Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.10.1961, Blaðsíða 34
KNITTAX-HANDPRJÓNAVÉL með MYNSTURLYKLI ókeypis handa sigurvegaranum í verðlaunagetrauninni Hafið þér hugleitt hve miklu |)að gæti breytt fyrir fjölskyldu yrðar ef þér eignuðust eina af hinum nýju og fullkomnu KNITTAX-handprjónavélum? Ef svo er ekki, ættuð þér að gefa því gaum. Þér munuð fljótlega komast að raun um að hér er hlutur sem yður hefur raunar vanhagað um í langan tíma, því nú getið þér á auðveldan og ódýran máta ráðið bót á margvíslegum vandamálum í sambandi við nýjan klæðnað og margvíslegar prjónaflíkur. Nú þurf- ið þér ekki Iengur að kaupa hinar dýru og stundum óhentugu prjónavörur, sem fást í verzlunum. Nei, nú ákveðið þér sjálfar hvernig flíkin á að vera, hvaða liti og hvaða garn á að nota, því nú prjónið þér sjálfar á stuttum tíma allar þær flíkur sem þér þarfnizt. Þér hafið nú líka möguleika á að eignast KNITTAX handprjónavél alveg ókeypis, með því einu að taka þátt í verðlaunagetraun Heima er bezt, og hér birtum við annan þátt getraunarinnar. 2. ÞRAUT------------------------- Hinn nýi mynstur-lykill, sem á auðveldan og skemmti- legan hátt gefur yður ótal möguleika til að velja hin ólíkustu mynstur. Mynstur-ly kilinn má nota í öllum gerðum af Knittax-prjónavélum, bæði eldri og nýrri. Neðst á síðunni sjáið þér tvær Ijósmyndir, sem virð- ast í fljótu bragði alveg eins, og nú er vandinn aftur í því fólginn að finna 5 hluti sem eru á myndinni til hægri en vantar á myndina til vinstri. Aður en getrauninni lýkur endanlega verður greint frá því hvernig svörin eiga að sendast til afgreiðsl- unnar.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.