Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 8

Heima er bezt - 01.05.1962, Qupperneq 8
þjálfaðar til langrar göngu, eftir innistöðu vetrarins. Var nú sigið með smá áningum upp úr dalnum og yfir heiðina. Stanzað stundarkorn á Helluvaði og haldið þaðan að Kálfaströnd og komið þar milli klukkan 4 og 5 síðdegis. Þar var nú áð, og mönnum og skepnum unninn góður beini. Milli klukkan 9 og 10 síðd. þann sama daga, var svo lagt af stað, því nú átti að nota næturkuldann austur yfir að Grímsstöðum á Hóls- fjöllum. Reyndist harðahjarn, er austur kom úr Náma- skarði, en nú fór nóttin í hönd. Að vísu ekki löng nótt, þar sem svo liðinn var vetur, en þó nokkrir klukku- tímar, eða fram urn óttu. Kindurnar voru orðnar hæg- ar í rekstri áður kom að Kálfaströnd, en við hvíldina þar og kviðfylli af góðu heyi, höfðu þær frískazt í spori, og gekk því vel reksturinn austur úr Skarði, en úr því fóru aftur að sjást á þeim þreytumerki. Vindur var nú Nv. kaldi, og hafði hreytt hríðaréljum um kvöldið, en bjart á milli, svo renningsskrið var á hjarn- inu. Þegar kom nokkuð langt austur fyrir Námaskarð var komið að smáhól eða barði, sem stóð upp úr hjarn- breiðunni, og þar sem kindurnar voru nú aftur orðnar hægfara, var tekið það ráð, að hvíla þar og bíða dags- birtunnar. Örlítið hlé var undir barði þessu fyrir næð- ingnum og kembdi fram af því renningurinn. Kind- urnar lögðust nærri strax og stanzað var í skjólið og rekstrarmennirnir lögðust líka fyrir. Útbúnaður þeirra til útilegu var fremur fábrotinn. Þeir voru sæmilega klæddir að vaðmálsfötum, í tvenn- um ullarsokkum og íslenzkum leðurskóm, að þeirra tíma hætti, og meðferðis höfðu þeir vaðmálsúlpur og eitt hert gæruskinn með ullinni. í böggum sínum höfðu þeir, til vara, sokka og skó, og einnig nokkuð af deigi, hnoðað úr rúgmjöli, handa kindunum og svolítinn nestisbita fyrir sig, en hey gátu þeir ekki haft með. Þeir breiddu aðra úlpuna undir sig, á hjarnið, en gær- una og hina úlpuna ofan á sig og lágu þétt saman. Þeir töldu sig hafa fest blund, en kuldinn vakti þá fljótlega. Þeir töldu sig hafa verið lítt þreytta og ekki hafa svitnað á göngunni, þar sem þeir fóru svo hægt með kindurnar, og þorðu því vel að láta sér líða í brjóst. Þegar þeir risu á fætur var komin dagsbirta og lágu kindurnar í einum hnapp, eins og þær höfðu lagzt um kvöldið, og var farið að skefla að þeim. Var nú haldið af stað austur eftir í óbreyttu veðri, kalda með smá hríðaréljum og renningsskriði, en bjart á milli og noklt- uð kalt í veðri. Upp úr hádegi komu þeir að Jökulsá á Fjöllum, og var hún nú auð, hafði rutt sig í þíðviðr- unum undanfarið. Eins og kunnugt er, er Jökulsá á Fjöllum allmikið jökul-vatn og var ekki brúuð þarna á fjöllunum fyrr en eftir 1940. Áður var hún jafnan farin á ferju, sem haldin var frá Grímsstöðum, þegar hún var ekki á vetrarhaldi, en nú var enga ferju að sjá á hvórugum árbakka. Leitarmannakofi eða sæluhús var vestan ár- innar, sem Mývetningar höfðu þegar, og e. t. v. all- löngu áður, komið upp, vegna leita sinna á Austur- fjöllum og til afdreps