Heima er bezt - 01.10.1961, Page 23
liggja ofanjarðar á uppblásnu landi. Eru til margar
þjóðsögur og munnmæli um slíkt.
Nú hefur bærinn á Skeljastöðum verið grafinn upp
og kirkjan og kirkjugarðurinn líka. Kom þá í ljós, að
enn lágu óhreyfðar í sandinum um 60 beinagrindur
hinna fornu íbúa Þjórsárdals. Voru öll þessi bein í
burtu flutt, og nú sjá ferðamenn engin skinin bein á víð
og dreif um vikursandinn.
Ekki var fýsilegt að dvelja lengi á Skeljastöðum, þótt
bærinn hafi fyrr á öldum verið höfðingjasetur. Útsýn
hefur verið fögur frá Skeljastöðum, ekki síður en frá
Stöng, á meðan Þjórsárdalur var fjölbyggður og í full-
um skrúða, — með grösugar engjar, skrúðgræn tún og
skógiklæddar fjallshlíðar.
Hvergi var stingandi strá á sandauðninni á Skelja-
stöðum. Við Páll urðum því að binda hestana á með-
an við stönzuðum. Reiðskjótinn minn var enginn gæð-
ingur, en föngulegur hestur, 6 vetra gamall, 54 tomm-
ur á herðakamb. Hann bar sig hátt, var stórgengur, en
ekki óþýður. Hann óð yfir sandauðnina á grófgerðu
hátölti og valhoppi og sótti sig með fjörið, eftir því
sem á daginn leið.
Nú héldum við Páll á leið heim, en ætluðum þó að
koma við hjá Hjálparfossi. Fossinn er fallegur, þótt
hann sé hvorki ýkja hár né vatnsmikill. Klettaey eða
drangur klýfur fossinn í tvennt. Hægt er að ríða yfir
ána í lygnu, rétt undir fossinum.
Frá Hjálparfossi er fljótfarið að Ásólfsstöðum, eink-
um þegar hestar eru traustir og heimfúsir. Þegar heim
er komið að Ásólfsstöðum, er Þjórsárdalur enn þá um-
talsefnið. Á einum degi höfum við Páll farið um heila
sveit, sem einu sinni var fjölbyggð, en er nú í auðn.
Hve langt er nú síðan þessi byggð eyddist? Þetta er
eðlileg spurning, en henni verður enn ekki svarað með
óyggjandi rökum. Eitt er þó víst. Dalurinn hefur eyðzt
vegna eldgosa, eða vegna vikur-falls í sambandi við
eldgos.
í þjóðsögum er sagt að Þjórsárdalur hafi eyðzt fyr-
ir eldgos í Rauðukömbum, sem eru vestan megin dals-
ins, en Rauðukambar hafa aldrei gosið. Fullvíst er talið,
að ösku- eða vikurregnið hafi stafað af gosi í Heldu, sem
er þarna allskammt frá, en ekki er fullsannað á hvaða
öld þetta hafi gerzt. Ekki er heldur alveg víst að dal-
urinn hafi allur eyðzt á sama áratug eða aldarhelmingi.
Áður var almennt álitið að dalurinn hefði eyðzt um
1300, en eftir að bærinn í Stöng var grafinn upp og
öskulögin hafa verið athuguð betur, er talið að bærinn
í Stöng hafi lagzt í auðn um 1100 eða jafnvel á miðri
elleftu öld. En af rannsóknum á jarðlögum í Þjórsár-
dal má sjá það, að oft hefur gífurlegt öskufall dunið
yfir dalinn.
í þessari eyðibyggð, sem nefnd er Þjórsárdalur, er
þó einn gróðurlundur í auðninni. Það er Gjáin, sem
svo er nefnd. Um Gjána rennur lítil á, sem heitir
Rauðá og rennur svo, eins og fyrr segir, út á sandana
milli bæjanna Stangar og Steinastaða. í þessari gjá er
grózkumikill gróður, hávaxin tré og blómabrekkur.
Ekki veit ég hvernig þessi gjá er mynduð, en helzt er
Hjdlparfoss.
svo að sjá, að þarna hafi einhvern tíma verið farvegur
stórfljóts.
Þessi gróður í Gjánni er sýnishorn af því hve gróð-
ursælt hefur verið í Þjórsárdal að fornu.
í Kristnisögu er líka sagt að Hjalti Skeggjason hafi
látið byggja haffært skip uppi í Þjórsárdal og flutt
það niður Rangá til hafs, og farið á því utan. Fkki
þykir þessi saga sennileg og ekki er heldur berum orð-
um sagt að skipið hafi verið gert að öllu úr íslenzkum
viði. í Landnámu er sú saga að Ávangur, írskur maður
að kyni, hafi byggt hafskip úr íslenzkum viði í Botns-
dal í Hvalfirði og hlaðið það til utanfarar hjá Hlað-
hamri. Þessi saga þykir líka ósennileg, en báðar sög-
urnar sýna það þó, að bæði í Botnsdal í Hvalfjarðar-
botni og í Þjorsárdal hafa verið svo miklir skógar í
fornöld, að folk hefur trúað þessum sögum.
Það er erfitt að spá um framtíð lands og þjóðar
þanmg, að þeirri spá sé gaumur gefinn, en í sambandi
við Þjórsárdal og sandauðnirnar þar vil ég benda á
þetta:
Sandgræðsla er nú hafin í stórum stíl á íslandi og
hefur árangur víða orðið frábær. Nægir þessu til sönn-
unar að nefna ræktunina á Skógasandi undir Eyjafjöll-
um, sandgræðsluna í Gunnarsholti á Rangárvöllum og
hjá félaginu Rangársandur h.f., ræktunina á Stjórnar-
sandi við Kirkjubæjarklaustur, sandgræðsluna á Hóls-
sandi upp af Axarfirði og dreifingu áburðar um beiti-
lönd og heiðar. Þessar framkvæmdir benda til þess, að
nýtt landnám hefjist á íslandi á komandi áratugum og
öldum á uppblásnu landi. Og þá kemur sú tíð „að sárin
Framhald á bls. 361.
Heima er bezt 351