Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 31
vegna þess að hér vantaði vinnukraft. Ég hef aldrei átt
nokkra stund fría og aldrei hefur verið minnzt á kaup
við mig. Ég er því búin að tala um húsmennsku hér
inn frá.“
„Ég skyldi nú sjá til þess að þér yrði borgað kaup,“
sagði Svava.
„Ég vinn ekki fyrir neinu kaupi úr þessu, enda segja
það allir að Kristján borgi aldrei nokkurri hræðu kaup.
Ótrúlegt að nokkur maður komist upp með svoleiðis.“
Daginn eftir talaði hún við Hartmann um þetta sama
áhugamál.
„Nei, ég fer ekki að elta hann út í einhverja vitleysu.
Mér sýnist ekki þessi heilsa hans svo merkileg að hann
sé maður til að hugsa um búskap, nema eitthvert smá-
hokur eins og þetta hérna. Ég reyni að hýrast einhvers-
staðar í þessari sveit það sem eftir er, því mig langar
til að hvíla hjá Arndísi minni í Hofsgarðinum, en þang-
að fer sjálfsagt enginn að flytja mig, ef ég færi að flækj-
ast norður í land.“
„En hvar heldurðu að þér liði betur en hjá honum
syni þínum?“ sagði hún.
„Hvergi hef ég nú orðið að þræla eins mikið og hjá
honum. Ég flyt þá heldur í einhvern skúrgarminn á
Eyrinni og reyni að draga þar fram lífið.“
Svava var fátöluð næstu daga við gömlu hjúin. Það
voru náttúrlega allir nema þá helzt gamli maðurinn
en svörin voru þá stutt sem hann fékk. Svava var fyrir
löngu orðin sárleið á því að vera þarna meðal allra
ókunnugra. Hún var líka búin að finna það fyrir löngu
að Kristján var orðinn öðruvísi en hann var á sjúkra-
húsinu. Þó var breytingin mest eftir þessa jarðarför.
Síðan voru atlot hans bragðlaus og hálfköld. Hann
ranglaði oft einhvers staðar með sjónum. Hún var
hrædd um hann og var stundum farin að leita að hon-
um. Það fannst Hartmanni óþarfi. Hann væri víst eng-
inn óviti, sem hætta væri á að dytti í sjóinn og kafn-
aði. Hún sagði að sér fyndist hann svo þunglyndur. Jú,
það var hann náttúrlega. Hann mátti helzt aldrei sjá
Hof. Það var heldur engin undur, annað eins og hann
var búinn að gera þeirri jörð til góða. Og svo að sjá
þetta fallega barn og margt fleira. Hann ætlaði sér svo
ekki að tala meira um það og hafði sig burtu. En hún
hefði viljað tala meira. Það var svo margt sem hana
langaði til að vita.
Þegar skapsmunirnir voru farnir að batna aftur fór
Svava að tala um norðurferðina. Það varð úr að þau
létu söðla hesta og flytja sig inn í fjarðarbotn, þar fóru
þau um borð í sldp, sem var á norðurleið. Þetta var
næstum helmingi lengra en fara út á Hvalseyri, en
Kristjáni var það svo mikil hugraun að sjá heim að
Hofi að hann ætlaði ekki að leggja í það nema hann
þyrfti þess. Það lá vel á Svövu þegar hún var komin
frá þessu niðurnídda koti og útúrborulega heimili.
Bara að hún þyrfti aldrei að stíga þangað fæti sínum.
Hartmann gamli óskaði þess á heimleiðinni að hann
sæi hana aldrei framar. Það var allt skárra áður en hún
kom á heimilið.
Þau voru hálfan mánuð í túrnum. Það var mest vegna
þess að það stóð svo illa á skipsferðum, sagði Kristján.
Hann hefði kosið að vera kominn heim fyrir löngu þó
fátt væri nú orðið þar, sem ákjósanlegt gat heitið. Ekki
sízt þegar kærastan var óánægð með allt sem því til-
heyrði.
Þau höfðu sett upp hringana í túrnum og nú var
fastráðið að flytja þangað norður þetta vor. Það var
talað um það við Hartmann og Valborgu að flytja með
þeim en þau neituðu bæði. Valborg var alveg hissa á
því að Svava skyldi ekki kunna við sig á Ströndinni,
hvergi áleit hún skemmtilegra en þar. En nú var kom-
ið fram um sumarmál og enginn kom til að fala Grýtu-
bakka. Hartmann gamli sagðist ætla að reyna að vera í
kofunum þetta árið ef Kristján léti sig hafa eina kú og
nokkrar ær.
„Það er kannske ekki svo vitlaust,“ sagði sonur hans.
„Hver veit nema ég geti ekki fest yndi þar fyrir norð-
an og þá kem ég aftur. Mér lízt ekki allskostar á karl
tengdapabba.“
Svava vildi láta reka allan bústofninn norður. Það
yrði leiðinlegt fyrir Kristján að leggja ekkert inn í
búið. En hann sagðist vera búinn að þekkja það hvaða
óráð það væri að flytja skepnur í ókunna haga. Hann
gerði það ekki aftur.
Nú mátti heita að skapsmunir húsbóndans væru góð-
ir þar til einn daginn að gamli maðurinn frá Giljum
kom og spurði eftir honum. Honum var vísað til fjár-
húsa. Þaðan heyrðist hávært rifrildi og gestur fór án
þess honum væri boðið í bæinn. Daginn eftir kom sá
sami maður aftur með akfeitan hest og sleða. Það var
látinn rekaviður á sleðann. Karlinn fór með hann upp
á mýrina og kom svo aftur eftir meiru. Kristján var
áreiðanlega í vondu skapi.
Svava spurði Valborgu hvaðan þessi maður væri, sem
væri svona óvelkominn.
Hún svaraði eins og vanalegt er að svara bráðókunn-
ugum manneskjum, að hann væri framan úr afrétt
hérna hinum megin við fjallið. Svo var ekki meira tal-
að um það.
Þegar karlinn kom í ljósmál daginn eftir, skipaði
Kristján föður sínum að fara þarna inn í básana og
láta hann hafa eitthvert bölvað drasl á sleðann og láta
hann hafa það sem væri allra erfiðast að vinna.
„Bölvuð ómynd er að heyra til þín. Ætli það geti
ekki skeð að það dragist fyrir þér að borga meðgjöfina
ef þú ert alráðinn í því að flytja í aðra sýslu.“
„Hann er áreiðanlega sú argasta blóðsuga sem til er.
Hann fær aldrei nóg í sína gráðugu hít,“ sagði Kristján.
Svava hafði heyrt til þeirra. Hún fann að þarna var
einn hlekkurinn enn í þessari óhappafesti, sem henni
fannst vefjast um sig. Hverjum þurfti Kristján að borga
meðgjöf ef hann átti ekki krakka í fórum sínum. Hún
hugsaði sér að reyna að ná tali af Boggu í einrúmi.
Hún var svo mikill einfeldningur að hugsazt gat að
hún skildi það eldd að það kæmi sér við, þó krakka-
angi væri í einhverju kotinu, sem þyrfti að gefa með.
Hún spurði Kristján að því brosandi hvort kofarnir
Heima er bezt 359