Heima er bezt - 01.05.1962, Síða 16
yfir eldi var tekið til þess ráðs að hleypa það með sýr-
urn, og síðan var það fergt í plötur og þynnur. En
þótt framleiðslan ykist sífellt jókst notkunin ekki síð-
ur, og margir óttuðust að reka mundi að því, að ekki
yrði unnt að fullnægja þörfinni með ræktuðu gúmi
einu saman. Einkum varð þetta ljóst í og eftir heims-
styrjöldina fyrri. A styrjaldarárunum jókst gúmnotkun
svo stórkostlega, að til nýrra ráða varð að grípa, til að
fvlla hina óseðjandi hít. Einnig var ljóst, að það gæti
orðið örlög-þrungið í hernaði, á hversu þröngu svæði
gúmræktunin fór fram, eins og síðar kom betur í ljós.
Tekið var nú til óspilltra málanna að leita eftir því,
hvort ekki væri unnt að framleiða gerviefni, sem kæmi
í stað trjágúmsins. Og eftir margvíslegar tilraunir
heppnaðist það. Alunu Þjóðverjar hafa orðið einna
fyrstir til að leysa vandann, en síðar komu Rússar til
sögunnar, einkum eftir síðari heimsstyrjöld. En mest
hefur þó framleiðsla gervigúms orðið í Bandaríkjun-
um, enda nálgast engin þjóð Bandaríkjamenn í gúm-
notkun.
A styrjaldarárunum 1939—1945 lamaðist gúmræktin
stórkostlega, sakir hernaðaraðgerða í Asíulöndum, auk
þess sem samgiingutruflanir tálmuðu flutningi gúnisins
til Vesturlanda. Ekkert ýtti jafnmikið og þetta undir
framleiðslu gervigúms. En svo fór á stríðsárunum, að
framleiðsla þess varð næstum jafnmikil og ekrugúms-
ins eða um ein milljón smálesta á ári. A þessum árum
urðu einkum tvö vörumerki gervigúms kunn, „Buna“
frá Þýzkalandi og GRS frá Bandaríkjunum.
Þegar styrjöldinni létti jókst gúmræktin á ný, en
framleiðslu gervigúms hnignaði í bili, því að enn skorti
nokkuð á, að það væri jafnoki trjágúms, enda þótt það
gæti keppt við það á sumum sviðum. Tók nú trjá-
gúmið aftur forystuna. Samt varð það brátt Ijóst, að
gúmræktun gæti ekki með nokkru móti aukizt svo sem
þyrfti, til þess að fullnægja þörfinni. Var því ótrauð-
lega haldið áfram fyrri tilraunum um gervigúmið og
endurbætur á því, svo að það gæti staðið trjágúminu
jafnfætis um hvaða notkun sem væri.
Árið 1960 stóðu málin þannig, að heimsframleiðslan
af gúmi var um 4.5 milljónir smálesta, og af því var
um 47% trjágúm. En þá fyrir skemmstu hafði loks
heppnazt að framleiða efni, sem að samsetningu og eig-
inleikum virtist algerlega samsvara trjágúmi.
í raun réttri er hér um tvenns konar efni að ræða.
Annað þeirra, sem kallast polyisopren, virðist vera al-
gerlega sama efnasamband og trjágúmið. Frumeindir
og sameindir efnisins þær sömu, enda getur það kom-
ið í stað þess á hvaða sviði sem er. Hitt efnið, polybuta-
dien, er ekki nákvæmlega eins að innri gerð og trjá-
gúmið, en það líkist því svo mjög, að það kemur að
sama gagni á flestum sviðum, og sjaldnast verður gerð-
ur greinarmunur á því og náttúrulegu gúmi. Fram-
leiðsla þessara efna er eitt dæmi af mörgum um það,
hversu mönnum hefur tekizt í efnasmiðjum að byggja
þau efnasambönd, sem náttúran sjálf annars skapar.
Fyrst í stað var gervigúm unnið úr steinkolatjöru.
160 Heima er bezl
En síðan heimsstyrjöldinni síðari lauk, hefir meira og
meira verið horfið frá kolum sem hráefni, en steinolía
komið í stað þeirra. Einkum nota menn þar ýmsar
gastegundip, sem fram koma við hreinsun olíunnar, eða
jafnvel jarðgasið sem víða streymir úr jörðu, við olíu-
lindirnar. Það er því ekki að undra, þótt hin miklu olíu-
félög séu í fararbroddi um framleiðslu gervigúms. Má
þar t. d. nefna Shell-félagið, og þá ekki síður amerísku
olíufélögin.
Svo mjög eykst nú og léttist framleiðsla gervigúms,
að allar líkur benda til, að ekki verði þess langt að
bíða að gúm lækki verulega í verði, og mun slíkt vissu-
lega fagnaðarefni, því að fáir eru þeir nú í menningar-
löndum, sem ekki eiga eitthvað undir verðlagi á þessu
fjölnýta efni.
Eftirfarandi tafla sýnir hvaða lönd og ríki framleiða
mest gúm. Töflurnar eru frá árinu 1960 og eru þús-
undir smálesta.
T rjágúm Gervigúm
Malayjalönd 710.5
Indonesia 639.8
Thailand 167.2
Afríka 140.5
Bandaríki N.-Am. 1436.4
Ríkin austan járntjalds 650.0
Canada 156.7
H einrsf ramleiðslan 2002.5 2550.0
Bréfaskipti
Arnþrúður Halldórsdóttir, Hallgilsstöðum, Þórshöfn, óskar
eftir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18
ára. Mynd fylgi.
lidra Sigfúsdóttir, Hvammi, Þórshöfn, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Mynd
fylgi.
Bergþóra Björnsdóttir, Eyri, Þórshöfn, óskar eftir bréfa-
skiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára. Mynd
fylgi.
Kristin Kristjánsdóttir, Syðri-Brekkum, Þórshöfn, óskar eft-
ir bréfaskiptum við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—18 ára.
Mynd fylgi.
Sigurður Vilhelmsson, Sævarlandi, Skagafirði, óskar eftir
bréfaskiptum við stúlkur á aldrinum 30—40 ára. Mynd fylgi.