Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 2

Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 2
Gott eða illt Fyrir nokkru ræddi útvarpsfyrirlesari einn um það, að oss væri tamara að gera að umræðuefni, það sem miður fer en hitt, sem vel er gert, og mun þetta rétt vera. Oss liggur oft léttar á tungu last en lof, og það jafnvel þegar vér viljum vel. Ekki verður því neitað, að margt gengur miður en æskilegt væri í lífi sjálfra vor og þjóðarinnar allrar. Engin ráð eru til þess að bæta úr slíkum göllum, nema gera sér fyrst Ijóst hvað að er. Fer um slíkt eins og sjúkdóma, að þeir verða ekki læknaðir, nema á undan fari rétt greining þeirra. Á þessum forsendum hvílir nauðsyn og nytsemi gagnrýninnar. Tilgangur hennar er sá að benda á hvað aflaga fer, en um leið að kunna einhver ráð til úrbóta, eða að minnsta kosti hafa á reið- um höndum rökstuddar tillögur í þeim tilgangi. En umfram allt verður gagnrýnin að verða reist á réttum forsendum. Annars er hún neikvæð og meira til meins en gagns, þar sem hún sjálf fer með blekkingu. Hvort sem gagnrýni er beitt við einstakling eða heild er hún ekki sífelld upprifjun raunverulegra eða ímyndaðra galla, fremur en kennsla, sem að gagni á að koma, er einungis ávítur og þula um vitleysurnar, sem nemand- inn hefur sagt eða gert. Hvort tveggja er jafnneikvætt og leiðir til þess eins að gera góðan vilja áhrifalausan, eða jafnvel það sem verra er, að beina þeim, sem verið er að aga inn á þveröfuga braut við það, sem til var ætlazt. I þessu er fólgin hættan við að þrástagast á „hinu illa“, en geta sjaldan „hins góða“, jafnvel þótt í góðri meiningu sé gert. í þessu sambandi verður mér oft hugsað til vanda- mála æskunnar, sem svo oft er rætt um, af misjöfnum skilningi eins og vænta má, en þó vissulega alltaf í þeirri von að gera eitthvað til gagns. Enginn fær neit- að því, að hið þróttmikla og svipfríða íslenzka æsku- fólk er um ýmsa hluti öðruvísi en vér helzt myndum æskja. Afbrot æskumanna eru of tíð, og skemmtanalíf- ið oft og einatt einkennt af meira taumleysi en samir í siðuðu þjóðfélagi. Ekki dugir að loka augum fyrir þess- um staðreyndum, þótt hér sé sennilega um að ræða sjúkdóm allra þjóða en ekki vor einna. En hvernig er almennt brugðizt við þessum hlutum. Ef unglingur lendir á glapstigu og kemst í kast við lögregluna, eru um það langar fregnir í blöðunum, þótt nöfnum sé sleppt. Ferill vandræðamanns, sem strýkur úr fangelsi er rakinn eins og viðburðaþráður í reyfarasögu. Frá- sagnir af svallsamkomum fylla marga blaðadálka, og er engu líkara en greinarhöfundar geri sér leik að því að lýsa öllum atburðum sem nákvæmast. Að sumu leyti mun þetta vera gert til að fá lesendum í hendur æsandi lestrarefni, en hitt er oft engu síður tilgangur- inn að rekja þessa hluti í siðbótar og umvöndunar- skyni. En sé svo þá orkar það sennilega þveröfugt við tilganginn. Mjög er um það rætt, hversu sögur hinna svonefndu sorpblaða spilli hugsunarhætti og framferði unglinga, en vafasamt er, hvort þau eru nokkru sekari í þeim efnum, en einmitt ýmsar þær frásagnir, sem blöð vor birta í frétta- eða uppbyggingarskyni. Ein- hver mun þá spyrja, hvort þegja beri við öllum ósóm- anum. Vissulega ekki, en það á aðeins ekki að gera honum of hátt undir höfði, svo að ekki sé rúm til að skýra frá því sem betur fer. Kemur þá að því, sem sagt var í upphafi, að hið góða sé látið liggja í láginni. Það þyki ekki nógu frétt- næmt. Margt er þó vissulega í frásögur færandi um afrek æskufólks og annarra, ef menn væru jafn fund- vísir á það og hina hlutina. Ekki verður því þó neitað, að talin eru fram íþrótta- afrek og er það gott, svo langt sem það nær. En vér verðum einnig að horfast í augu við þá staðreynd, að íþróttir eiga ekki einungis að skapa hástökkvara og hraðhlaupara, heldur einnig þann siðræna anda, sem nauðsynlegur er í hverju þjóðfélagi. Og væri vissu- lega vel, ef svo mætti takast og ekki síður lagt kapp á að kenna mönnum fagran leik en harða keppni. Oft er og getið einstakra námsafreka. En það er svo fjölmargt annað í lífi manna, sem ekki er síður frásagnarvert en íþróttir og nám. Fjöldi æskumanna sýnir lofsverðan dugnað í starfi ekki síður en í námi. Ótalin eru þau afrek, sem fjöldi ungra fjölskyldna vinnur við að koma sér upp húsi og heimili, og hvarvetna á vinnustöðum bæði á sjó og landi gerast margir atburðir og afrek, bæði í afköstum og vel unnum verkum, sem vert væri að segja frá. Og ég er sannfærður um, að vel ritaðar frásagnir og fréttagreinir af þessum hlutum væru væn- legri til þess að sveigja æskuna á réttar brautir en æsi- fregnir af skiptum vandræðapilta við lögregluna eða af Jörvagleði um verzlunarmannahelgar, enda þótt frá sé sagt í viðvörunarskyni. Sumir munu segja, að ef afrekasögum daglega lífsins væri haldið á lofti, mundi það ala upp hroka og sjálf- birgingsskap. Lítil hætta er á því, en það mundi skapa metnað um að verða ekki minni. Flestir sem vinna verk 146 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.