Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 17

Heima er bezt - 01.10.1961, Síða 17
heimilinu var Soffia Lizebeth Andersdóttir, skipstjóra Asmundsen og konu hans Ásdísar Jónsdóttur í Stakka- gerði. En fyrsta barnið, sem á heimilinu fæddist, dó, og gerði læknirinn miklar rannsóknir í sambandi við það, einkum á meðferð naflastrengsins. Er ekki ósennilegt, að þær rannsóknir hafi verið í beinu framhaldi af at- hugunum dr. Haallands, sem Scleisner hefur vafalítið verið kunnugt um, svo og rannsóknir amerískra lækna, en við reynslu þeirra studdist Haalland mjög eins og fyrr getur. Loks tókst að ráða þessa flóknu gátu ginklofans, sem legið hafði eins og farg á Eyjabúum öldum saman. Það tók dr. Schleisner ekki nema rúmt ár að kveða veikina niður að mestu. Lækningaraðferð hans var fremur öllu fólgin í auknu hreinlæti og því að bera olíu, sem nefnd var naflaolía (balsamum copaive), á nafla barnanna ný- fæddra og þar til alveg var gróið fyrir naflastrenginn. Hann lét og gæta hvers konar hreinlætis í meðferð sængurkvenna, bæði um fatnað og aðra aðbúð, og naut þar við þekkingar og hins stranga eftirlits hinnar lærðu ljósmóður, frú Sólveigar Pálsdóttur.1) Árið 1849 fæddust hér 20 börn, en aðeins 2 dóu, og síðan komu fyrir eitt og eitt dauðsfall af völdum gin- klofans allt fram á 20. öldina. Orsök ginklofaveikinnar taldi Schleisner vond húsakynni og óhreinlæti á öllum sviðum, sem af þeim leiddi. Á vertíðinni, segir hann að komi urn 250 manns til Eyja, og setjist að í þeim húsakynnum, sem fyrir séu, og minnki loftrýmið í hús- unum við það niður í 66.8 rúmfet að meðaltali og á einum stað hafi hann séð að ekki var nema 34.2 rúm- feta loftrými á mann. Þá hafi það verið siður þar, sem annars staðar á landinu, að Ijósmæðurnar flyttu nýfædd börnin heim með sér og ælu þau þar fyrstu vikurnar. Ljósmóðir sú, er lengi hafði verið í Eyjunum, var ólærð og bjó í lélegum húsakynnum. En þegar dóttir hennar, Sólveig Pálsdóttir, tók við starfinu, lærð vel og kröfu- hörð um allt hreinlæti, segir læknirinn, að svo hafi van- inn verið rótgróinn meðal fólksins, að það hafi helzt ekki viljað leita til hennar fyrst í stað, en tekið gömlu konuna fram yfir hana. Telur hann að þetta hafi meðal annars seinkað því, að vinna bug á veikinni, því að vit- anlega hefði mjög vel lærð og samvizkusöm ljósmóðir kunnað starfið betur, og gætt hinnar nauðsynlegu var- úðar um allt hreinlæti, sem hún vissi hversu mikilvægt var. Af dánarskýrslum séra Jóns Austmanns sést að ár- unum 1817—1836 fæddust 210 börn í Ofanleitissókn. Af þeim dóu 157 á fyrsta ári. Samsvarandi tölur vantar úr Kirkjubæjarsókn þessi ár, en naumast hefur ástand- ið verið betra þar. Árið 1837 voru prestaköllin samein- uð. Frá þeirn tíma til 1842 fæðast 120 börn í Eyjum, 1) Sólveig Pálsdóttir, amma Matthíasar Einarssonar, læknis, var yfirsetukona í Vestmannaeyjum 1842—1867. Hún var gift Matthíasi Markússyni trésmið. Þau reistu húsið Landlyst laust fyrir 1850, en það ár var það stækkað og var viðbótin nefnd „Stiftelsen" og var þar fæðingarheimilið úr því. — Std. en af þeim deyja 87 á fyrsta ári eða nýfædd. Auk þess eru svo þau börn, sem dóu innan 6 ára aldurs, en þau eru ekki talin í skýrslum séra Jóns. Tölur þessar sýna bezt, hvílíkur ógna vágestur gin- klofinn var, og að ekki var vanþörf á að finna varnir gegn honum. Nafn dr. Schleisners mun því löngum í minnum haft í Vestmannaeyjum, sem eins hins mesta velgerðamanns Eyjamanna, sem leysti þá undan ein- hverjum þeim verstu hörmungum, sem yfir Eyjarnar hafa gengið allt frá fyrstu byggð þeirra. En um leið og minnzt er dr. Schleisners, má ekki ganga frant hjá minningu dr. Haallands, því að víst er um það, að hann átti ekki minnstan þátt í hversu giftusamlega tókst til. Það var Haalland, sem með nákvæmri athugun sinni fann hættuna, sem stafaði af sóðaskap og ófullnægjandi meðferð naflastrengsins á ungbörnum, og er enginn vafi á, að Schleisner hefur fært sér þær athuganir í nyt. Þá var það einnig Haalland, sem með áhuga sínum og harðfylgi fékk dönsku stjórnina til þess að snúa sér til Levys prófessors og leita álits hans um, hvað gera skyldi. Án afdráttarlausra tillagna prófessors Levys er vafasamt, hvort Schleisner hefði verið sendur til lands- ins og fæðingarstofnunin nokkru sinni komizt á fót. Hefði ginklofinn þá haldið áfram að stráfella börn Eyjabúa um ófyrirsjáanlegan tíma. Ekki er fjarstætt að hugsa sér, að veikin hefði magnazt með auknum fólks- flutningum til Eyja. En þegar svo var komið, hefði hún getað átt þátt í að leggja þær í auðn, þegar fólk sá hvert stefndi, því að hinn stórkostlegi barnadauði hefði sennilega flæmt fólk í burtu, þar sem það hefði ekki treyst sér til að búa við slíkar hörmungar. Heimildir við samningu þessarar greinar hef ég úr ritum prestanna séra Jóns Austmanns og séra Jes A. Gíslasonar um veikina. Afskriftir úr Þjóðskjalasafni gerðar af Jóhanni G. Ólafssyni bæjarfógeta, m. a. er þar skýrsla dr. Schleisners o. fl. BRÉFASKIPTI Inga Hansdóttir, Orrahóli, Fellsströnd, Dalasýslu óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrin- um 19—25 ára. Mynd fylgi. Matthías Hansson, Orrahóli, Dalasýslu, óskar að komast i bréfasamband við stúlku á aldrinum 18-25 ára. Mynd fylgi. Helga Jónsdóttir, Múla, Kollafirði, Gufudalssveit, Austur- Barðastrandarsýslu, óskar eftir bréfasambandi við pilta á aldrinum 18—22 ára. Mynd fylgi bréfi. Hulda Jónsdóttir, Múla, Kollafirði, Gufudalssveit, Austur- Barðastrandarsýslu, óskar eftir bréfasambandi við pilta á aldrinum 15—18 ára. Sveinn Kjartan Gestsson, Grund, Fellsströnd, Dalasýslu, óskar eftir að skrifast á við pilt eða stúlku á aldrinum 13—15 ára. Mynd fylgi. Helga Margrét Geslsdóttir, Grund, Fellsströnd, Dalasýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 11— 12 ára. Mynd fylgi. Kristjana Sigfúsdóttir, Hafnarbraut 48, Neskaupstað, ósk- ar að komast í bréfasamband við stúlku á aldrinum 10—11 ára. Mynd fylgi. Heima er bezt 345

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.