Heima er bezt - 01.10.1961, Qupperneq 15

Heima er bezt - 01.10.1961, Qupperneq 15
ári niður í 4 prósent, og hafi hann farið minnkandi síð- an. Þessi álitsgerð reið baggamuninn. Má vafalaust þakka dr. Haalland, að jákvæður árangur náðist í þessu mikla velferðarmáli Eyjamanna. Stjórnin hófst nú handa um stofnun fæðingarheimilis í Eyjum. Fyrst var ráðgert að kaupa timburhús í Eyj- unum fyrir 600 ríkisdali, og skyldi þar vera bústaður læknis og ljósmóður ásamt góðu húsrúmi fyrir 3 sæng- urkonur. Ekkert slíkt hús var þá tiltækilegt í Eyjum. Varð stjórnin þá að leita annarra ráða. Fyrst ætlaði hún að leggja fram 4000 ríkisdali til að byggja nýtt hús, en guggnaði á því, er til kastanna kom, en fól lækni og sýslumanni að ráða fram úr því á sem hagkvæmastan hátt. Árið 1847 var enn nýr læknir sendur til Eyja. Hét hann P. A. Schleisner,1) var hann frá almenna sjúkra- húsinu í Kaupmannahöfn, og sendur hingað til lands 1) P. A. Schleisner dvaldist hér á landi í tvö ár. Sumarið 1847 ferðaðist hann um Norður- og Austurland, en sumarið 1848 um Suður- og Vesturland allt norður á Barðaströnd. Hann samdi allmikla bók um ferðir sínar og rannsóknir hér á landi. Heitir hún Island undersögt fra et lagevidenskabe- ligt Synspunkt, Kbhavn 1851. Þrjá fyrstu kafla bókarinnar gaf hann út sem sérstaka ritgerð undir nafninu: Forsög til en Nosographie af Island, Kbhavn 1849. Hlaut hann doktors- nafnbót fyrir hana við Hafnarháskóla. Þorvaldur Thorodd- sen segir um bók Schleisners. „í henni er mjög mikill fróð- leikur, eigi aðeins um sjúkdóma og heilsufar, heldur einnig um margt annað, einkum um lifnaðarhætti íbúanna............. er hún enn hin ítarlegasta bók á dönsku um lifnaðarhætti íslendinga á 19. öld og hefur töluvert sögulegt gildi.“ — Std. að ráðum og tilstilli Levys prófessors. Auk þess sem hann skyldi taka upp baráttuna við ginklofann í Vest- mannaeyjum, var honum falið að ferðast um landið og kynna sér heilbrigðisástand landsmanna yfirleitt. En einkum hafði hann þó fyrirmæli um að rannsaka til hlítar allt, er við kom ginklofanum og heilbrigðis- ástandinu í Vestmannaeyjum, skyldi hann leitast við að finna orsök veikinnar, rannsaka í því skyni lifnaðar- hætti Eyjabúa, híbýli þeirra, klæðnað, mataræði o. s. frv., en einkum þó alla meðferð ungbarna um og eftir fæðingu. Schleisner kom til Vestmannaeyja 2. júlí 1847. Hóf hann starf sitt með því að leigja bráðabirgðahúsnæði fyrir fæðingarheimilið í „Danska Garði“. Á meðan ver- ið var að lagfæra það og búa það undir móttöku sæng- urkvenna, fór hann í ferðalag um meginlandið, en kom aftur til Eyja 20. september. Hófst þá starfsemi hans og fæðingarheimilisins, sem í daglegu tali var kallað „Stiftelsen11 og var rekið til júníloka 1848. Eftir heimkomu sína til Danmerkur »af Schleisner dönsku heilbrigðisstjórninni skýrslu um þennan land- læga barnasjúkdóm í Vestmannaeyjum. Hann ber latneska heitið Trismus neonatorum (ginklofi eða stíf- krampi). Skýrsla þessi er prentuð í bók eftir Dr. med. Julius Thomsen, sem heitir: Úber Krankheiten und Krankheitsverhdltnisse auf Island und der Faroer lnseln. I skýrslu þessari segir svo: „Eftir komu mína til Vestmannaeyja, 2. júlí 1847, fór ég strax til yfirvaldanna og samkv. hinum kgl. úr- skurði var leigt hæfilegt húsnæði fyrir fæðingarstofn- unina, sem í öllu tilliti var heppilegt til þessa og nægi- Mynd frá 1880 úr Eyjum. Mjög lik þessu hafa íbúðar- hús manna verið hér i Eyjum á seinni árum ginklofaveik- innar. Fyrir miðju er Godt- haabsverzlun, en til vinstri sér Ömbuhjall, Helgalijall og Grimshjall. Til hagri er Pétursborg, Jórnsborg og Nöjsomhed. Heima er bezt 343

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.