Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 32
væru að detta ofan á hann, þetta karlgrey, svo hann
neyddist til að fara að reyna að byggja upp.
„Hann þykist svo sem ætla að fara að girða túnið,
þessi andstyggðar amlóði, sem aidrei hefur gert jörð-
inni neitt til góða,“ svaraði hann.
„Það eru margir bændur, sem eru að reyna að girða
túnin og segja að það sé svo mikið betra,“ sagði hún.
„Mest ofbýður mér að maðurinn skuli aka á auðri
jörð. Hann hefði átt að taka þetta í höfuðið áður,
meðan svellin voru.“
„Það er frosið enn þá. Hann þolir að taka á klárinn.
Þvílíkt spik á skepnunni,“ sagði Kristján.
Næsta dag fóru að heyrast hamarshögg ofan af mýr-
unum og það sást fólk kringum rekaviðarhrúguna.
Svava heyrði þá feðgana vera eitthvað að yrðast á úti
á hlaðinu. „Það hefði verið heppilegra fyrir þig að
girða hér á Grýtubakka en vera að þvælast til fólks,
sem þú þekkir ekkert,“ sagði faðirinn.
„Það getur verið að þú segir það satt, en ég ætla að
prófa þetta og vita hvernig fer.“
Meira heyrði hún ekki. Hún sá á eftir Valborgu þar
sem hún gekk upp túnið með einhverja böggla í hönd-
unum og stefndi upp á mýramar. Bogga var úti í fjár-
húshlöðu að leysa hey og láta í meisana. Hún lét á sig
aðra skó og tiplaði út að hlöðunni. Þangað hafði hún
aldrei stigið sínum fæti. Hér var allt sópað og þrifa-
legt um að litast. Bogga kom með seinasta meisinn
fram í dyrnar. Bogga hló alveg hissa. „Þú ert bara
komin hingað út í hlöðu. Hvernig stendur á því?“
sagði hún.
„Ég rölti þetta bara að gamni mínu. Valborg er
horfin úr bænum. Ég gæti bezt trúað að hún hafi far-
ið þarna á mýramar þar sem verið er að koma fyrir
rekaviðnum,“ sagði Svava.
„Já, það er einmitt það sem hún ætlaði sér, að fara
upp eftir með kaffi til Ásdísar,“ sagði Bogga.
„Er Ásdís þar?“
„Já, hún er þar. Hún getur unnið öll verk eins og
karlmaður. Hún bindur sáturnar og lætur þær upp og
tekur þær ofan. Hún er ákaflega sterk,“ sagði Bogga.
„Var hún lengi hérna á Grýtubakka?“ spurði Svava.
„Ég veit það ekki. Þá var ég annars staðar.“
„Hvað heitir drengurinn, sem hún var með hérna?
Litli vinurinn, sem gamla konan kallaði hann og tal-
aði svo oft um?“
»Ég man nú ekki hvað hann var látinn heita. Það
var farið með hann í kirkjuna og presturinn og yfir-
setukonan sögðu hvað hann átti að heita. Ég fór burtu
rétt á eftir.“
„Fæddist hann á Hofi?“
„Já, já, hann fæddist þegar verið var að taka saman
á engjunum. Þá bara lagði Ásdís hrífuna frá sér og
labbaði heim, en ég náði í yfirsetukonuna. Hún hljóð-
aði svo mikið að ég flýtti mér ofan eftir og fór að
raka. Þegar við komum heim var hún þögnuð.“
„Var hún trúlofuð einhverjum?“ spurði Svava.
„Það veit ég ekki. Adrei hef ég heyrt það að hún
hafi átt kærasta,“ sagði Bogga alveg skilningslaus.
„Hver er faðir þessa barns?“ spurði Svava.
„Valborg hefur sagt mér að tala aldrei um það og
ég geri það ekki,“ sagði Bogga og kepptist við að sópa
hlöðugólfið.
„En Valborg þarf ekkert að vita um það þó að þú
segðir mér hver á drenginn,“ sagði Svava mjúkmál.
En Bogga smaug fram hjá henni og út í góða veðr-
ið og var horfin eitthvað úr augsýn þegar Svava tipl-
aði út og þurrkaði vandlega af skónum sínum. Svona
lá í þessu öllu. Hana hafði lengi grunað það. Kristján
átti sjálfsagt þetta barn, þó ólíldegt mætti heita að
hann hefði aldrei sagt henni það. En líklega var þessi
móðir barnsins hálfviti, álíka og Bogga. Hún gat svo
sem trúað því að kvenfólk í þessari sveit væri svoleiðis.
Að minnsta kosti var ekki mikið um félagsskap. Ekkert
kvenfélag hafði hún heyrt nefnt. Hún yrði sannarlega
fegin þegar hún flytti burtu. Þannig hugsaði hún í
gremju sinni alein inni í baðstofunni og beið þess að
Valborg kæmi heim. Hún var þó með fullu viti. Loks-
ins kom hún með kaffikönnuna innan í miklum fata-
dúðum í annarri hendinni en bollapör innan í klút í
hinni. Svava fór fram að ræða við hana.
„Það er bara eins og þú sért að koma af engjunum.
Ég man þegar verið var að senda mig með svona
böggla til engjafólksins,“ sagði hún.
„Já, ég hitaði kaffi frá mér en ekki Kristjáni og fór
með það upp eftir til Ásdísar og feðganna. Þau eru að
kljúfa þessar spýtur,“ sagði Valborg.
„Kristján er eitthvað svo úfinn og þunglyndur síðan
þessi karl kom að ná þessum spýtum. Þeim hefur víst
ekki samið vel um verðið,“ sagði Svava.
„Mér hefur nú alltaf virzt hann vera heldur erfiður
í viðbúð sá maður,“ sagði Valborg. „Það hefðu nú
reyndar fleiri verið í hans sporum,“ bætti hún við.
„Já, hvernig í ósköpunum stóð á því að hann fór frá
Hofi og skildi við þessa laglegu konu? Það er eins og
enginn vilji gefa mér neitt út á það,“ sagði Svava.
„Það er ekki viðkunnanlegt að tala um það við þig,
konuefnið hans,“ sagði Valborg, „enda veit ég ekkert
um það. Ég var hér á Grýtubakka og heyrði rétt óm-
inn af því, sem gerðist þar út frá. Þau voru skilin áður
en hann flutti frá Hofi. Það var hún sem krafðist
skilnaðarins. Meira veit ég ekki.“
„Klýfur hún sundur rekaviðinn þessi Ásdís?“ spurði
Svava glettin á svip.
„Já, hún vinnur öll karlmannsverk og tekur það ekld
nærri sér,“ sagði Valborg.
„Er hún hálfviti?“ spurði Svava.
„Hver segir þér þetta, manneskja?“ spurði Valborg.
„Nei hún er enginn hálfviti,“ bætti hún við þegar ekk-
ert svar kom við spurningunni. „Hún vinnur náttúrlega
eins og kjáni, hamast í öllu því erfiðasta. Slíkt er sjald-
an virt sem skyldi. Að öðru leyti held ég að hún hafi
meðal vit. Hefur nú líklega lítið verið uppfrædd vesal-
ings manneskjan. Hún var héma í hitteðfyrra með lít-
inn dreng sem hún átti. Amdís heitin var að reyna að
fóstra hann og þótti fjarska vænt um hann,“ sagði Val-
borg og reyndi að teygja úr samræðunum til að reyna
360 Heima. er bezt