Heima er bezt - 01.10.1961, Side 18

Heima er bezt - 01.10.1961, Side 18
SIGURÐUR VILHJÁLMSSON: V al|)jófsstaéarljræéur œtterni jjeirra og áhrif á „mannan' jjeirrci. Fræðimenn telja |)á Valþjófsstaðarbræður Þor- varð og Odd Þórarinssyni sérstaklega til ættar Svínfellinga. Það er að vísu rétt að Þórarinn var launsonur Jóns sonar Sigmundar Ormssonar frá Svínafelli. En Sigmundur var kvæntur Arnbjörgu Oddsdóttur Gissurarsonar á Valþjófsstað. Sigmundur mun hafa búið á Valþjófsstað og farið með hluta af völdum Odds tengdaföður síns. En ekki verður annað séð en Oddur hafi farið með öll völd í tveimur þing- um Austfirðingafjórðungs eða eins og nú hagar til báð- um iVfúlasýslum. Sonur hans Teitur bróðir Arnbjargar konu Sigmundar hefur svo farið með þann hluta vald- anna sem Sigmundur hafði ekki. Teitur bjó fyrst á Hofi í Vopnafirði. Jón Sigmundsson hefur svo tekið við valdsviði föður síns og bjó fyrst á Valþjófsstað. Síðar ca. 1202 fer hann frá Valþjófsstað og tekur þá Teitur við öllu valdsvæði föður síns og virðast þá völd Svínfellinga í Múlasýslum úr sögunni. En eftir er Þór- arinn Jónsson, sem verður næsti valdhafi í Múlasýslum. Nokkur vafi er á um móðerni Þórarins þó varla verði það dregið í efa að hann hafi verið dóttursonur Teits. Þórarinn tekur við völdurn af Teiti og kvæntist Helgu Digur-Helgadóttur systur Ögmundar í Kirkjubæ. Kona Teits var Helga dóttir Þorvarðs Þorgeirssonar frá Hvassafelli og víðar í Eyjafirði. Búseta Þórarins á Val- þjófsstað og mannaforræði hans tekur raunar af allan vafa um það að hann hafi verið dóttursonur Teits. Synir Teits dóu ungir og dætur hans gátu ekki farið með goðorðin. Þegar Arnór Tumason höfðingi Skagfirðinga fór ut- an átti Þórarinn að gæta héraðs í Skagafirði fyrir yfir- gangi manna Guðmundar biskups góða. Þótti hann ekki ganga röggsamlega fram við þá gæzlu. Skýringin á því kemur þegar hann er gestkomandi á Svínafelli og Aron Hjörleifsson einn helzti maður Guðmundar góða kom þar á flótta sínum undan þeim Grundar-feðgum. Þórarinn tekur Aron þá í sína vernd þegar Ormur hálfbróðir hans ætlaði að láta drepa Aron. Það er ekld eintómur náunganskærleiki sem þarna kemur fram. Þórarinn og Guðmundur biskup voru náskyldir, senni- lega að öðrunt og þriðja. Það er bersýnilega þess vegna að Þórarinn neyðir Orm bróður sinn til þess að sleppa Aroni. Amma Þórarins og Guðmundar voru bræðra- börn. Það er því ekki að efa hvaða uppeldi Þórarinn hefur fengið og að áhrifin sem hann verður fyrir í æsku eru ekki frá Svínfellingum. Honum kippir þá einnig meira í kyn þeirra Þorgeirssona. Það verður þá enn augljósara með þá syni Þórarins, Þorvarð og Odd, sem báðir voru afreksmenn líkamlega svo sem voru þeir bræður Þorvarður og Ari Þorgeirssynir og Ög- mundur sneis, sonur Þorvarðar Þorgeirssonar. Þegar svo þess er gætt að Teitur Oddsson var svo að segja hreinræktaður austfirzkur höfðingi, afkomandi svo að segja allra hinna fornu Austfjarðahöfðingja, er það hreint og beint skakkt að kenna Þorvarð Þórarinsson og Odd sérstaklega til Svínfellinga. Nöfn þeirra Þor- varðar og Odds tala sínu máli, þau eru ekki úr ætt Svínfellinga. Oddur Þórarinsson heitir bersýnilega nafni Odds Gissurarsonar á Valþjófsstað og Þorvarður Þór- arinsson nafni Þorvarðar Þorgeirssonar. Það eru þau gömlu hjónin á Valþjófsstað, sem hafa gefið Valþjófs- staðarbræðrunum nöfnin. Þetta er ekkert efamál. Að vísu hafa þau dáið um líkt leyti og Þorvarður fæddist svo ekki er víst að þau hafi verið lifandi þá. En áhrifin frá þeim eru augljós. Uppeldi þeirra Þórarinssona mót- ast algjörlega af því andrúmslofd, sem ríkt hefur á Val- þjófsstað og hefur án alls efa verið hefðbundið í fleiri kynslóðir. Ekki er hægt að leiða neinum getum að því hvaða menntun þeir bræður hafa hlotið, en ef dæma má eftir þeim litlu og óljósu heimildum um Þorvarð virðist hann hafa verið allvel menntaður á þeirra tíma mælikvarða. Maður getur að vísu látið sér detta í hug að Brandur ábóti, föðurbróðir Þorvarðar, hafi veitt Valþjófsstaða- bræðrum bóklega menntun og heldur væri ekki óhugs- andi, að einhverjir af handgengnum mönnum Guð- mundar góða hafi verið fengnir til að kenna þeim bræðrum. Eins og hér er vikið að hafa þessir bræður fengið hið ákjósanlegasta uppeldi. Þá er rétt að vekja athygli á því að Jón Sigmundsson var ekki afkomandi Flosa Þórðarsonar heldur bróður hans. Enn fremur á því að Þorvarður Þórarinsson gat ekki verið arftaki Flosa né annarra Svínfellinga vegna þess að Þórarinn faðir hans var óskilgetinn. Eins og að framan er sýnt var Þorvarður arftaki eða öllu heldur hafði völd sín frá höfðingjunum í Múlaþingi. Og það er „mannan“ hans eða menntun og manndómur, sem hefur lagt völd- in í hendur þeirra Valþjófsstaðarfeðga sámfara góðu ætterni. Framhald d bls. 357. 346 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.