum og urðu af dynkir miklir. Dugg-
an vatt síðan upp segl og sigldi burt og gerði ekki vart
við sig síðan.
Nöfin, sem Spánverjarnir tjölduðu á, heitir síðan
Spánska nöf og vík norðan undir henni Ræningjabás.
Er mælt að þar hafi rekið lík sumra Spánverjanna.
Bændur dysjuðu lík þeirra er féllu í einni gröf upp af
nöfinni. Þykjast menn sjá merki hennar enn.
Almenn sögn á Skagaströnd.
í lýsingu Höskuldsstaðasóknar eftir séra Eggert Ó.
Briem, skrifuð 1873, er saga þessi sögð lítið eitt á
annan veg (Sýslu og sóknalýsingar I. bindi). Geta má
þess, að dys sú, sem þar er nefnd og sagt er að verið
hafi rænd, er rétt við gamla þjóðveginn undir Löngu-
brekku, suður og niður undan Höskuldsstöðum. Það er
melkollur lítill og er náttúrusmíð en ekki mannverk.
Þá sögu hef ég heyrt, að þar sé heygður fornmaður,
er fallið hafi í bardaga.
„ÞVÍ VAR MÉR EKKI-------------“
Benedikt Benediktsson frá Kálfshamri, bróðir Sig-
urðar skufsa, var miklu meiri fyrir sér en bróðir hans.
Hann var sjálfhælinn nokkuð og góður af sér, sæmi-
lega viti borinn og banghagur.
Benedikt giftist Guðrúnu Loftsdóttur frá Björgum
Magnússonar. Þau skildu en hann tók saman við Ingi-
björgu Sigurðardóttur, ekkju á Hróarsstöðum.
Þegar Benedikt var orðinn roskinn var hann í brúð-
kaupsveizlu á Hofi er þau giftust, Benóní Ólafsson
frá Keldulandi og Sigurbjörg Andrésdóttir. Þar var
dansað og þótti nýlunda nokkur, því dans var þá fátíð
íþrótt til sveita. Guðmundur Scheving Bjarnason sýslu-
manns á Geitaskarði, er síðar varð læknir, var þá við
nám á Hofi. Hann var gleðimaður og gekkst mest fyrir
dansinum. Sparaði hann ekki hvatningar við boðsgesti
að láta ekki sitt eftir liggja og komast út á gólfið.
Benedikt brást vel við þeirri áskorun, því hann var
hýrgaður af víni og treysti sér til stærri hluta en stíga
dans. Hann þreif til Halldóru Brandsdóttur í Hvamm-
koti og vildi leiða hana út í dansinn. Þar varð á snubb-
óttur endi, því hún sleit sig brátt af honum. Kvaðst
ekki geta dansað við slíkan „kavaléra“ er træði á tám
sér, kynni ekki sporið og væri stirður sem naut.
Þetta var laklegur vitnisburður, enda fékk hann svo
mjög á Benedikt að hann sagði með grátraust:
„Því var mér ekki kennt þetta meðan ég var ungur.“
Sögn Maríu Ögmundsdóttur, Syðra-Hóli.
Heima er bezt 339