Heima er bezt - 01.10.1961, Side 29

Heima er bezt - 01.10.1961, Side 29
hann þar á legubekk, sem mæðgurnar hafa fært þang- að. Frú Helga hefur nokkurn veginn náð jafnvæginu aftur, og nú er það lífgunarstarfið eitt, sem á hug henn- ar allan, en í þeirri grein hefur hún nægilega kunnáttu. Elsa tekur þegar að hjálpa móður sinni til að losa föt- in af sýslumanninum og fer að öllu með festu og ró. Hún er þess fullviss, að enn sé faðir hennar á lífi, þrátt fyrir allt. Stína aðstoðar Jón við að komast úr hlífðar- fötunum og framreiðir hressingu handa honum. Hann er orðinn nokkuð þrekaður, þótt hann reyni að láta sem minnst á því bera. En Gunnar hverfur þegar fram úr eldhúsinu aftur, án þess að þiggja þar nokkuð annað en eitt þögult ástar- og aðdáunarbros frá augum sýslu- mannsdótturinnar, og það er honum nóg að sinni. Uti á hlaðinu í hríðarveðrinu bíða hinir þörfu þjón- ar, sem borið hafa kulda og þunga dagsins á þessu ný- lokna og eftirminnilega ferðalagi, og þeirra þörfum ætlar Gunnar að sinna á undan sínum eigin. Hann sprettir af hestum sýslumannsins og flytur þá í hús, þar sem hann gefur þeim vel á stallinn af sefgrænni, ang- andi töðu. Inni í heitu eldhúsinu er markvisst unnið að lífgun- arstarfinu, og nú finnur frú Helga það bezt, hve ráð dóttur hennar um undirbúning að heimkomu ferða- mannanna voru góð og viturleg. Allt er reiðubúið og við hendina, sem til er á heimilinu, og á þarf að halda. Og á ótrúlega skömmum tíma næst blessunarríkasti ár- angur af lífgunar$tarfi þeirra mæðgnanna. Árni sýslu- maður á Grund vaknar til lífsins á ný. I fyrstu má hann ekki mæla og getur ekki hreyft sig, en frú Helgu tekst brátt að koma ofan í hann heitum hressandi drykk, og við það færist í hann nýr þróttur, og svo smáskýrist veruleikinn fyrir honum. Pálmi fulltrúi hefur að kvöldverði loknum eingöngu haldið sig í einkaherbergi sínu, legið þar á legubekk og lesið. Hann hefur því ekkert fylgzt með því, sem gerzt hefur á sýslumannssetrinu síðustu stundirnar. En nú heyrir hann stöðugan umgang um húsið og óm af há- værum samræðum. Ferðamennirnir eru sjálfsagt komn- ir að Grund, og ótti frú Helgu um þá verið með öllu ástæðulaus. Og hans var vitið meira að láta hana ekki ota sér út í opinn dauðann! Hann efaðist ekki um, að Árni sýslumaður muni skilja afstöðu hans til málsins og láta hana í engu raska framtíðar-áætlun sinni, en að fyrra bragði ætlar hann ekki að nefna orðaskipti sín við frú Helgu inni á skrifstofunni fyrir hádegið um daginn. Pálmi lítur á úrið sitt. Það er komið langt fram yfir venjulegan háttatíma, en hann kann ekki við að taka á sig náðir, án þess að fá fyrst einhverja vitneskju um ferðir sýslumannsins. Flann rís því á fætur og gengur fram úr herberginu. En hann kemst aðeins í forstofuna. Þar mætir hann Elsu, stöðvar hana og segir: „Er Árni sýslumaður kominn heim?“ „Já, pabbi er kominn heim.“ „Hvar er hann? Ég ætla að heilsa upp á hann.“ „Hann er staddur í eldhúsinu, nú sem stendur. En í kvöld tekur hann varla kveðju þinni.“ „Nú? Hvað er því til fyrirstöðu?“ „Hann er svona rétt aðeins kominn til meðvitundar.“ „Hvað hefur komið fyrir hann?“ „Hann var að því kominn að verða úti og frjósa í hel úti á hjarninu, en Gunnari vetrarmanni tókst í tæka tíð að komast honum og fylgdarmanni hans til bjargar.“ „Það var þá ágætt, að strákurinn gat orðið þeim að liði.“ „Já, Gunnar þorði að leggja líf sitt í hættu í ham- förum vetrarins, föður mínum og fylgdarmanni hans til bjargar, og vann þess vegna sitt ógleymanlega af- reksverk. ísland á enn hetjur, Pálmi fulltrúi!“ Elsa lítiir föstu augnaráði á Pálma orðum sínum til áherzlu og hverfur svo inn í húsið, en þar hefur hún nógu að sinna. Pálmi stendur eftir í forstofunni, og dimmum roða slær á andlit hans. Árni sýslumaður var þá svona hætt kominn, og Gunnar vetrarmaður bjargaði lífi hans. Sá hefur nú vaxið í áliti, að minnsta kosti hjá Elsu, eftir orðum hennar að dæma: Island á hetjur enn þá! En strákurinn er líka þaulvanur að sörlast úti í óveðrum, uppalinn við hálfgerðan útigang eins og þessir sveita- strákar yfirleitt, og hann hefur sjálfsagt heldur ekki þorað annað en hlýða frúnni! Pálmi glottir, honum er alveg sama um afrek vetrarmannsins, en sjálfur hafði hann vit fyrir sér. En það er gott, að Árni sýslumaður er kominn lifandi heirn að Grund. Framhald. Valþjófsstaðarbræður Framhald aj bls. 346. ■•• Loks er svo þess að geta að meðal fylgdarmanna Þór- arins Jónssonar finnum við Ogmund sneis Þorvarðar- son. Hann var þá kominn yfir sjötugt og hefði varla farið að leggja á sig herferð nema vegna náins skyld- leika við Þórarin. Svínfellinga sjáum við aldrei í fylgd með Þórarni né sonurn hans, nema síður sé. Sæmundur Ormsson, bræðrungur Þorvarðar, gerði auk þess til- raun til að ná syðri hluta Múlaþings af þeim bræðrum og er það augljós vottur þess að hann hefur ekki skoð- að þá sem Svínfellinga þó þeir væru frændur hans. En Ögmundur Helgason, móðurbróðir Valþjófsstaðar- bræðra, var búinn að kynnast háttalagi Sæmundar Svín- fellingagoðans og vildi ekki eiga hann yfir höfði sér né sinna. Hann sat því fyrir Sæmundi og Guðmundi, bróður hans, og tók þá af lífi. Má telja víst að yfir- gangur Sæmundar við hann og ekki síður við systur- svni hans hefur verið ástæðan til þess hroðaverks. Fiins og bent er á hér að framan hafa þeir Þorvarður og Oddur verið Múlaþingsgoðar en varla hægt að telja þá til Svínfellinga. Heima er bezt 357

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.