fyrir ferðamenn á þessari leið milli byggða. Rekstrarmenn ráku nú kindurnar inn í kofann og lokuðu dyrum, og lögðu af stað upp með ánni í könnunarferð. Grímsstaðabærinn á Hólsfjöllum var þá ekki á sama stað og nú, heldur nokkru ofar með ánni. Bræðurnir hugsuðu sér, að ganga a. m. k. upp á móts við bæinn og reyna að vekja á sér athygli, í von um venjulega hjálp þaðan, til að komast yfir ána, með þennan óvenju- lega farangur sinn, a. m. k. á þessum árstíma. Þeir komu á móts við Grímsstaðabæinn, kölluðu þar og veifuðu og dvöldu við það nokkurn tíma, en án árang- urs. Þaðan sást engin hreyfing. í vandræðum sínum gengu þeir nokkru lengra upp með ánni, og þá sjá þeir þar ísbrú, sem þeim virðist liggja alveg yfir ána. Þeir ganga nú þangað, og víst er það svo. Af einhverj- um ástæðum hefur þarna stöðvazt jakahröngl í ánni, þegar hún braut af sér fjöturinn, en jakarnir virtust allir rísa upp á rönd í vatninu, og svo frostið tyllt þeim saman. Bræðurnir voru báðir með broddstaf meðferðis, sem þá var vani manna á vetrarferðalögum. Þeir tóku nú til að kanna jakabrúna, sem náði þvert yfir ána, en þó ekki alveg beint yfir heldur nokkuð á ská og var ekki breiðari en ca. 4—5 faðma og sums staðar mjórri, og íslaus áin beggja vegna við svo langt sem séð varð. Þeir komust yfir á ísbrúnni og virtist hún það traust að fært mundi að korna kindunum þar yfir, og fannst þeim nú verulega vænkast sitt ráð, svo dauflegt sem útlitið var, að komast yfir þennan alófæra farartálma, eftir nálega sólarhrings ferð yfir öræfin, og svo stutt eftir að hlýjum húsum og næringu fyrir menn og skepnur. Þeir gengu nú aftur til kofans og sóttu kind- urnar og ráku þær upp með ánni að ísbrúnni. Kind- urnar höfðu nú hvílzt vel í kofanum, því í þessa könn- un hafði farið langur tími og dagur að kvöldi kominn. Þær voru því nokkuð léttfættar upp með ánni, í kuld- anum, en þegar að ísbrúnni kom, stanzaði hópurinn og leizt ekki á að leggja á gljáann. Fjárhundur föður míns var með í ferðinni, og þegar nú kindurnar voru þarna í hnapp, við brúarendann og staðið fyrir þeim frá báðum hliðum, tók seppi til að gelta, að baki þeim. Tók þá svört forustuær, sem var í hópnum, undir sig stökk, út á ísbryggjuna og hinar kindurnar í hnapp á eftir, og stukku með hraða í einum spretti yfir ísbrúna og upp á austurbakkann og virtist ganga vel að fóta sig á jakabrúnunum eða milli þeirra, en rekstrarmenn hröðuðu sér á eftir. En þeir voru ekki nema rétt komn- ir upp á austurbakkann, er þeir heyrðu skruðning að baki sér, og horfðu þarna á brúna, sem fleytti þeim með fjárhópinn yfir jökulfljótið, leysast sundur, með nokkru braki og berast niður fljótið, fyrst miðjan og síðan að báðum endum. Þeir töldu að hlaup kindanna í þéttum hóp, mundi hafa komið af stað titringi á jaka- brúnni, og það nægt til hjálpar vatnsþrýstingnum að ofan, til að losa um jakana, sem enn voru of lítið frosn- ir saman. En rekstrarmenn þóttust farsællega hafa yfir sloppið, með allt sitt heilt á þurrt land og komizt hjá 152 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.